Sluppu furðuvel frá heimsókn hesta á golfvöllinn Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2024 09:22 Kylfingar sem ætluðu að æfa sig í að pútta á Hlíðavelli í morgun settu ef til vill upp skeifu þegar þeir sáu ástandið á æfingaflötinni. Hófför liggja þar þvers og kruss eftir hrossin sem spókuðu sig á vellinum í gærkvöldi. Ágúst Jensson Tiltölulega litlar skemmdir urðu á Hlíðavelli í Mosfellsbæ þegar hestastóð kom í óvelkomna heimsókn þangað seint í gærkvöldi. Vallastjóri telur líklegt að hestarnir hafi sloppið úr gerði nærri vellinum þar sem hann liggur við Leiruvog. Það var rétt fyrir miðnætti sem framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar fékk símtal frá nágranna sem sagðist hafa séð hesta á ferð á vellinum. Þeir reyndust hafa hlaupið yfir nokkrar brautir vallarins og eina púttæfingaflöt við fyrsta teig vallarins.. Betur fór þó en á horfðist. Bjarni Þór Hannesson, yfirvallastjóri klúbbsins, segir skemmdirnar eftir hrossin frekar litlar í samanburði við hvað hefði getað orðið hefðu þau traðkað yfir flatir. Það hefði kostað vallarstarfsmenn mikla vinnu að gera við slíkar skemmdir. „Þetta slapp furðuvel. Þeir hlupu bara yfir eitt púttgrín hérna hjá okkur. Það eru smá hófför í því en þeir sukku ekkert. Svo eru bara hófaför á brautum og röffi sem er svo sem allt í lagi,“ segir hann. Kylfingar þurfa ekki að óttast að lenda í hófförum utan brauta. Þeir fá fría lausn ef bolti þeirra lendir í fari eftir óboðnu gestina, að því er kom fram í Facebook-færslu klúbbsins í morgun. Auk púttflatarinnar hlupu hestarnir yfir aðra, fjórðu, fimmtu og sjöttu brautir vallarins. Nýbyggðir teigar sluppu Þá er Bjarni Þór sérstaklega þakklátur fyrir að nýir teigar sem verið er að byggja hafi sloppið. „Þeir hlupu með fram köntum á splunkunýjum teigum sem við vorum að byggja sem er yndislegt að þeir skuli hafi sleppt því að fara inn á. Þeir voru bara í köntunum. Það er frekar auðveld viðgerð, annars hefði það verið helvíti leiðinleg viðgerð,“ segir vallastjórinn. Ekki er ljóst hvaðan hestarnir komu en Bjarni Þór segir að hestagerði sé nærri fimmtu braut vallarins sem liggur meðfram Leiruvogi. Líklegt sé að þeir hafi sloppið þaðan. Þegar hann mætti til starfa í morgun hafi hestar verið í gerðinu. Bjarni Þór leiðir að því líkum að hestarnir hafi verið reknir þangað inn aftur í nótt. Mosfellsbær Hestar Dýr Golf Golfvellir Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira
Það var rétt fyrir miðnætti sem framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar fékk símtal frá nágranna sem sagðist hafa séð hesta á ferð á vellinum. Þeir reyndust hafa hlaupið yfir nokkrar brautir vallarins og eina púttæfingaflöt við fyrsta teig vallarins.. Betur fór þó en á horfðist. Bjarni Þór Hannesson, yfirvallastjóri klúbbsins, segir skemmdirnar eftir hrossin frekar litlar í samanburði við hvað hefði getað orðið hefðu þau traðkað yfir flatir. Það hefði kostað vallarstarfsmenn mikla vinnu að gera við slíkar skemmdir. „Þetta slapp furðuvel. Þeir hlupu bara yfir eitt púttgrín hérna hjá okkur. Það eru smá hófför í því en þeir sukku ekkert. Svo eru bara hófaför á brautum og röffi sem er svo sem allt í lagi,“ segir hann. Kylfingar þurfa ekki að óttast að lenda í hófförum utan brauta. Þeir fá fría lausn ef bolti þeirra lendir í fari eftir óboðnu gestina, að því er kom fram í Facebook-færslu klúbbsins í morgun. Auk púttflatarinnar hlupu hestarnir yfir aðra, fjórðu, fimmtu og sjöttu brautir vallarins. Nýbyggðir teigar sluppu Þá er Bjarni Þór sérstaklega þakklátur fyrir að nýir teigar sem verið er að byggja hafi sloppið. „Þeir hlupu með fram köntum á splunkunýjum teigum sem við vorum að byggja sem er yndislegt að þeir skuli hafi sleppt því að fara inn á. Þeir voru bara í köntunum. Það er frekar auðveld viðgerð, annars hefði það verið helvíti leiðinleg viðgerð,“ segir vallastjórinn. Ekki er ljóst hvaðan hestarnir komu en Bjarni Þór segir að hestagerði sé nærri fimmtu braut vallarins sem liggur meðfram Leiruvogi. Líklegt sé að þeir hafi sloppið þaðan. Þegar hann mætti til starfa í morgun hafi hestar verið í gerðinu. Bjarni Þór leiðir að því líkum að hestarnir hafi verið reknir þangað inn aftur í nótt.
Mosfellsbær Hestar Dýr Golf Golfvellir Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira