„Þurfum að grípa inn í ekki seinna en strax“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. júlí 2024 21:05 Steinunn Þórðardóttir segir ævi Íslendinga hafa lengst en góðum árum ekki fjölgað í takt. Vísir/Arnar Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir og formaður læknafélags Íslands segir ævi Íslendinga hafa lengst en góðum árum ekki fjölgað í takt. Það er að segja, lokaspretturinn er lengri en ekkert þægilegri. Steinunn ræddi samantekt Hagstofunnar á meðalævilengd Íslendinga í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en þar kom fram að meðalævilengd íslenskra karla og kvenna hefði styst á milli ára, annað árið í röð. Ævilengd karla hafði styst um 0,4 ár frá árinu 2022 á meðan hún styttist nokkru minna hjá konum eða um 0,1 ár á milli áranna 2022 og 2023. Ýmislegt gæti spilað inn í Steinunn segir brýnt að greina þessi gögn og komast að því sem býr að baki þessari styttingu. Hún segir að það hljóti að vera forgangsmál hjá embætti landslæknis því að stytting ævilengdar sé mikið áhyggjuefni. Hún segir ýmsar mögulegar orsakir vera á styttingunni, svo sem langur biðtími hjá heilsugæslum, lélegt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og áfengisneysla Íslendinga sem eykst í sífellu á meðan hún dregst saman hjá þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. „Það er líka spurning hvenær maður sér afleiðingarnar af einhverju sem gerist nokkrum árum áður. Ef það er greiningartöf gagnvart alvarlegum sjúkdómum, krabbameinum og svo framvegis,“ segir Steinunn. Óásættanleg þróun Hún segir brýnt að embætti landlæknis hefji greiningarvinnu til að komast að því hvað sé á seyði. „Ég myndi halda að embætti landlæknis væri með góð tök á því að greina þetta. Embættið hefur til dæmis verið að skoða þessi umframdauðsföll vegna veirupesta og umgangspesta. Þannig ég held að svörin ættu alveg að vera til ef maður bara leggst í smá greiningarvinnu,“ segir Steinunn. „En eins og þetta horfir við manni núna er þetta auðvitað óásættanleg þróun og við verðum að vita nákvæmlega hvað það er sem er að fara úrskeiðis og hvar þurfum við að grípa inn í ekki seinna en strax,“ segir Steinunn. Steinunn segir að við sem samfélag eigum heimtingu á að vita hvað búi þessari þróun að baki. Fleiri ár en ekki betri Þjóðin er að eldast, hvernig erum við að eldast? „Tölur eru svolítið misjafnar hvað það varðast. Ævin er að lengjast en góð ár, þeim er ekkert endilega að fjölga. Við eigum fleiri ár þar sem við erum lasburða og hrum,“ segir Steinunn. „Ég held að allir vilji lifa vel og kannski langi ekkert í mjög mörg lokaár sem eru krefjandi,“ segir hún. Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Steinunn ræddi samantekt Hagstofunnar á meðalævilengd Íslendinga í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en þar kom fram að meðalævilengd íslenskra karla og kvenna hefði styst á milli ára, annað árið í röð. Ævilengd karla hafði styst um 0,4 ár frá árinu 2022 á meðan hún styttist nokkru minna hjá konum eða um 0,1 ár á milli áranna 2022 og 2023. Ýmislegt gæti spilað inn í Steinunn segir brýnt að greina þessi gögn og komast að því sem býr að baki þessari styttingu. Hún segir að það hljóti að vera forgangsmál hjá embætti landslæknis því að stytting ævilengdar sé mikið áhyggjuefni. Hún segir ýmsar mögulegar orsakir vera á styttingunni, svo sem langur biðtími hjá heilsugæslum, lélegt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og áfengisneysla Íslendinga sem eykst í sífellu á meðan hún dregst saman hjá þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. „Það er líka spurning hvenær maður sér afleiðingarnar af einhverju sem gerist nokkrum árum áður. Ef það er greiningartöf gagnvart alvarlegum sjúkdómum, krabbameinum og svo framvegis,“ segir Steinunn. Óásættanleg þróun Hún segir brýnt að embætti landlæknis hefji greiningarvinnu til að komast að því hvað sé á seyði. „Ég myndi halda að embætti landlæknis væri með góð tök á því að greina þetta. Embættið hefur til dæmis verið að skoða þessi umframdauðsföll vegna veirupesta og umgangspesta. Þannig ég held að svörin ættu alveg að vera til ef maður bara leggst í smá greiningarvinnu,“ segir Steinunn. „En eins og þetta horfir við manni núna er þetta auðvitað óásættanleg þróun og við verðum að vita nákvæmlega hvað það er sem er að fara úrskeiðis og hvar þurfum við að grípa inn í ekki seinna en strax,“ segir Steinunn. Steinunn segir að við sem samfélag eigum heimtingu á að vita hvað búi þessari þróun að baki. Fleiri ár en ekki betri Þjóðin er að eldast, hvernig erum við að eldast? „Tölur eru svolítið misjafnar hvað það varðast. Ævin er að lengjast en góð ár, þeim er ekkert endilega að fjölga. Við eigum fleiri ár þar sem við erum lasburða og hrum,“ segir Steinunn. „Ég held að allir vilji lifa vel og kannski langi ekkert í mjög mörg lokaár sem eru krefjandi,“ segir hún.
Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira