„Mikill fengur fyrir okkur að fá hana inn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. ágúst 2024 15:31 Systurnar geta leikið eftir afrek fyrri ára í kvöld. vísir Ásta Eir Árnadóttir leiðir lið Breiðabliks út á Laugardalsvöll í bikarúrslitaleiknum gegn Val í kvöld. „[Mér líður] bara mjög vel, allar mjög spenntar. Búnar að bíða svolítið lengi eftir þessum leik, mjög spenntar og hlökkum mikið til,“ sagði Ásta á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ. Þetta verður fimmti bikarúrslitaleikurinn sem Ásta spilar, sá fjórði í röð og sá fjórði sem fyrirliði. Hún var einnig hluti af liðinu sem vann bikarinn 2018, en missti af öllu tímabilinu og bikartitlinum 2013 vegna meiðsla. Þá spilaði hún ekkert í bikarkeppninni þegar Breiðablik vann 2009 en þreytti frumraun sína sama ár í deildarkeppni, aðeins sextán ára gömul. Hugsar ekki um síðasta ár Hún hefur verið hjá Breiðablik alla tíð síðan og upplifað ýmsar hæðir og lægðir, ein af þeim lægðum var síðasta haust þegar úrslitaleikurinn gegn Lengjudeildarliði Víkings tapaðist. Á að bæta upp fyrir það í kvöld? „Jú að sjálfsögðu en nú er bara nýtt ár og nýtt mót. Bikarkeppnin byrjaði fyrir svolitlu síðan þannig að hausinn hefur verið á þessari bikarkeppni en við erum hungraðar, getum sagt það.“ Systirin snúin heim Í þetta sinn verður systir hennar aftur Ástu við hlið í vörninni, líkt og árin 2018 og 2021. Hún er nýsnúin aftur úr atvinnumennsku og spilaði síðasta deildarleik gegn Þór/KA. „Ótrúlega gott. Kristín er frábær leikmaður og þekkir vel til klúbbsins. Hefur komið ótrúlega vel inn í þetta og mikill fengur fyrir okkur að fá hana inn.“ Góðir hlutir geta gerst Andstæðingur kvöldsins er Valur, lið sem Breiðablik þekkir vel og hefur barist við um titla í mörg ár. Hvað þarf að gera til að sækja sigurinn? „Það er góð spurning, það er bara fyrst og fremst að spila okkar leik. Hafa trú á okkar leikplani, hafa trú á okkur sjálfum. Svo lengi sem við gerum það og höldum okkur við leikplanið, verjumst vel og verjumst sem lið, þá geta margir góðir hlutir gerst,“ sagði Ásta að lokum. Klippa: Ásta Eir Árnadóttir ræðir bikarúrslitaleikinn Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix. Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sjá meira
„[Mér líður] bara mjög vel, allar mjög spenntar. Búnar að bíða svolítið lengi eftir þessum leik, mjög spenntar og hlökkum mikið til,“ sagði Ásta á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ. Þetta verður fimmti bikarúrslitaleikurinn sem Ásta spilar, sá fjórði í röð og sá fjórði sem fyrirliði. Hún var einnig hluti af liðinu sem vann bikarinn 2018, en missti af öllu tímabilinu og bikartitlinum 2013 vegna meiðsla. Þá spilaði hún ekkert í bikarkeppninni þegar Breiðablik vann 2009 en þreytti frumraun sína sama ár í deildarkeppni, aðeins sextán ára gömul. Hugsar ekki um síðasta ár Hún hefur verið hjá Breiðablik alla tíð síðan og upplifað ýmsar hæðir og lægðir, ein af þeim lægðum var síðasta haust þegar úrslitaleikurinn gegn Lengjudeildarliði Víkings tapaðist. Á að bæta upp fyrir það í kvöld? „Jú að sjálfsögðu en nú er bara nýtt ár og nýtt mót. Bikarkeppnin byrjaði fyrir svolitlu síðan þannig að hausinn hefur verið á þessari bikarkeppni en við erum hungraðar, getum sagt það.“ Systirin snúin heim Í þetta sinn verður systir hennar aftur Ástu við hlið í vörninni, líkt og árin 2018 og 2021. Hún er nýsnúin aftur úr atvinnumennsku og spilaði síðasta deildarleik gegn Þór/KA. „Ótrúlega gott. Kristín er frábær leikmaður og þekkir vel til klúbbsins. Hefur komið ótrúlega vel inn í þetta og mikill fengur fyrir okkur að fá hana inn.“ Góðir hlutir geta gerst Andstæðingur kvöldsins er Valur, lið sem Breiðablik þekkir vel og hefur barist við um titla í mörg ár. Hvað þarf að gera til að sækja sigurinn? „Það er góð spurning, það er bara fyrst og fremst að spila okkar leik. Hafa trú á okkar leikplani, hafa trú á okkur sjálfum. Svo lengi sem við gerum það og höldum okkur við leikplanið, verjumst vel og verjumst sem lið, þá geta margir góðir hlutir gerst,“ sagði Ásta að lokum. Klippa: Ásta Eir Árnadóttir ræðir bikarúrslitaleikinn Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix.
Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sjá meira