Íslenski boltinn

Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tíma­bil

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Blikakonur klappa örygglega fyrir því að fá sánuklefa en hér fagna þær Íslandsmeistaratitlinum síðasta haust.
Blikakonur klappa örygglega fyrir því að fá sánuklefa en hér fagna þær Íslandsmeistaratitlinum síðasta haust. Vísir/Anton Brink

Breiðablik ætlar heldur betur að bæta aðstöðuna fyrir meistaraflokka félagsins í fótboltanum fyrir næsta sumar.

Knattspyrnudeild Breiðabliks samþykkti nýverið tilboð í tvo glæsilega saunaklefa í búningsklefum karla- og kvennaliðs meistaraflokka eins og kemur fram á síðunni sauna.is.

„Álag á knattspyrnumenn og konur hefur aldrei verið meira vegna lengra tímabils, þéttari leikjadagskráar og aukinna krafna um afköst sem gerir það að verkum að endurheimt og endurhæfing eru orðin jafn mikilvæg og æfingin sjálf,“ segir í fréttinni og þar kemur enn fremur fram:

„Saunur stuðla að bættri blóðrás, sem hjálpar líkamanum að flytja súrefni og næringarefni hraðar til vöðva og liða eftir álag. Þetta flýtir fyrir bata eftir leiki og æfingar og getur dregið m.a. úr vöðvabólgum og stirðleika.“

Með má sjá mynd af uppsetningu sánuklefanna í Smáranum.

Sánurnar tvær ættu að spila veigamikið hlutverk í endurhæfingu og endurheimt Blikaliðanna tveggja á komandi tímabili.

Kvennalið Breiðabliks vann þrefalt síðasta sumar, varð Íslandsmeistari, bikarmeistari og deildabikarmeistari.

Karlaliðið varð að sætta sig við fjórða sætið og rétt að missa af þátttökurétti í Evrópukeppni. Álagið á karlaliðinu verður því aðeins minna en undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×