Áhyggjur af gasmengun vegna jökulhlaups Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2024 12:28 Jökulhlaup er hafið í Skálm. vísir/vilhelm Útlit er fyrir að jökulhlaup sé hafið við Mýrdalsjökul og er fólki er ráðlagt frá því að vera á ferli nærri upptökum Múlakvíslar og við Kötlujökul. Mestar áhyggjur eru af gasmengun. Hringvegur um Mýrdalssand er lokaður til austurs vegna vatns sem flæðir yfir hann úr ánni Skálm. „Við sjáum núna að rafleiðni er byrjuð að aukast til muna og vatnshæð líka í Skálm þannig líklega er þetta að skila sér í austurátt frá Kötlujökli og það virðist vera að hefjast jökulhlaup núna,” sagði Einar Hjörleifsson, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu á öðrum tímanum. Vatnið sé að koma út við Skálm, austan við Mýrdalsjökul og líkur séu taldar á því að meginflaumur vatnsins komi úr Kötlujökli. Mest hætta við Kötlujökul og Emstrur Einar segir það árlegan viðburð að katlar tæmi sig við Mýrdalsjökul en atburðirnir valdi sjaldan stóru jökulhlaupi. „Síðast var stóratburður í Skálm 2011 sem varði í nokkrar klukkustundir. Mesta hættan sem stafar af þessu er nærri jökulsporðunum þar sem jökulvatnið geisar út.“ Þar fylgi mikil gasmengun og geti verið hættulegt fyrir fólk að vera í lægðum í landslaginu nálægt jökulsporðunum þar sem gasið safnast saman. Veðurstofan hefur verið í samskiptum við almannavarnir sem hefur unnið með lögreglu og ferðaþjónustuaðilum á svæðinu við að upplýsa fólk um stöðuna. Mestar áhyggjur eru af ferðafólki við Kötlujökul í austanverðum Mýrdalsjökli og Emstrur. Sáu fyrst merki í gærkvöldi „Í gærkvöldi sáum við að það jókst aðeins órói á nokkrum stöðum umhverfis Mýrdalsjökul og svo tókum við eftir því í nótt og undir morgun að mæld rafleiðni hækkaði mikið í Skálm sem er austan Mýrdalsjökuls sem gaf til kynna að meira jarðhitavatn væri að renna í Skálm. Svo sáum við í morgun klukkan átta að órói fór að aukast aftur mikið í kringum stöðvarnar í kringum Mýrdalsjökul sem bendir til að þar séu katlar búnir að tæma sig,“ segir Einar. Fréttin var uppfærð klukkan 13:30 með upplýsingum um að jökulhlaup virtist vera hafið. Eldgos og jarðhræringar Jöklar á Íslandi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
„Við sjáum núna að rafleiðni er byrjuð að aukast til muna og vatnshæð líka í Skálm þannig líklega er þetta að skila sér í austurátt frá Kötlujökli og það virðist vera að hefjast jökulhlaup núna,” sagði Einar Hjörleifsson, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu á öðrum tímanum. Vatnið sé að koma út við Skálm, austan við Mýrdalsjökul og líkur séu taldar á því að meginflaumur vatnsins komi úr Kötlujökli. Mest hætta við Kötlujökul og Emstrur Einar segir það árlegan viðburð að katlar tæmi sig við Mýrdalsjökul en atburðirnir valdi sjaldan stóru jökulhlaupi. „Síðast var stóratburður í Skálm 2011 sem varði í nokkrar klukkustundir. Mesta hættan sem stafar af þessu er nærri jökulsporðunum þar sem jökulvatnið geisar út.“ Þar fylgi mikil gasmengun og geti verið hættulegt fyrir fólk að vera í lægðum í landslaginu nálægt jökulsporðunum þar sem gasið safnast saman. Veðurstofan hefur verið í samskiptum við almannavarnir sem hefur unnið með lögreglu og ferðaþjónustuaðilum á svæðinu við að upplýsa fólk um stöðuna. Mestar áhyggjur eru af ferðafólki við Kötlujökul í austanverðum Mýrdalsjökli og Emstrur. Sáu fyrst merki í gærkvöldi „Í gærkvöldi sáum við að það jókst aðeins órói á nokkrum stöðum umhverfis Mýrdalsjökul og svo tókum við eftir því í nótt og undir morgun að mæld rafleiðni hækkaði mikið í Skálm sem er austan Mýrdalsjökuls sem gaf til kynna að meira jarðhitavatn væri að renna í Skálm. Svo sáum við í morgun klukkan átta að órói fór að aukast aftur mikið í kringum stöðvarnar í kringum Mýrdalsjökul sem bendir til að þar séu katlar búnir að tæma sig,“ segir Einar. Fréttin var uppfærð klukkan 13:30 með upplýsingum um að jökulhlaup virtist vera hafið.
Eldgos og jarðhræringar Jöklar á Íslandi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira