Vill „alvöru úttekt“ á „alvöru úttektum“ Jón Þór Stefánsson skrifar 7. ágúst 2024 23:06 Einar Þorsteinsson og Friðjón R. Friðjónsson. Vísir/Vilhelm Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gagnrýnir orð Einars Þorsteinassonar borgarstjóra um að ráðist verði í „alvöru úttekt“ á máli leikskólans Brákarborgar. Leikskólinn opnaði árið 2022 í húsnæði við Kleppsveg þar sem Adam og Eva höfðu áður verið til húsa. Skólinn fékk hönnunarverðlaunin Grænu skófluna sem fór fyrir brjóstið á einhverjum þar sem skólinn var enn ekki tilbúinn. Seinna komu mistök sem gerð höfðu verið við byggingu hússins í ljós. „Nú þurfum við að finna út úr því hvar ábyrgðin liggur, hvar mistökin voru gerð, af hverju var burðarþolið ekki í lagi. Þarna eru börn inni og við gerum þá kröfu að þau séu í öruggu húsnæði. Ég lít svo á að þetta sé mjög alvarlegt mál og við ætlum að láta gera alvöru úttekt á því,“ sagði Einar um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Lesa má nánar um viðtalið við Einar hér. Í færslu sem Friðjón ritar á Facebook veltir hann því fyrir sér hvað Einar eigi við um þegar hann tali um „alvöru úttekt“. „Við hljótum því að gagnálykta að þetta sé nauðsynleg aðgreining frá öðrum úttektunum borgarinnar sem voru ekki „alvöru“,“ skrifar Friðjón sem biður um úttekt á úttektum borgarinnar. „Það væri því ágætt að fá úttekt á því hvaða fyrri úttektir borgarinnar teljast til „alvöru úttekta“ og hvaða úttektir gera það ekki. Það væri kostur að sú úttekt væri „alvöru úttekt“.“ Einar hefur svarað Friðjóni í athugasemdakerfinu. Hann segir Friðjón draga umræðuna niður í ameríska umræðuhefð og furðar sig á því að innlegg Sjálfstæðisflokksins í umræðuna um málið sé með þessum hætti. „Þú ættir að prófa uppistand Friðjón, þetta er bráðfyndið hjá þér. Geri líka ráð fyrir að foreldrar fagni þessu málefnalega innleggi Sjálfstæðismanna inn í þetta alvarlega mál. Hjálpar sannarlega til að draga umræðuna niður í svona ameríska umræðuhefð. En þú ert auðvitað sérfræðingur í henni.” Þess má geta að þegar þessi frétt er skrifuð hefur Friðjón ekki svarað ummælum Einars, en hefur samt sem áður brugðist við þeim með tjákni, svokölluðum hjartaknúskalli. Uppfært: Friðjón hefur svarað athugasemd Einars og segir málið og stöðuna í borgina hálf fáránlega. „Kæri Einar, hafa Kanar núna einkarétt á smá skopi? Það finnst mér skrítið. En stundum er fáránleikinn þannig að það er ekki annað hægt en að benda á hversu grátbroslegur hann er,“ skrifar hann. „Það gengur bókstaflega ekkert upp hjá ykkur, borgin er á hausnum, engar íbúðir eru byggðar, Sundabraut er stopp, leikskólamálin eru í hassi, samgöngur í hægagangi og ég er ábyggilega að gleyma einhverju enn mikilvægara en að lokum, breytingarnar sem þið lofuðu, fyrir utan hver situr á borgarstjórastólnum, hvernig gengur?“ Borgarstjórn Reykjavík Leikskólar Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Leikskólinn opnaði árið 2022 í húsnæði við Kleppsveg þar sem Adam og Eva höfðu áður verið til húsa. Skólinn fékk hönnunarverðlaunin Grænu skófluna sem fór fyrir brjóstið á einhverjum þar sem skólinn var enn ekki tilbúinn. Seinna komu mistök sem gerð höfðu verið við byggingu hússins í ljós. „Nú þurfum við að finna út úr því hvar ábyrgðin liggur, hvar mistökin voru gerð, af hverju var burðarþolið ekki í lagi. Þarna eru börn inni og við gerum þá kröfu að þau séu í öruggu húsnæði. Ég lít svo á að þetta sé mjög alvarlegt mál og við ætlum að láta gera alvöru úttekt á því,“ sagði Einar um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Lesa má nánar um viðtalið við Einar hér. Í færslu sem Friðjón ritar á Facebook veltir hann því fyrir sér hvað Einar eigi við um þegar hann tali um „alvöru úttekt“. „Við hljótum því að gagnálykta að þetta sé nauðsynleg aðgreining frá öðrum úttektunum borgarinnar sem voru ekki „alvöru“,“ skrifar Friðjón sem biður um úttekt á úttektum borgarinnar. „Það væri því ágætt að fá úttekt á því hvaða fyrri úttektir borgarinnar teljast til „alvöru úttekta“ og hvaða úttektir gera það ekki. Það væri kostur að sú úttekt væri „alvöru úttekt“.“ Einar hefur svarað Friðjóni í athugasemdakerfinu. Hann segir Friðjón draga umræðuna niður í ameríska umræðuhefð og furðar sig á því að innlegg Sjálfstæðisflokksins í umræðuna um málið sé með þessum hætti. „Þú ættir að prófa uppistand Friðjón, þetta er bráðfyndið hjá þér. Geri líka ráð fyrir að foreldrar fagni þessu málefnalega innleggi Sjálfstæðismanna inn í þetta alvarlega mál. Hjálpar sannarlega til að draga umræðuna niður í svona ameríska umræðuhefð. En þú ert auðvitað sérfræðingur í henni.” Þess má geta að þegar þessi frétt er skrifuð hefur Friðjón ekki svarað ummælum Einars, en hefur samt sem áður brugðist við þeim með tjákni, svokölluðum hjartaknúskalli. Uppfært: Friðjón hefur svarað athugasemd Einars og segir málið og stöðuna í borgina hálf fáránlega. „Kæri Einar, hafa Kanar núna einkarétt á smá skopi? Það finnst mér skrítið. En stundum er fáránleikinn þannig að það er ekki annað hægt en að benda á hversu grátbroslegur hann er,“ skrifar hann. „Það gengur bókstaflega ekkert upp hjá ykkur, borgin er á hausnum, engar íbúðir eru byggðar, Sundabraut er stopp, leikskólamálin eru í hassi, samgöngur í hægagangi og ég er ábyggilega að gleyma einhverju enn mikilvægara en að lokum, breytingarnar sem þið lofuðu, fyrir utan hver situr á borgarstjórastólnum, hvernig gengur?“
Borgarstjórn Reykjavík Leikskólar Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13