Smíðaði stærstu skeifu heims úr 2.852 skeifum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. júlí 2024 20:04 Skeifan er glæsileg og sómir sér vel í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Það tók Ísleif ekki nema um sjö mánuði að smíða hana. Magnús Hlynur Hreiðarsson Stærsta skeifa heims vekur nú mikla athygli gesta í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal, en í skeifunni eru 2.852 notaðar skeifur, sem hafa verið undir hestum út um allt land í gegnum árin. Risa skeifan er staðsett rétt við selalaugina í garðinum en hún var sett þar upp um miðjan júní síðastliðinn og hefur vakið mikla athygli gesta. Sá sem á heiðurinn af smíði skeifunnar er Ísleifur Friðriksson, sem er járnsmíðameistari. „Já, hér er til sýnis skeifan Víðförull, sem er svona óður til ferðamanna eða ferðalanga smíðuð í vetur úr 2.852 skeifum, sem mér hafa áskotnast hér og þar um landið. Allar þessar skeifur hafa farið eitthvað og gert eitthvað,” segir Ísleifur stoltur. Ísleifur segir að þegar hann fór á eftirlaun á síðasta ári hafi hann ákveðið að skella sér í skeifuverkefnið, hann varð að hafa eitthvað fyrir stafni, nennti ekki að hanga og gera ekki neitt eins og hann segir sjálfur. Og ertu ekki bara stoltur og ánægður með þetta? „Ég er mjög ánægður með hana af því að ég veit að hún er langstærsta skeifa í heiminum í dag. Næsta skeifa er 1700 skeifur, þessi er 2.852 skeifur. Þessi næst stærsta er staðsett í Arabísku furstadæmunum í einhverjum voðalegum fansi reiðklúbb. Skeifan mín er 4,50 cm á hæð, hin er ekki nema 2 metrar,” bætir Ísleifur við. Listaverkið heitir Víðförull.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og starfsfólk Fjölskyldu- og húsdýragarðsins er mjög ánægt með skeifuna, nýjasta listaverk svæðisins. „hún er stórkostlega flott, stór og tignarleg og vekur mjög mikla athygli og hamingju,” segir Elsa Kristrún Bjarnadóttir, dýrahirðir í garðinum. Elsa Kristrún, dýrahirðir í garðinum og Ísleifur, ásamt hestinum Kili.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er alveg óráðið hvað skeifan verður lengi í garðinum en Ísleifur segir að hún til sölu ef einhver hefur áhuga enda segist hann ekki hafa pláss fyrir hana heima hjá sér. „Nei, ég bý upp á fimmtu hæð, þannig að það er erfitt að koma henni þangað,” segir hann skellihlæjandi. Hafi einhver áhuga á að kaupa skeifuna af Ísleifi þá er hún föl.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Hestar Styttur og útilistaverk Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Risa skeifan er staðsett rétt við selalaugina í garðinum en hún var sett þar upp um miðjan júní síðastliðinn og hefur vakið mikla athygli gesta. Sá sem á heiðurinn af smíði skeifunnar er Ísleifur Friðriksson, sem er járnsmíðameistari. „Já, hér er til sýnis skeifan Víðförull, sem er svona óður til ferðamanna eða ferðalanga smíðuð í vetur úr 2.852 skeifum, sem mér hafa áskotnast hér og þar um landið. Allar þessar skeifur hafa farið eitthvað og gert eitthvað,” segir Ísleifur stoltur. Ísleifur segir að þegar hann fór á eftirlaun á síðasta ári hafi hann ákveðið að skella sér í skeifuverkefnið, hann varð að hafa eitthvað fyrir stafni, nennti ekki að hanga og gera ekki neitt eins og hann segir sjálfur. Og ertu ekki bara stoltur og ánægður með þetta? „Ég er mjög ánægður með hana af því að ég veit að hún er langstærsta skeifa í heiminum í dag. Næsta skeifa er 1700 skeifur, þessi er 2.852 skeifur. Þessi næst stærsta er staðsett í Arabísku furstadæmunum í einhverjum voðalegum fansi reiðklúbb. Skeifan mín er 4,50 cm á hæð, hin er ekki nema 2 metrar,” bætir Ísleifur við. Listaverkið heitir Víðförull.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og starfsfólk Fjölskyldu- og húsdýragarðsins er mjög ánægt með skeifuna, nýjasta listaverk svæðisins. „hún er stórkostlega flott, stór og tignarleg og vekur mjög mikla athygli og hamingju,” segir Elsa Kristrún Bjarnadóttir, dýrahirðir í garðinum. Elsa Kristrún, dýrahirðir í garðinum og Ísleifur, ásamt hestinum Kili.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er alveg óráðið hvað skeifan verður lengi í garðinum en Ísleifur segir að hún til sölu ef einhver hefur áhuga enda segist hann ekki hafa pláss fyrir hana heima hjá sér. „Nei, ég bý upp á fimmtu hæð, þannig að það er erfitt að koma henni þangað,” segir hann skellihlæjandi. Hafi einhver áhuga á að kaupa skeifuna af Ísleifi þá er hún föl.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Hestar Styttur og útilistaverk Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira