Trump vill mæta Harris þrisvar í kappræðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2024 19:27 Trump ræðir við fréttamenn um eyrað á sér á blaðamannafundinum í dag. AP/Alex Brandon Donald Trump forsetaefni Repúblikana vill mæta Kamölu Harris varaforseta og forsetaefni Demókrata þrisvar í kappræðum í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember. Þá sé hann svo gott sem búinn að jafna sig í eyranu eftir banatilræði í júlí. Trump hélt blaðamannafund á Mar-a-Lago setri sínu á Palm Beach í Flórída í dag. Þar sagðist Trump hlakka til kappræðna gegn Harris á Fox, ABC og NBC. „Ég held það sé mjög mikilvægt að hafa kappræður,“ sagði Trump. Stefnt væri á kappræður á Fox þann 4. september, á ABC þann 10. september og á NBC þann 25. september. Enn ætti eftir að ganga frá smáatriðum varðandi kappræðurnar svo sem hverjir yrðu áhorfendur og hvar þær færu fram. Þá ætti Harris eftir að samþykkja skilyrðin. Í framhaldi af blaðamannafundi Trump staðfesti framboð Harris að hún myndi mæta Trump í kappræðum á ABC fréttastöðinni þann 10. september. Fyrirhugað var að Trump og Joe Biden forseti Bandaríkjanna myndu mætast í kappræðum þann dag áður en sá síðarnefndi dró framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi við Harris. „Þau samþykkja það kannski en kannski ekki. Ég veit ekki hvort þau samþykki skilyrðin. Hún hefur ekki farið í viðtal. Hún ræður ekki við viðtöl. Hún er varla hæf og ræður ekki við viðtöl en ég hlakka til kappræðnanna því ég held við verðum að fá ákveðna hluti á hreint,“ sagði Trump. Hann sagðist ekki telja að þungunarrof yrðu stórt mál í kosningabaráttunni. „Ég held raunar að það verði algjört smámál,“ sagði Trump. Hann ítrekaði að hann væri fylgjandi undanþágum frá þungunarrofsbanni í tilfelli nauðgunar, sifjaspells eða líf móður lægi við. Þá hrósaði hann bandarísku alríkislögreglunni FBI fyrir rannsókn sína á banatilræði í júlí. Hann væri sjálfur svo til búinn að jafna sig í eyranu eftir skotárásina. Frétt BBC. Fréttin hefur verið uppfærð eftir staðfestingu frá framboði Harris um kappræður á ABC þann 10. september. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Trump hélt blaðamannafund á Mar-a-Lago setri sínu á Palm Beach í Flórída í dag. Þar sagðist Trump hlakka til kappræðna gegn Harris á Fox, ABC og NBC. „Ég held það sé mjög mikilvægt að hafa kappræður,“ sagði Trump. Stefnt væri á kappræður á Fox þann 4. september, á ABC þann 10. september og á NBC þann 25. september. Enn ætti eftir að ganga frá smáatriðum varðandi kappræðurnar svo sem hverjir yrðu áhorfendur og hvar þær færu fram. Þá ætti Harris eftir að samþykkja skilyrðin. Í framhaldi af blaðamannafundi Trump staðfesti framboð Harris að hún myndi mæta Trump í kappræðum á ABC fréttastöðinni þann 10. september. Fyrirhugað var að Trump og Joe Biden forseti Bandaríkjanna myndu mætast í kappræðum þann dag áður en sá síðarnefndi dró framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi við Harris. „Þau samþykkja það kannski en kannski ekki. Ég veit ekki hvort þau samþykki skilyrðin. Hún hefur ekki farið í viðtal. Hún ræður ekki við viðtöl. Hún er varla hæf og ræður ekki við viðtöl en ég hlakka til kappræðnanna því ég held við verðum að fá ákveðna hluti á hreint,“ sagði Trump. Hann sagðist ekki telja að þungunarrof yrðu stórt mál í kosningabaráttunni. „Ég held raunar að það verði algjört smámál,“ sagði Trump. Hann ítrekaði að hann væri fylgjandi undanþágum frá þungunarrofsbanni í tilfelli nauðgunar, sifjaspells eða líf móður lægi við. Þá hrósaði hann bandarísku alríkislögreglunni FBI fyrir rannsókn sína á banatilræði í júlí. Hann væri sjálfur svo til búinn að jafna sig í eyranu eftir skotárásina. Frétt BBC. Fréttin hefur verið uppfærð eftir staðfestingu frá framboði Harris um kappræður á ABC þann 10. september.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira