Dæla vatni úr Bláa lóninu á margföldum krafti Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. ágúst 2024 19:41 Vatninu er dælt úr slöngum sem eru um fjögurra kílómetra langar. Vísir/Bjarni Slökkviliðsmenn æfðu sig í að kæla hraun með nýjum kröftugum dælum frá Bretlandi við Svartsengi í dag. Vatni er meðal annars dælt úr Bláa lóninu á margföldum krafti á við dælur slökkviliðsins. Fyrsta æfing svokallaðs hraunkælingarhóps fór fram í dag. Þrjár lagnir sjá kerfinu fyrir vatni og þar af ein úr Bláa lóninu. Dælurnar, sem fluttar voru hingað til lands frá Þýskalandi, geta sprautað vatni um 150 metra upp í lofið. Til samanburðar gátu öflugustu dælur slökkviliðs hér á landi aðeins sprautað um 35 metra upp í loft. Slöngurnar eru um fjórir kílómetrar á lengd og geta dælt um fjörutíu þúsund lítrum af vatni á mínútu. „Þetta er gríðarlega öflugur búnaður. Þetta er nánast eins og vantsveita. Gríðarlega stórar slöngur og mjög öflugar dælur,“ segir Haukur Grönli verkefnastjóri Almannavarna. Kælikerfið er eitt verkfærið í eldgosavörnum almannavarna, sem er ætlað að flýta fyrir kólnun hrauns og gera mönnum kleift að hækka varnargarða þar sem þarf. Hauki Grönli lýst vel á græjurnar.Vísir/Bjarni „Það er bara verið að gera allt sem mögulega hægt er að gera til þess að styrkja varnirnar,“ segir Haukur. Hvernig hefur þetta gengið til að byrja með? „Þetta hefur gengið bara vonum framar, allir útreikningar staðist og við erum að fá nóg af vatni upp á hæðina,“ segir Jóhann Viggó Jónsson slökkviliðsstjóri. Haukur segir búnaðinn geta nýst á fleiri sviðum almannavarna „Líka hægt að hugsa sér að nýta þegar það eru flóð eða stærri gróðureldar, stóreldar. Það er hægt að nýta þennan búnað seinna meir, gera okkur mun sjálfbærari við stærri atburði.“ Á vaktinni á gossvæðinu í dag.Vísir/Bjarni Verkfræðistofan Efla hannaði lagnakerfið. Verkfræðingur segir aðaláskorunina hafa verið að finna nægt vatn til verkefnisins. Miklu skipti að búnaðurinn sé færanlegur. „Við erum heldur ekki, þannig séð, í kappi við tímann þegar við lendum í einhverju. Hraunið fer hægt yfir og við eigum eftir að sjá hvert það fer. Þetta er búið að ganga mjög vel,“ segir Börkur Reykjalín Brynjarsson. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Bláa lónið Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Fyrsta æfing svokallaðs hraunkælingarhóps fór fram í dag. Þrjár lagnir sjá kerfinu fyrir vatni og þar af ein úr Bláa lóninu. Dælurnar, sem fluttar voru hingað til lands frá Þýskalandi, geta sprautað vatni um 150 metra upp í lofið. Til samanburðar gátu öflugustu dælur slökkviliðs hér á landi aðeins sprautað um 35 metra upp í loft. Slöngurnar eru um fjórir kílómetrar á lengd og geta dælt um fjörutíu þúsund lítrum af vatni á mínútu. „Þetta er gríðarlega öflugur búnaður. Þetta er nánast eins og vantsveita. Gríðarlega stórar slöngur og mjög öflugar dælur,“ segir Haukur Grönli verkefnastjóri Almannavarna. Kælikerfið er eitt verkfærið í eldgosavörnum almannavarna, sem er ætlað að flýta fyrir kólnun hrauns og gera mönnum kleift að hækka varnargarða þar sem þarf. Hauki Grönli lýst vel á græjurnar.Vísir/Bjarni „Það er bara verið að gera allt sem mögulega hægt er að gera til þess að styrkja varnirnar,“ segir Haukur. Hvernig hefur þetta gengið til að byrja með? „Þetta hefur gengið bara vonum framar, allir útreikningar staðist og við erum að fá nóg af vatni upp á hæðina,“ segir Jóhann Viggó Jónsson slökkviliðsstjóri. Haukur segir búnaðinn geta nýst á fleiri sviðum almannavarna „Líka hægt að hugsa sér að nýta þegar það eru flóð eða stærri gróðureldar, stóreldar. Það er hægt að nýta þennan búnað seinna meir, gera okkur mun sjálfbærari við stærri atburði.“ Á vaktinni á gossvæðinu í dag.Vísir/Bjarni Verkfræðistofan Efla hannaði lagnakerfið. Verkfræðingur segir aðaláskorunina hafa verið að finna nægt vatn til verkefnisins. Miklu skipti að búnaðurinn sé færanlegur. „Við erum heldur ekki, þannig séð, í kappi við tímann þegar við lendum í einhverju. Hraunið fer hægt yfir og við eigum eftir að sjá hvert það fer. Þetta er búið að ganga mjög vel,“ segir Börkur Reykjalín Brynjarsson.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Bláa lónið Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira