„Þetta þýðir að Kamala Harris verður frambjóðandi Demókrata“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. júlí 2024 09:09 Friðjón Friðjónsson segir sigurlíkur Demókrataflokksins munu aukast eftir ákvörðun Biden. Vísir Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og varaþingmaður er sannfærður um að Kamala Harris varaforsetaefni Demókrataflokksins taki við sem forsetaefni flokksins nú þegar Joe Biden hefur dregið sig úr leik. „Ég bjóst við að Biden myndi hanga lengur á þessu en hann gerði. Vegna þess að allur hans stjórnmálaferill hefur einkennst af þrautseigju og þrjósku,“ segir Friðjón en hann ræddi ákvörðun Biden um að draga forsetaframboð sitt til baka í Bítinu. Hvað þýðir þetta? „Þetta þýðir að Kamala Harris verður frambjóðandi Demókrata. Hún er þegar búin að fá stuðningsyfirlýsinar frá mjög mörgum þingmönnum og fyrirmönnum í Demókrataflokknum,“ segir Friðjón. Hann bendir á að í gærkvöldi hafi fimm hundruð landsfundarfulltrúar þegar lýst yfir stuðningi við hana. Harris þurfi tvö þúsund stuðningsyfirlýsingar til að tryggja útnefninguna. „Þannig að við megum búast við að þetta klárist ekki seinna en á morgun, held ég.“ Aðspurður hvort Harris mælist með sérlega mikinn stuðning bandarísku þjóðarinnar svarar Friðjón neitandi. „Hún mælist í skoðanakönnunum aðeins betri en Biden, gagnvart Trump, síðustu daga sérstaklega. En maður sér það strax að það er komið nýtt líf í Demókrata,“ segir Friðjón. Hann segir að að eftir að Biden tilkynnti að hann hygðist stíga til hliðar og fram að miðnætti í gær hafi safnast fimmtíu milljónir Bandaríkjadala í ActBlue sjóð Demókrata, eða tæpir sjö milljarðar króna. Það sé metupphæð. Þá segir hann vendingarnar ekki auka líkurnar á að Donald Trump fari með sigur í kosningunum. „Ég held að ef Biden hefði verið áfram í framboði væru yfirgnæfandi líkur á að Trump myndi sigra. Vegna þess að Biden gerði ekki bara mistök, hann er orðinn svo gamall að það sáu það allir að þeir treystu honum ekki til þess að valda starfinu. Það er engin leið að koma til baka og sannfæra fólk um að hann sé ekki of gamall til að valda starfinu. Þannig að líkur Demókrata aukast og batna við þetta.“ Aðspurður hvort honum þykir líklegt að Demókrataflokkurinn taki algjöra U-beygju og velji annan frambjóðanda, George Clooney eða Michelle Obama til dæmis, telur hann það nánast ómögulegt. Hann bendir á að í Biden-Harris kosningasjóðnum séu þegar tæplega hundrað milljónir dala. „Hún á að geta gengið í þann sjóð þó að sumir lögfræðingar segja að þetta sé Biden-Harris sjóðurinn en ekki Harris-einhver annar sjóðurinn.“ Flestir telji þó að hún sé sú eina sem geti gengið beint í þann sjóð. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Joe Biden Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
„Ég bjóst við að Biden myndi hanga lengur á þessu en hann gerði. Vegna þess að allur hans stjórnmálaferill hefur einkennst af þrautseigju og þrjósku,“ segir Friðjón en hann ræddi ákvörðun Biden um að draga forsetaframboð sitt til baka í Bítinu. Hvað þýðir þetta? „Þetta þýðir að Kamala Harris verður frambjóðandi Demókrata. Hún er þegar búin að fá stuðningsyfirlýsinar frá mjög mörgum þingmönnum og fyrirmönnum í Demókrataflokknum,“ segir Friðjón. Hann bendir á að í gærkvöldi hafi fimm hundruð landsfundarfulltrúar þegar lýst yfir stuðningi við hana. Harris þurfi tvö þúsund stuðningsyfirlýsingar til að tryggja útnefninguna. „Þannig að við megum búast við að þetta klárist ekki seinna en á morgun, held ég.“ Aðspurður hvort Harris mælist með sérlega mikinn stuðning bandarísku þjóðarinnar svarar Friðjón neitandi. „Hún mælist í skoðanakönnunum aðeins betri en Biden, gagnvart Trump, síðustu daga sérstaklega. En maður sér það strax að það er komið nýtt líf í Demókrata,“ segir Friðjón. Hann segir að að eftir að Biden tilkynnti að hann hygðist stíga til hliðar og fram að miðnætti í gær hafi safnast fimmtíu milljónir Bandaríkjadala í ActBlue sjóð Demókrata, eða tæpir sjö milljarðar króna. Það sé metupphæð. Þá segir hann vendingarnar ekki auka líkurnar á að Donald Trump fari með sigur í kosningunum. „Ég held að ef Biden hefði verið áfram í framboði væru yfirgnæfandi líkur á að Trump myndi sigra. Vegna þess að Biden gerði ekki bara mistök, hann er orðinn svo gamall að það sáu það allir að þeir treystu honum ekki til þess að valda starfinu. Það er engin leið að koma til baka og sannfæra fólk um að hann sé ekki of gamall til að valda starfinu. Þannig að líkur Demókrata aukast og batna við þetta.“ Aðspurður hvort honum þykir líklegt að Demókrataflokkurinn taki algjöra U-beygju og velji annan frambjóðanda, George Clooney eða Michelle Obama til dæmis, telur hann það nánast ómögulegt. Hann bendir á að í Biden-Harris kosningasjóðnum séu þegar tæplega hundrað milljónir dala. „Hún á að geta gengið í þann sjóð þó að sumir lögfræðingar segja að þetta sé Biden-Harris sjóðurinn en ekki Harris-einhver annar sjóðurinn.“ Flestir telji þó að hún sé sú eina sem geti gengið beint í þann sjóð.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Joe Biden Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira