„Landsliðið“ búið að skila tillögu og von á vímuefnastefnu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 8. ágúst 2024 12:11 Vísir/Ívar „Skaðaminnkandi nálgun er það sem að mun umvefja alla stefnumótun. Við erum með í ráðuneytinu núna landsliðið, má segja, í þessari hugmyndafræði og á þessum vettvangi. Það eru mjög margir sem koma að þessu verkefni með okkur í ráðuneytinu að formgera skaðaminnkunarstefnu sem mun fara inn í stærri vímuefnastefnu sem er í endurskoðun.“ Þetta segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Von er á nýrri stefnu í áfengis- og vímuvörnum í haust en starfshópur sem Willum skipaði fyrir rúmlega ári síðan hefur skilað vinnutillögu um nýja stefnu í skaðaminnkun. Hópurinn á þó enn eftir að skila formlega drögum að stefnu og skýrslu um sína vinnu. „Ég bindi vonir að með góðri rýni þingmannahóps hér á haustmánuðum og með því að skaðaminnkunin komi inn í heildarstefnumótunina að við getum birt þessa heildarstefnumótun, eigum við að segja í október eða nóvember.“ Bæta meðferðarúrræði Hann segir mikið kapp lagt á að bæta meðferðarúrræði fyrir fólk sem glímir við fíknisjúkdóm og stytta biðlista sem eru gjarnan langir. „Við höfum líka verið að gera heildarsamning við SSÁ. Þetta voru fjórir aðskildir samningar og auka þjónustuna. Auka þjónustu í viðhaldsmeðferðum. Við erum líka að vinna með Hlaðgerðarkoti og Krýsuvík og höfum stækkað þá samninga þannig við erum að auka meðferðarúrræðin.“ Þurfi að horfa til Stuðla líkt og gert var með Bugl Stuðlar, meðferðarstöð fyrir börn á aldrinum tólf til átján ára, var lokað tímabundið í sumar frá tíunda júlí til dagsins í dag en Willum segist sammála því að það sé ábótavant að Stuðlum sé lokað á þessum tíma þegar að börn þurfa kannski mest á úrræðinu að halda. „Nú jukum við fjárveitingu til Bugl og Bugl auðvitað fór í mikla endurskipulagningu ekki fyrir alls löngu og þar náðum við öllum biðlistunum niður og tókst mjög vel til og það er til eftirbreytni og það gerðist líka með auknu fjármagni og ég held að við verðum að horfa á Stuðla með svipuðum hætti.“ Mikilvægt að leggja áherslu á tómstundir Aukning hefur orðið í áhættuhegðun og vímuefnavanda ungmenna síðustu ár og hefur starfsfólk Foreldrahúss orðið vör við aukna tíðni hjá yngri unglingum á aldrinum tólf til fjórtán ára. Willum segir það koma til greina að leggja aukna áherslu á forvarnarstarf til að sporna gegn þessari þróun. „Auðvitað skólarnir skipta miklu máli þar. Þannig að snemmtaka íhlutun þegar það kemur að börnunum okkar og frávikshegðun alla vega. Áherslan auðvitað á tómstundir og að börn finni eitthvað við sitt hæfi.“ Fíkn Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Full ástæða til að vara foreldra við Starfsfólk Foreldrahúss hefur séð aukningu í vímuefnavanda ungmenna síðustu ár og hefur áhyggjur af stöðu mála. Mjög auðvelt sé fyrir unglinga að nálgast vímuefni á samfélagsmiðlum og það sé liðin tíð að einungis börn sem búi við erfiðar aðstæður glími við fíkniefnavanda. 26. júlí 2024 22:43 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Þetta segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Von er á nýrri stefnu í áfengis- og vímuvörnum í haust en starfshópur sem Willum skipaði fyrir rúmlega ári síðan hefur skilað vinnutillögu um nýja stefnu í skaðaminnkun. Hópurinn á þó enn eftir að skila formlega drögum að stefnu og skýrslu um sína vinnu. „Ég bindi vonir að með góðri rýni þingmannahóps hér á haustmánuðum og með því að skaðaminnkunin komi inn í heildarstefnumótunina að við getum birt þessa heildarstefnumótun, eigum við að segja í október eða nóvember.“ Bæta meðferðarúrræði Hann segir mikið kapp lagt á að bæta meðferðarúrræði fyrir fólk sem glímir við fíknisjúkdóm og stytta biðlista sem eru gjarnan langir. „Við höfum líka verið að gera heildarsamning við SSÁ. Þetta voru fjórir aðskildir samningar og auka þjónustuna. Auka þjónustu í viðhaldsmeðferðum. Við erum líka að vinna með Hlaðgerðarkoti og Krýsuvík og höfum stækkað þá samninga þannig við erum að auka meðferðarúrræðin.“ Þurfi að horfa til Stuðla líkt og gert var með Bugl Stuðlar, meðferðarstöð fyrir börn á aldrinum tólf til átján ára, var lokað tímabundið í sumar frá tíunda júlí til dagsins í dag en Willum segist sammála því að það sé ábótavant að Stuðlum sé lokað á þessum tíma þegar að börn þurfa kannski mest á úrræðinu að halda. „Nú jukum við fjárveitingu til Bugl og Bugl auðvitað fór í mikla endurskipulagningu ekki fyrir alls löngu og þar náðum við öllum biðlistunum niður og tókst mjög vel til og það er til eftirbreytni og það gerðist líka með auknu fjármagni og ég held að við verðum að horfa á Stuðla með svipuðum hætti.“ Mikilvægt að leggja áherslu á tómstundir Aukning hefur orðið í áhættuhegðun og vímuefnavanda ungmenna síðustu ár og hefur starfsfólk Foreldrahúss orðið vör við aukna tíðni hjá yngri unglingum á aldrinum tólf til fjórtán ára. Willum segir það koma til greina að leggja aukna áherslu á forvarnarstarf til að sporna gegn þessari þróun. „Auðvitað skólarnir skipta miklu máli þar. Þannig að snemmtaka íhlutun þegar það kemur að börnunum okkar og frávikshegðun alla vega. Áherslan auðvitað á tómstundir og að börn finni eitthvað við sitt hæfi.“
Fíkn Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Full ástæða til að vara foreldra við Starfsfólk Foreldrahúss hefur séð aukningu í vímuefnavanda ungmenna síðustu ár og hefur áhyggjur af stöðu mála. Mjög auðvelt sé fyrir unglinga að nálgast vímuefni á samfélagsmiðlum og það sé liðin tíð að einungis börn sem búi við erfiðar aðstæður glími við fíkniefnavanda. 26. júlí 2024 22:43 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Full ástæða til að vara foreldra við Starfsfólk Foreldrahúss hefur séð aukningu í vímuefnavanda ungmenna síðustu ár og hefur áhyggjur af stöðu mála. Mjög auðvelt sé fyrir unglinga að nálgast vímuefni á samfélagsmiðlum og það sé liðin tíð að einungis börn sem búi við erfiðar aðstæður glími við fíkniefnavanda. 26. júlí 2024 22:43