Vegfarendur flúðu mikið eldhaf við bryggju í Hodeidah Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2024 23:44 Þessi gervihnattarmynd sýnir bruna í olíutönkum á eldsneytisbirgðastöðinni í Hodeidah í Jemen. AP/Maxar Technologies Uppreisnarmenn Húta í Jemen heita því að halda áfram umfangsmiklum árásum á Ísrael, eftir mannskæða árás Ísraelsmanna á mikilvæga, jemenska hafnarborg. Sameinuðu þjóðirnar hafa þungar áhyggjur af stigmögnum átaka á svæðinu. Vegfarendur flúðu mikið eldhaf við bryggju í hafnarborginni Hodeidah eftir fyrstu loftárás Ísraelsmanna á Jemen seint í gær. Fleiri fylgdu svo í kjölfarið; eldsneytisbirgðastöð og orkuver voru á meðal skotmarka Ísraelsmanna og sex liggja í valnum. Árásirnar koma strax í kjölfar mannskæðrar árásar Húta á Tel Aviv fyrir helgi og eru þær fyrstu sem Ísraelsmenn gera á Jemen frá upphafi stríðs 7. október. „Eldarnir sem nú loga í Hodeidah sjást um öll Miðausturlönd og þýðing þeirra er augljós. Hútarnir réðust á okkur oftar en 200 sinnum. Við gerðum árás á þá þegar ríkisborgari Ísrael særðist. Við endurtökum þetta þar sem nauðsyn krefur,“ segir Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels. Skutu niður eldflaug áður en hún komst inn í lofthelgi Hútar hétu strax grimmilegum hefndum líkt og fram kom í orðum Yahya Saree hershöfðingja, talsmanns hers Húta. „Her Jemens staðfestir að þessari ósvífnu árás verður svarað. Við munum með guðs hjálp ekki hika við að gera árásir á mikilvæg skotmörk ísraelska óvinarins og ítrekum fyrri yfirlýsingu um að Jaffa-svæðið sé óöruggt.“ Og þeim virtist ekki til setunnar boðið: Hútar skutu eldflaug að borginni Eilat í suður-Ísrael í morgun sem Ísraelsmenn skutu niður áður en hún náði inn í ísraelska lofthelgi. Þá skutu Hútar einnig á bandarískt skip í Rauðahafi. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag yfir þungum áhyggjum af átökunum og að þau gætu stuðlað að frekari stigmögnun á svæðinu sem þegar er á suðupunkti. Ísrael Jemen Tengdar fréttir Þrír drepnir í árás Ísraela í Jemen Þrír voru drepnir og um 80 manns særðust í loftárásum Ísraela á hafnarborgina Hodeida í Jemen í gær. Árásin er viðbragð við loftárás Húta á Tel Aviv í Ísrael þar sem einn lét lífið og tíu særðust. 21. júlí 2024 07:50 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Vegfarendur flúðu mikið eldhaf við bryggju í hafnarborginni Hodeidah eftir fyrstu loftárás Ísraelsmanna á Jemen seint í gær. Fleiri fylgdu svo í kjölfarið; eldsneytisbirgðastöð og orkuver voru á meðal skotmarka Ísraelsmanna og sex liggja í valnum. Árásirnar koma strax í kjölfar mannskæðrar árásar Húta á Tel Aviv fyrir helgi og eru þær fyrstu sem Ísraelsmenn gera á Jemen frá upphafi stríðs 7. október. „Eldarnir sem nú loga í Hodeidah sjást um öll Miðausturlönd og þýðing þeirra er augljós. Hútarnir réðust á okkur oftar en 200 sinnum. Við gerðum árás á þá þegar ríkisborgari Ísrael særðist. Við endurtökum þetta þar sem nauðsyn krefur,“ segir Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels. Skutu niður eldflaug áður en hún komst inn í lofthelgi Hútar hétu strax grimmilegum hefndum líkt og fram kom í orðum Yahya Saree hershöfðingja, talsmanns hers Húta. „Her Jemens staðfestir að þessari ósvífnu árás verður svarað. Við munum með guðs hjálp ekki hika við að gera árásir á mikilvæg skotmörk ísraelska óvinarins og ítrekum fyrri yfirlýsingu um að Jaffa-svæðið sé óöruggt.“ Og þeim virtist ekki til setunnar boðið: Hútar skutu eldflaug að borginni Eilat í suður-Ísrael í morgun sem Ísraelsmenn skutu niður áður en hún náði inn í ísraelska lofthelgi. Þá skutu Hútar einnig á bandarískt skip í Rauðahafi. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag yfir þungum áhyggjum af átökunum og að þau gætu stuðlað að frekari stigmögnun á svæðinu sem þegar er á suðupunkti.
Ísrael Jemen Tengdar fréttir Þrír drepnir í árás Ísraela í Jemen Þrír voru drepnir og um 80 manns særðust í loftárásum Ísraela á hafnarborgina Hodeida í Jemen í gær. Árásin er viðbragð við loftárás Húta á Tel Aviv í Ísrael þar sem einn lét lífið og tíu særðust. 21. júlí 2024 07:50 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Þrír drepnir í árás Ísraela í Jemen Þrír voru drepnir og um 80 manns særðust í loftárásum Ísraela á hafnarborgina Hodeida í Jemen í gær. Árásin er viðbragð við loftárás Húta á Tel Aviv í Ísrael þar sem einn lét lífið og tíu særðust. 21. júlí 2024 07:50