Hrun í hlutabréfamörkuðum ytra Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. ágúst 2024 15:00 Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Hlutabréfaverð á mörkuðum í Bandaríkjunum féll umtalsvert í dag, í kjölfar mikillar lækkunar í Asíu og Evrópu. Lækkunin í Asíu og Evrópu kom til vegna áhyggna af bandaríska efnahagnum. Í Bandaraíkjunum féll S&P 500 um 4,1 prósent, og tæknirisinn Nasdaq féll um 6,3 prósent. Í Lundúnum féll FTSE 100 sjóðurinn um 2,8 prósent, og í París féll CAC-40 um 2,5 prósent. DAX í Frankfurt féll um 3,2 prósent. Þar áður féllu markaðir í Asíu, þar sem Nikkei 225 í Japan féll um 12,4 prósent, eða um 4,451 stig. Það er stærsta hrun þess frá upphafi. Markaðir féllu einnig í Taiwan, Suður-Kóreu, Indlandi, Ástralíu, Hong Kong og Shanghai. Kemur til vegna vinnumarkaðstalna Lækkunin kom beint í kjölfar nýrra vinnumarkaðstalna í Bandaríkjunum, en þar jókst atvinnuleysi úr 4,1 prósentum í 4,3 prósent. Þetta olli áhyggjum um að vinnumarkaðurinn í Bandaríkjunum væri farinn að kólna. Gunnar Örn Erlingsson, skuldabréfamiðlari hjá Arion Banka, segir að vinnumarkaðstölurnar í síðustu viku hafi ýtt þessu öllu af stað. Þetta hafi ef til vill komið á óvart, því hagvaxtartölur vikuna þar á undan vestanhafs voru yfir væntingum markaðsaðila. „Markaðurinn hefur verið frekar yfirspenntur virðist vera, og miklar væntingar í honum,“ segir Gunnar. Yfirleitt rétti markaðurinn svo úr kútnum. Lækkunin hefur fyrst og fremst áhrif á tæknifyrirtæki, segir Gunnar, en áhrifin hafi smitáhrif á allan hlutabréfamarkaðinn. Gunnar segir að nú séu meiri líkur á því að bandaríski seðlabankinn lækki vexti í september. Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Í Bandaraíkjunum féll S&P 500 um 4,1 prósent, og tæknirisinn Nasdaq féll um 6,3 prósent. Í Lundúnum féll FTSE 100 sjóðurinn um 2,8 prósent, og í París féll CAC-40 um 2,5 prósent. DAX í Frankfurt féll um 3,2 prósent. Þar áður féllu markaðir í Asíu, þar sem Nikkei 225 í Japan féll um 12,4 prósent, eða um 4,451 stig. Það er stærsta hrun þess frá upphafi. Markaðir féllu einnig í Taiwan, Suður-Kóreu, Indlandi, Ástralíu, Hong Kong og Shanghai. Kemur til vegna vinnumarkaðstalna Lækkunin kom beint í kjölfar nýrra vinnumarkaðstalna í Bandaríkjunum, en þar jókst atvinnuleysi úr 4,1 prósentum í 4,3 prósent. Þetta olli áhyggjum um að vinnumarkaðurinn í Bandaríkjunum væri farinn að kólna. Gunnar Örn Erlingsson, skuldabréfamiðlari hjá Arion Banka, segir að vinnumarkaðstölurnar í síðustu viku hafi ýtt þessu öllu af stað. Þetta hafi ef til vill komið á óvart, því hagvaxtartölur vikuna þar á undan vestanhafs voru yfir væntingum markaðsaðila. „Markaðurinn hefur verið frekar yfirspenntur virðist vera, og miklar væntingar í honum,“ segir Gunnar. Yfirleitt rétti markaðurinn svo úr kútnum. Lækkunin hefur fyrst og fremst áhrif á tæknifyrirtæki, segir Gunnar, en áhrifin hafi smitáhrif á allan hlutabréfamarkaðinn. Gunnar segir að nú séu meiri líkur á því að bandaríski seðlabankinn lækki vexti í september.
Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent