„Virðist vera partur af því að reka verslun á Íslandi í dag“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 30. júlí 2024 18:00 Eiganda King Kong þykir líklegt að þjófurinn hafi skorið sig við að klöngrast inn um gluggann. Eigandi verslunarinnar King Kong segir svo virðast sem innbrot séu fastur liður í því að reka söluturn á Íslandi í dag. Brotist var inn í King Kong við Auðbrekku í Kópavogi í nótt, rúmum sjö mánuðum eftir að brotist var inn í samnefnda verslun við Höfðabakka. „Ég fékk í rauninni tilkynningu í símann um að þjófavarnarkerfið væri farið í gang og kíkti síðan nánar á það og sá að einhver var að skríða inn um hana,“ segir Jón Þór Ágústsson eigandi King Kong í samtali við Vísi. DV greindi fyrst frá. Á myndbandsupptöku úr öryggismyndavél má sjá þjófinn brjóta rúðu á hurðinni sem leiðir inn í verslunina og stökkva í gegn um gatið. „Hann hefur örugglega skorið sig við að hoppa yfir þessa brotnu rúðu. En við sáum samt ekkert blóð, sem var furðulegt,“ segir Jón Þór. Hann segir þjófinn hafa stolið peningakassanum úr afgreiðsluborðinu. Lögregla hafi verið kölluð til um leið og ljóst var hvað væri á seyði og handtekið manninn á staðnum. Jóni Þór þykir ólíklegt að innbrotið hafi verið skipulagt, maðurinn hafi verið einn á ferð og ekki valdið nærri jafn miklu tjóni og þegar brotist var inn í King Kong verslunina við Höfðabakka aðfaranótt Þorláksmessu í fyrra, þegar tveir þjófar tæmdu hillur verslunarinnar, sem hlaðnar voru rafrettum. Myndband af því innbroti má sjá hér að neðan. Tjón innbrotsins í nótt hafi þó velt á nokkur hundruð þúsund krónum. „Þetta er svolítið pirrandi, og virðist eiginlega vera partur af því að reka verslun á Íslandi í dag. Það er mikið um svona rugl,“ segir Jón Þór. Lögreglumál Rafrettur Verslun Tengdar fréttir Tæmdu hillur King Kong á níutíu sekúndum Brotist var inn í verslunina King Kong á Höfðabakka í nótt, þar sem þjófar tæmdu hillur vape verslunarinnar ofan í töskur og hlupu síðan á brott. Eigandi verslunarinnar segir tjónið töluvert. 23. desember 2023 13:05 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
„Ég fékk í rauninni tilkynningu í símann um að þjófavarnarkerfið væri farið í gang og kíkti síðan nánar á það og sá að einhver var að skríða inn um hana,“ segir Jón Þór Ágústsson eigandi King Kong í samtali við Vísi. DV greindi fyrst frá. Á myndbandsupptöku úr öryggismyndavél má sjá þjófinn brjóta rúðu á hurðinni sem leiðir inn í verslunina og stökkva í gegn um gatið. „Hann hefur örugglega skorið sig við að hoppa yfir þessa brotnu rúðu. En við sáum samt ekkert blóð, sem var furðulegt,“ segir Jón Þór. Hann segir þjófinn hafa stolið peningakassanum úr afgreiðsluborðinu. Lögregla hafi verið kölluð til um leið og ljóst var hvað væri á seyði og handtekið manninn á staðnum. Jóni Þór þykir ólíklegt að innbrotið hafi verið skipulagt, maðurinn hafi verið einn á ferð og ekki valdið nærri jafn miklu tjóni og þegar brotist var inn í King Kong verslunina við Höfðabakka aðfaranótt Þorláksmessu í fyrra, þegar tveir þjófar tæmdu hillur verslunarinnar, sem hlaðnar voru rafrettum. Myndband af því innbroti má sjá hér að neðan. Tjón innbrotsins í nótt hafi þó velt á nokkur hundruð þúsund krónum. „Þetta er svolítið pirrandi, og virðist eiginlega vera partur af því að reka verslun á Íslandi í dag. Það er mikið um svona rugl,“ segir Jón Þór.
Lögreglumál Rafrettur Verslun Tengdar fréttir Tæmdu hillur King Kong á níutíu sekúndum Brotist var inn í verslunina King Kong á Höfðabakka í nótt, þar sem þjófar tæmdu hillur vape verslunarinnar ofan í töskur og hlupu síðan á brott. Eigandi verslunarinnar segir tjónið töluvert. 23. desember 2023 13:05 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Tæmdu hillur King Kong á níutíu sekúndum Brotist var inn í verslunina King Kong á Höfðabakka í nótt, þar sem þjófar tæmdu hillur vape verslunarinnar ofan í töskur og hlupu síðan á brott. Eigandi verslunarinnar segir tjónið töluvert. 23. desember 2023 13:05