Þyki málið miður og til greina komi að breyta gönguleið Eiður Þór Árnason skrifar 10. ágúst 2024 22:41 Helga Haraldsdóttir, formaður Hinsegin daga, segir til greina koma að breyta leið Gleðigöngunnar. Hinsegin dagar - Aðsend Formanni Hinsegin daga þykir miður að fólk viðstatt Gleðigönguna hafi fundið fyrir óöryggi þegar tveir vagnar lentu á járngrindum sem stóðu nálægt hópi áhorfenda. Öryggismál séu tekin alvarlega og óhöppin verði tekin til skoðunar. Til greina komi að breyta leið göngunnar til að auka öryggi viðstaddra. „Það er alveg hárrétt að á ákveðnum stöðum í göngunni er vegurinn þröngur og það er ofboðslega leiðinlegt að bílar hafi rekist þarna í grindur en sem betur fer fór ekki verr og það er ég ofboðslega þakklát fyrir. Það er samt sem áður ofboðslega óþægilegt, sérstaklega get ég ímyndað mér þegar maður er með börnin sín að upplifa óöryggi og slíka hræðslu,“ segir Helga Haraldsdóttir, formaður Hinsegin daga 2024. „Fólki bregður þarna við það sem er algjörlega skiljanlegt.“ Forsvarsfólk Hinsegin daga hafi ekki átt samtal um málin við lögreglu. „Þegar svona stórir bílar eru að keyra í gegnum mannmergð þá er alltaf ákveðið óöryggi sem skapast. Lögreglan sinnir sinni gæslu sem skyldi, er á staðnum og svo erum við bara frjáls félagasamtök með sjálfboðaliða sem gera sitt allra besta. Við höfum passað upp á það að hafa öryggisverði við hvert dekk á hverjum bíl og tökum sérstaklega öryggisfundi og fleira til að gera sjálfboðaliðum grein fyrir ábyrgðinni sem í því liggur að fylgja slíkum ökutækjum niður götur.“ Ekki komið fyrir áður Helga segir mjög mikilvægt að bílstjórar í göngunni fari með gát þegar ekið er um þröng svæði. Þetta sé í þriðja eða fjórða sinn sem gangan fari þessa tilteknu leið og í fyrsta sinn sem bíll hafi rekist utan í grindverk. „Okkur hjá Hinsegin dögum er öryggi ofarlega í huga, öryggi hinsegin fólks og alls fólks. Þetta er eitthvað sem við eigum eftir að taka til skoðunar, alveg klárt mál. Þessi dagur á að snúast um hinsegin mannréttindabaráttu, um gleði, fögnuð og sýnileika. Við viljum að sjálfsögðu ekki að fólk lendi í því að upplifa einhvers konar óöryggi eða hræðslu af hvaða ástæðum sem það gætu verið.“ Helga bendir á að mikill mannfjöldi sé viðstaddur gönguna á ári hverju og það geti verið erfitt að færa grindurnar þegar mikið af fólki stendur þétt upp við þær. Um þrjátíu ökutæki hafi verið í göngunni þetta árið og um hundrað þúsund manns viðstödd í miðborginni síðustu ár. Hverjum hópi beri að fylgja öryggisreglum Helga segir að sérhvert atriði eða hópur í Gleðigöngunni sé sjálfstætt skipulagður og gefnar út skýrar öryggisreglur sem hver og einn hópur þurfi að framfylgja. Til greina komi að ræða við ökumennina sem voru við stýri í báðum óhöppum. „Við hjá Hinsegin dögum erum alltaf til í að eiga samtalið, alltaf til í að endurskoða og rýna í hvað mætti betur fara. Þannig að sjálfsögðu væri ég til í að eiga samtal og ræða hvað hefði mátt betur fara og hvað getum við gert. Getum við haft aðra uppsetningu á þessum grindum, getum við hreinlega breytt gönguleið? Af því að öryggi alls fólks í göngunni er algjörlega eitt af forgangsatriðum Hinsegin daga,“ segir Helga. Bætt hafi verið við öryggisgæslu í ár og stjórn Hinsegin daga meðvituð um það þurfi að vera öruggt bæði fyrir fólk að horfa og taka þátt í göngunni. „Hinsegin dögum þykir alltaf miður hvort sem það er á Hinsegin dögum eða í Gleðigöngunni sjálfri að einhver upplifi óöryggi. Við viljum gera okkar allra allra besta til að koma í veg fyrir það.“ Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
„Það er alveg hárrétt að á ákveðnum stöðum í göngunni er vegurinn þröngur og það er ofboðslega leiðinlegt að bílar hafi rekist þarna í grindur en sem betur fer fór ekki verr og það er ég ofboðslega þakklát fyrir. Það er samt sem áður ofboðslega óþægilegt, sérstaklega get ég ímyndað mér þegar maður er með börnin sín að upplifa óöryggi og slíka hræðslu,“ segir Helga Haraldsdóttir, formaður Hinsegin daga 2024. „Fólki bregður þarna við það sem er algjörlega skiljanlegt.“ Forsvarsfólk Hinsegin daga hafi ekki átt samtal um málin við lögreglu. „Þegar svona stórir bílar eru að keyra í gegnum mannmergð þá er alltaf ákveðið óöryggi sem skapast. Lögreglan sinnir sinni gæslu sem skyldi, er á staðnum og svo erum við bara frjáls félagasamtök með sjálfboðaliða sem gera sitt allra besta. Við höfum passað upp á það að hafa öryggisverði við hvert dekk á hverjum bíl og tökum sérstaklega öryggisfundi og fleira til að gera sjálfboðaliðum grein fyrir ábyrgðinni sem í því liggur að fylgja slíkum ökutækjum niður götur.“ Ekki komið fyrir áður Helga segir mjög mikilvægt að bílstjórar í göngunni fari með gát þegar ekið er um þröng svæði. Þetta sé í þriðja eða fjórða sinn sem gangan fari þessa tilteknu leið og í fyrsta sinn sem bíll hafi rekist utan í grindverk. „Okkur hjá Hinsegin dögum er öryggi ofarlega í huga, öryggi hinsegin fólks og alls fólks. Þetta er eitthvað sem við eigum eftir að taka til skoðunar, alveg klárt mál. Þessi dagur á að snúast um hinsegin mannréttindabaráttu, um gleði, fögnuð og sýnileika. Við viljum að sjálfsögðu ekki að fólk lendi í því að upplifa einhvers konar óöryggi eða hræðslu af hvaða ástæðum sem það gætu verið.“ Helga bendir á að mikill mannfjöldi sé viðstaddur gönguna á ári hverju og það geti verið erfitt að færa grindurnar þegar mikið af fólki stendur þétt upp við þær. Um þrjátíu ökutæki hafi verið í göngunni þetta árið og um hundrað þúsund manns viðstödd í miðborginni síðustu ár. Hverjum hópi beri að fylgja öryggisreglum Helga segir að sérhvert atriði eða hópur í Gleðigöngunni sé sjálfstætt skipulagður og gefnar út skýrar öryggisreglur sem hver og einn hópur þurfi að framfylgja. Til greina komi að ræða við ökumennina sem voru við stýri í báðum óhöppum. „Við hjá Hinsegin dögum erum alltaf til í að eiga samtalið, alltaf til í að endurskoða og rýna í hvað mætti betur fara. Þannig að sjálfsögðu væri ég til í að eiga samtal og ræða hvað hefði mátt betur fara og hvað getum við gert. Getum við haft aðra uppsetningu á þessum grindum, getum við hreinlega breytt gönguleið? Af því að öryggi alls fólks í göngunni er algjörlega eitt af forgangsatriðum Hinsegin daga,“ segir Helga. Bætt hafi verið við öryggisgæslu í ár og stjórn Hinsegin daga meðvituð um það þurfi að vera öruggt bæði fyrir fólk að horfa og taka þátt í göngunni. „Hinsegin dögum þykir alltaf miður hvort sem það er á Hinsegin dögum eða í Gleðigöngunni sjálfri að einhver upplifi óöryggi. Við viljum gera okkar allra allra besta til að koma í veg fyrir það.“
Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira