Þurfi að fylgja betur eftir reglum um byggð við sprungur Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. júlí 2024 12:13 Sprungur eru víða í Grindavík. Vísir/Arnar Jarðfræðingar við Háskóla Íslands sem stóðu að rannsókn um sigdalinn í Grindavík segja tímabært að fylgja eftir reglum um byggingar við misgengi og sprungur og segja mikilvægt að kortleggja þannig svæði á landsvísu. Sigdalurinn sem myndaðist í Grindavík í nóvember þykir einstakur á heimsmælikvarða. Í raun er ekki um einn sigdal að ræða heldur tvo sem eru aðskildir með rishrygg á fimm kílómetra breiðu aflögunarsvæði. Þetta kemur fram í fjölþjóðlegri rannsókn um ástandið við Grindavík sem var birt í virtu tímariti sem gefið er út af Bandaríska jarðeðlisfræðifélaginu. Aðalhöfundur greinarinnar Gregory De Pascale, dósent í jarðfræði við Háskóla Íslands, segir það tímabært að þróa skýrar reglur og lög til að takmarka hættuna sem stafar af misgengjum og sprungum. Þurfi að fylgja betur eftir reglugerðum „Það eru byggingarreglugerðir sem vísa til þess að það eigi ekki að staðsetja hús yfir sprungu. Að hús megi ekki þvera sprungu og það þarf eftilvill að fylgja betur eftir svona reglugerðum og vinna meira að því að gá að svona sprungum en það er ekki alltaf auðvelt að finna þessar sprungur,“ segir Halldór Geirsson, dósent í jarðskorpuaflögun við Háskóla Íslands. Halldór er einn þeirra sem komu að rannsókninni en hann bætir við að misgengið í Grindavík hafi verið þekkt áður en sigdalurinn myndaðist á síðasta ári. Hann segir það mikilvægt að kortleggja misgengi á landinu svo hægt sé að koma í veg fyrir að byggt sé við virkar sprungur. Lærum af öllu saman Í rannsókninni kemur fram að sigdalurinn í Grindavík gefi mikilvæga innsýn í það þegar gliðnun hefst á úthafshryggjum og er bent á að eðli málsins samkvæmt eru úthafshryggir vanalega á hafsbotni. Á Reykjanesi kemur þó einn stærsti þeirra á land, Reykjaneshryggurinn. „Það eru margir sigdalir á heimsvísu og það sem er kannski einstakt við þennan sigdal er hversu vel við sáum hvernig hann myndaðist. Þessar miklu sprunguhreyfingar verða bara í rauninni á nokkrum klukkutímum. Ég held að það sé nú bara best að við lærum af öllu saman og horfum til framtíðar hvernig við viljum þróa byggðaskipulagið hjá okkur.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Sigdalurinn sem myndaðist í Grindavík í nóvember þykir einstakur á heimsmælikvarða. Í raun er ekki um einn sigdal að ræða heldur tvo sem eru aðskildir með rishrygg á fimm kílómetra breiðu aflögunarsvæði. Þetta kemur fram í fjölþjóðlegri rannsókn um ástandið við Grindavík sem var birt í virtu tímariti sem gefið er út af Bandaríska jarðeðlisfræðifélaginu. Aðalhöfundur greinarinnar Gregory De Pascale, dósent í jarðfræði við Háskóla Íslands, segir það tímabært að þróa skýrar reglur og lög til að takmarka hættuna sem stafar af misgengjum og sprungum. Þurfi að fylgja betur eftir reglugerðum „Það eru byggingarreglugerðir sem vísa til þess að það eigi ekki að staðsetja hús yfir sprungu. Að hús megi ekki þvera sprungu og það þarf eftilvill að fylgja betur eftir svona reglugerðum og vinna meira að því að gá að svona sprungum en það er ekki alltaf auðvelt að finna þessar sprungur,“ segir Halldór Geirsson, dósent í jarðskorpuaflögun við Háskóla Íslands. Halldór er einn þeirra sem komu að rannsókninni en hann bætir við að misgengið í Grindavík hafi verið þekkt áður en sigdalurinn myndaðist á síðasta ári. Hann segir það mikilvægt að kortleggja misgengi á landinu svo hægt sé að koma í veg fyrir að byggt sé við virkar sprungur. Lærum af öllu saman Í rannsókninni kemur fram að sigdalurinn í Grindavík gefi mikilvæga innsýn í það þegar gliðnun hefst á úthafshryggjum og er bent á að eðli málsins samkvæmt eru úthafshryggir vanalega á hafsbotni. Á Reykjanesi kemur þó einn stærsti þeirra á land, Reykjaneshryggurinn. „Það eru margir sigdalir á heimsvísu og það sem er kannski einstakt við þennan sigdal er hversu vel við sáum hvernig hann myndaðist. Þessar miklu sprunguhreyfingar verða bara í rauninni á nokkrum klukkutímum. Ég held að það sé nú bara best að við lærum af öllu saman og horfum til framtíðar hvernig við viljum þróa byggðaskipulagið hjá okkur.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira