„Algjörlega mistekist að stýra efnahag landsins“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. ágúst 2024 13:58 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Stöð 2/Arnar Ríkisstjórninni og seðlabankanum hefur algjörlega mistekist að stýra efnahag landsins segir formaður VR. Þetta sýni samanburður sem félagið hafi gert á vaxtaþróun og verðbólgu á Norðurlöndum. Verkalýðshreyfingin hafi verið blekkt við gerð síðustu kjarasamninga. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnir næstu stýrivaxtaákvörðun á miðvikudag og hefur hagfræðideild Landsbankans spáð því að vöxtum verði haldi óbreyttum í ljósi þess að verðbólga var umfram væntingar í sumar. Innan VR hefur verið unnið að samanburðargreiningu á vaxtaumhverfi og verðbólgu á Norðurlöndunum og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins, segir niðurstöðuna skýra. „Staðan horfir þannig við mér að bæði ríkisstjórninni og seðlabankanum hefur algjörlega mistekist í að stýra hér efnahag landsins,“ segir Ragnar Þór, ómyrkur í máli. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun kynna næstu vaxtaákvörðun sína á miðvikudag í næstu viku.vísir/arnar Hann bendir á að verðbólga hafi mælst yfir tólf prósentum í Svíþjóð í kringum ársbyrjun 2023 en að þar hafi stýrivextir ekki verið hækkaðir eins skarpt. „Þar fóru þeir hæst í um fjögur prósent á meðan stýrivextir hafa verið hér í 9,25 prósentum. Húsnæðislánavextir hér eru um og yfir ellefu prósentin á meðan húsnæðisvextir í Svíþjóð eru 4,4 prósent,“ segir Ragnar. Samið hafi verið um aðeins meiri launahækkanir í Svíþjóð en hér á landi og þar sé verðbólga nú komin undir þrjú prósent. Hér á landi þokaðist verðbólga aftur upp fyrir sex prósent í júlí og er að mestu drifin áfram af húsnæðismarkaðnum. „Það er meðal annars vegna skortstöðu sem hefur myndast á húsnæðimarkaði og hárra vaxta sem dregur úr framboði á húsnæði vegna þess að verktakar eru að draga úr framkvæmdum. Ábyrgðaleysi stjórnvalda varðandi húsnæðismarkaðinn og ábyrgðaleysi seðlabanka varðandi efnahagsstjórn er með þvílíkum einsdæmum að það er erfitt að koma orðum yfir það,“ segir Ragnar. Óttast spíral vanskila Vanskil heimila og fyrirtækja hafa aukist nokkuð hratt á síðustu mánuðum og Ragnar óttast að þau fari ört vaxandi í þessu vaxtaumhverfi. „Þegar sá spírall er kominn í gang er bara ekki víst að við náum að vinda ofan af þessu.“ Ragnar bendir á að samið hafi verið um hóflegar launahækkanir í vor í von um að ná tökum á verðbólgu til þess að lækka mætti stýrivexti. „Við fórum í einu og öllu eftir leiðbeiningum seðlabankans sem taldi að til þess að það væri hægt að fara í verulegar vaxtalækkanir þyrftu kjarasamningar að vera með ákveðnum hætti. Seðlabankinn hefur greinilega gert eins og hann hefur gert áður, blekkt bæði verkalýðshryeringuna og almenning í landinu, alveg eins og þegar hann taldi lágvaxtastefnu komna til að vera.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnir næstu stýrivaxtaákvörðun á miðvikudag og hefur hagfræðideild Landsbankans spáð því að vöxtum verði haldi óbreyttum í ljósi þess að verðbólga var umfram væntingar í sumar. Innan VR hefur verið unnið að samanburðargreiningu á vaxtaumhverfi og verðbólgu á Norðurlöndunum og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins, segir niðurstöðuna skýra. „Staðan horfir þannig við mér að bæði ríkisstjórninni og seðlabankanum hefur algjörlega mistekist í að stýra hér efnahag landsins,“ segir Ragnar Þór, ómyrkur í máli. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun kynna næstu vaxtaákvörðun sína á miðvikudag í næstu viku.vísir/arnar Hann bendir á að verðbólga hafi mælst yfir tólf prósentum í Svíþjóð í kringum ársbyrjun 2023 en að þar hafi stýrivextir ekki verið hækkaðir eins skarpt. „Þar fóru þeir hæst í um fjögur prósent á meðan stýrivextir hafa verið hér í 9,25 prósentum. Húsnæðislánavextir hér eru um og yfir ellefu prósentin á meðan húsnæðisvextir í Svíþjóð eru 4,4 prósent,“ segir Ragnar. Samið hafi verið um aðeins meiri launahækkanir í Svíþjóð en hér á landi og þar sé verðbólga nú komin undir þrjú prósent. Hér á landi þokaðist verðbólga aftur upp fyrir sex prósent í júlí og er að mestu drifin áfram af húsnæðismarkaðnum. „Það er meðal annars vegna skortstöðu sem hefur myndast á húsnæðimarkaði og hárra vaxta sem dregur úr framboði á húsnæði vegna þess að verktakar eru að draga úr framkvæmdum. Ábyrgðaleysi stjórnvalda varðandi húsnæðismarkaðinn og ábyrgðaleysi seðlabanka varðandi efnahagsstjórn er með þvílíkum einsdæmum að það er erfitt að koma orðum yfir það,“ segir Ragnar. Óttast spíral vanskila Vanskil heimila og fyrirtækja hafa aukist nokkuð hratt á síðustu mánuðum og Ragnar óttast að þau fari ört vaxandi í þessu vaxtaumhverfi. „Þegar sá spírall er kominn í gang er bara ekki víst að við náum að vinda ofan af þessu.“ Ragnar bendir á að samið hafi verið um hóflegar launahækkanir í vor í von um að ná tökum á verðbólgu til þess að lækka mætti stýrivexti. „Við fórum í einu og öllu eftir leiðbeiningum seðlabankans sem taldi að til þess að það væri hægt að fara í verulegar vaxtalækkanir þyrftu kjarasamningar að vera með ákveðnum hætti. Seðlabankinn hefur greinilega gert eins og hann hefur gert áður, blekkt bæði verkalýðshryeringuna og almenning í landinu, alveg eins og þegar hann taldi lágvaxtastefnu komna til að vera.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira