Ekki boðlegt að börn séu í „gettó-umhverfi“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 8. ágúst 2024 19:10 Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Stefán Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Verkefnisstjóri segir aftur á móti að gengið hafi vonum framar að umbreyta skrifstofuhúsnæði í leikskóla áður en skólastarf hefst í næstu viku. Í Ármúlanum innan um verslanir og malbik hefur gömlu skrifstofuhúsnæði verið breytt í leikskóla á um tveimur vikum. Borgaryfirvöld neyddust til að grípa til þessara ráðstafanna eftir að mistök við framkvæmdir á Brákarborg urðu til þess að sprungur mynduðust í veggjum og það metið sem svo að húsnæðið væri ekki öruggt undir starfsemina. Frétt Stöðvar 2 má sjá að neðan en þar er einnig rætt við Einar Þorsteinsson borgarstjóra. Bjart og opið húsnæði Halla H Hamar, teymisstjóri Reykjavíkurborgar í nýbyggingadeild og verkefnisstjóri, segir verkefnið í Ármúla hafa gengið vonum framar. „Húsnæðið í rauninni er mjög bjart og opið og við komum að þessu í svona frekar bagalegu ástandi en við erum búin að gera mjög margt á mjög stuttum tíma.“ Búið er að mála allt hátt og lágt, pússa og lakka gólfið, tryggja helstu öryggisatriði og reisa nýjan leikvöll. Að sögn Höllu verður allt tilbúið á mánudaginn þegar skólastarf hefst. „Þá voru setta ofnahlífar á alla ofna og klemmuhlífar á allar hurðar og svo var maður bara alltaf að horfa á rýmið með því tilliti að það væru litlir puttar. Ég er allavega mjög jákvæð. Þetta snýst um starfsfólkið að það upplifi þetta vel og að börnin fái góða lendingu.“ Ekki boðlegt fyrir börn Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að húsnæðið hæfi ekki börnum og hvetur meirihlutann til að leysa úr þessum vanda sem allra fyrst. „Brákarborg er ekki boðleg fyrir börn að vera í. Hver ber ábyrgðina? Á endanum er það náttúrulega stjórnsýslan og borgarstjórn. Það er að segja við getum farið í þessa athugun og skoðað hver gerði einhver ákveðin mistök en á endanum þá er það Borgarstjóri. Það er bara það eina sem við getum gert er að halda þeim við efnið, ýta á þau. Þannig að þau klári og börnin komist sem fyrst inn á alvöru leikskóla en séu ekki hérna í einhverju gettó-umhverfi.“ Skóla- og menntamál Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Borgarstjórn Mistök við byggingu Brákarborgar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Í Ármúlanum innan um verslanir og malbik hefur gömlu skrifstofuhúsnæði verið breytt í leikskóla á um tveimur vikum. Borgaryfirvöld neyddust til að grípa til þessara ráðstafanna eftir að mistök við framkvæmdir á Brákarborg urðu til þess að sprungur mynduðust í veggjum og það metið sem svo að húsnæðið væri ekki öruggt undir starfsemina. Frétt Stöðvar 2 má sjá að neðan en þar er einnig rætt við Einar Þorsteinsson borgarstjóra. Bjart og opið húsnæði Halla H Hamar, teymisstjóri Reykjavíkurborgar í nýbyggingadeild og verkefnisstjóri, segir verkefnið í Ármúla hafa gengið vonum framar. „Húsnæðið í rauninni er mjög bjart og opið og við komum að þessu í svona frekar bagalegu ástandi en við erum búin að gera mjög margt á mjög stuttum tíma.“ Búið er að mála allt hátt og lágt, pússa og lakka gólfið, tryggja helstu öryggisatriði og reisa nýjan leikvöll. Að sögn Höllu verður allt tilbúið á mánudaginn þegar skólastarf hefst. „Þá voru setta ofnahlífar á alla ofna og klemmuhlífar á allar hurðar og svo var maður bara alltaf að horfa á rýmið með því tilliti að það væru litlir puttar. Ég er allavega mjög jákvæð. Þetta snýst um starfsfólkið að það upplifi þetta vel og að börnin fái góða lendingu.“ Ekki boðlegt fyrir börn Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að húsnæðið hæfi ekki börnum og hvetur meirihlutann til að leysa úr þessum vanda sem allra fyrst. „Brákarborg er ekki boðleg fyrir börn að vera í. Hver ber ábyrgðina? Á endanum er það náttúrulega stjórnsýslan og borgarstjórn. Það er að segja við getum farið í þessa athugun og skoðað hver gerði einhver ákveðin mistök en á endanum þá er það Borgarstjóri. Það er bara það eina sem við getum gert er að halda þeim við efnið, ýta á þau. Þannig að þau klári og börnin komist sem fyrst inn á alvöru leikskóla en séu ekki hérna í einhverju gettó-umhverfi.“
Skóla- og menntamál Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Borgarstjórn Mistök við byggingu Brákarborgar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira