Gjaldþrotið nam 780 milljónum króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2024 11:18 Sjáland var opnaður í maí 2020. Þar var rekinn samnefndur veitingastaður auk þess sem brúðkaup voru reglulega haldin þar og aðrar veislur í tilefni tímamóta. vísir/Vilhelm Gjaldþrot Gourmet ehf. sem hélt úti veitingastaðnum Sjáland við sjávarsíðuna í Garðabæ nam 780 milljónum króna. Kröfuhafar fengu fæstir nokkuð úr þrotabúinu. Félagið var í eigu Stefáns Magnússonar veitingamanns sem kom að rekstri veitingastaðanna Reykjavík Meat og Mathúss Garðabæjar. Hinu fyrrnefnda hefur verið lokað og hið síðara í eigu annarra aðila. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í september í fyrra og var Hjördís E. Harðardóttir skipuð skiptastjóri. Skiptum á búinu lauk þann 1. ágúst síðastliðinn og lauk með úthlutunargerð. Greiddust búskröfur upp á 350 þúsund krónur og tæplega sex milljónir króna í forgangskröfur. Ekkert fékkst greitt upp í almennar eða eftirstæðar kröfur en þær námu í heildina 780 milljónum króna. Gourmet leigði húsnæðið í Sjálandi af félaginu Arnarnesvogur ehf. sem er í eigu hjónanna Páls Þórs Magnússonar og Gabríelu Kristjánsdóttur, Símons Sigurðar Sigurpálssonar, fyrrverandi kaupmanns í Þinni verslun í Breiðholti og Kjörbúð Hraunbæjar, auk annarra smærri eigenda. Deilur sköpuðust um húsaleigu í nokkurn tíma sem tengdust ástandinu í kórónuveirufaraldrinum. Málið fór fyrir dóm og komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að Arnarnesvogur hefðu ekki mátt rifta leigusamningi við Gourmet. Félagið í Toppformi ehf. sem heldur utan um fasteignir World Class á Íslandi festi kaup á byggingunni Sjálandi í desember síðastliðnum fyrir 710 milljónir króna. Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir ætla að opna þar líkamsræktarstöð. Sjálf hafa þau verið með glæsilegt einbýlishús í byggingu í göngufæri frá Sjálandi í Arnarnesinu. Gjaldþrot Garðabær Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Keyptu Sjáland á 700 milljónir króna Félagið í Toppformi ehf. sem heldur utan um fasteignir World Class á Íslandi hefur keypt bygginguna Sjáland í samnefndu hverfi í Garðabæ fyrir 710 milljónir króna. 23. janúar 2024 17:58 World Class opnar í Sjálandi ef leyfi fæst til að stækka húsnæðið World Class er með samþykkt kauptilboð í fasteign sem hýsti veitingastaðinn Sjáland við sjávarsíðu í Garðabæ. Tilboðið er með fyrirvara um að það fáist byggingarleyfi til að stækka fasteignina umtalsvert, upplýsir framkvæmdastjóri líkamsræktarstöðvarinnar í samtali við Innherja. 19. desember 2023 15:01 Brúðkaupsveislur í uppnámi eftir að Sjálandi var lokað Gourmet ehf. sem hélt úti veitingastaðnum Sjáland við sjávarsíðuna í Garðabæ hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Fjölmörg verðandi brúðhjón eru með hjartað í buxunum enda veislur fram undan sem óvíst er að geti farið fram. 4. október 2023 10:49 Deila um milljónir í húsaleigu í Sjálandi Eigendum húsnæðisins þar sem veitingastaðurinn Sjáland er rekinn í Garðabæ var ekki heimilt að rifta leigusamningi við rekstraraðila veitingastaðarins. Landsréttur sneri við úrskurði Héraðsdóms Reykjaness þess efnis á dögunum. Aðilar deila um húsaleigu. 8. september 2022 13:31 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í september í fyrra og var Hjördís E. Harðardóttir skipuð skiptastjóri. Skiptum á búinu lauk þann 1. ágúst síðastliðinn og lauk með úthlutunargerð. Greiddust búskröfur upp á 350 þúsund krónur og tæplega sex milljónir króna í forgangskröfur. Ekkert fékkst greitt upp í almennar eða eftirstæðar kröfur en þær námu í heildina 780 milljónum króna. Gourmet leigði húsnæðið í Sjálandi af félaginu Arnarnesvogur ehf. sem er í eigu hjónanna Páls Þórs Magnússonar og Gabríelu Kristjánsdóttur, Símons Sigurðar Sigurpálssonar, fyrrverandi kaupmanns í Þinni verslun í Breiðholti og Kjörbúð Hraunbæjar, auk annarra smærri eigenda. Deilur sköpuðust um húsaleigu í nokkurn tíma sem tengdust ástandinu í kórónuveirufaraldrinum. Málið fór fyrir dóm og komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að Arnarnesvogur hefðu ekki mátt rifta leigusamningi við Gourmet. Félagið í Toppformi ehf. sem heldur utan um fasteignir World Class á Íslandi festi kaup á byggingunni Sjálandi í desember síðastliðnum fyrir 710 milljónir króna. Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir ætla að opna þar líkamsræktarstöð. Sjálf hafa þau verið með glæsilegt einbýlishús í byggingu í göngufæri frá Sjálandi í Arnarnesinu.
Gjaldþrot Garðabær Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Keyptu Sjáland á 700 milljónir króna Félagið í Toppformi ehf. sem heldur utan um fasteignir World Class á Íslandi hefur keypt bygginguna Sjáland í samnefndu hverfi í Garðabæ fyrir 710 milljónir króna. 23. janúar 2024 17:58 World Class opnar í Sjálandi ef leyfi fæst til að stækka húsnæðið World Class er með samþykkt kauptilboð í fasteign sem hýsti veitingastaðinn Sjáland við sjávarsíðu í Garðabæ. Tilboðið er með fyrirvara um að það fáist byggingarleyfi til að stækka fasteignina umtalsvert, upplýsir framkvæmdastjóri líkamsræktarstöðvarinnar í samtali við Innherja. 19. desember 2023 15:01 Brúðkaupsveislur í uppnámi eftir að Sjálandi var lokað Gourmet ehf. sem hélt úti veitingastaðnum Sjáland við sjávarsíðuna í Garðabæ hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Fjölmörg verðandi brúðhjón eru með hjartað í buxunum enda veislur fram undan sem óvíst er að geti farið fram. 4. október 2023 10:49 Deila um milljónir í húsaleigu í Sjálandi Eigendum húsnæðisins þar sem veitingastaðurinn Sjáland er rekinn í Garðabæ var ekki heimilt að rifta leigusamningi við rekstraraðila veitingastaðarins. Landsréttur sneri við úrskurði Héraðsdóms Reykjaness þess efnis á dögunum. Aðilar deila um húsaleigu. 8. september 2022 13:31 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Keyptu Sjáland á 700 milljónir króna Félagið í Toppformi ehf. sem heldur utan um fasteignir World Class á Íslandi hefur keypt bygginguna Sjáland í samnefndu hverfi í Garðabæ fyrir 710 milljónir króna. 23. janúar 2024 17:58
World Class opnar í Sjálandi ef leyfi fæst til að stækka húsnæðið World Class er með samþykkt kauptilboð í fasteign sem hýsti veitingastaðinn Sjáland við sjávarsíðu í Garðabæ. Tilboðið er með fyrirvara um að það fáist byggingarleyfi til að stækka fasteignina umtalsvert, upplýsir framkvæmdastjóri líkamsræktarstöðvarinnar í samtali við Innherja. 19. desember 2023 15:01
Brúðkaupsveislur í uppnámi eftir að Sjálandi var lokað Gourmet ehf. sem hélt úti veitingastaðnum Sjáland við sjávarsíðuna í Garðabæ hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Fjölmörg verðandi brúðhjón eru með hjartað í buxunum enda veislur fram undan sem óvíst er að geti farið fram. 4. október 2023 10:49
Deila um milljónir í húsaleigu í Sjálandi Eigendum húsnæðisins þar sem veitingastaðurinn Sjáland er rekinn í Garðabæ var ekki heimilt að rifta leigusamningi við rekstraraðila veitingastaðarins. Landsréttur sneri við úrskurði Héraðsdóms Reykjaness þess efnis á dögunum. Aðilar deila um húsaleigu. 8. september 2022 13:31