Fylgjast náið með barnafjölskyldum í Grindavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. ágúst 2024 13:09 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að dvalið hafi verið í 25 húsum í Grindavík í nótt. Vísir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir þá sem dvelja næturlangt í Grindavík mjög meðvitaða um þá hættu sem steðjar að. Barnaverndaryfirvöld fylgist með þeim fjölskyldum sem dvelji með börn í bænum. Landris og kvikusöfnun heldur áfram á sama hraða undir Svartsengi en engin skjálftavirkni mælist enn. Lögregla og náttúruvársérfræðingar hafa varað íbúa í Grindavík við því undanfarna daga að dvelja í bænum yfir nótt. Benedikt Ófeigsson fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í fyrradag að það væri vafasamt að gista í norðurhluta bæjarins þar sem eiga megi von á atburði sem svipar til þess sem varð í janúar, þegar sprunga opnaðist mjög nærri bæjarmörkunum. Veistu til þess að fólk hafi tekið þessum aðvörunum alvarlega og jafnvel hætt að gista í bænum? „Ég held að allir hlusti á það sem við segjum. Eins höfum við borið út fréttatilkynningu lögreglustjóra í þau hús þar sem dvalið hefur verið í inni í bænum. Í nótt var dvalið í 25 húsum í Grindavíkurbæ. Allir sem þar eru, eru meðvitaðir um stöðuna,“ segir Úlfar. Landris og kvikusöfnun hefur haldið sama hraða undir Svartsengi síðustu daga og er skjálftavirkni sömuleiðis stöðug. Rúmmál kviku undir Svartsengi er nú áætlað meira en fyrir síðasta eldgos, sem hófst 29. maí. Þá er enn í gildi sama hættumat, sem gildir til 20. ágúst að öllu óbreyttu. „Þetta er auðvitað stöðugt í skoðun. Við auðvitað metum hættu meiri norðarlega í bænum. Barnaverndaryfirvöld eru jafnframt upplýst og í samstarfi við lögreglu varðandi þær fjölskyldur sem eru með börn í bænum. Þetta eru örfá tilfelli og oft er um stálpaða unglinga að ræða. Það breytir því ekki að tilmælin hafa alltaf verið skýr og í þá veru að við viljum ekki að börn dvelji í bænum við þessar aðstæður,“ segir Úlfar. Hvað eru þetta mörg börn? „Ég er ekki með fjöldann alveg kláran en þetta eru 34 fjölskyldur og í sjálfu sér ekki allar inni í bænum á sama tíma.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Kvikusöfnun og landris enn á sama hraða Landris og kvikusöfnun heldur áfram á sama hraða undir Svartsengi. Skjálftavirkni er sömuleiðis stöðug, þar sem 60-90 skjálftar mælast á sólarhring. 16. ágúst 2024 14:57 „Ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni“ Skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina fer vaxandi og hefur verið töluverð síðasta sólarhringinn. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands mælir eindregið gegn því að fólk gisti í húsum í norðurhluta bæjarins, líkt og einhverjir hafa verið að gera. 15. ágúst 2024 11:44 Fastur á leigumarkaði með verðlaust hús í Grindavík Hafsteinn Sævarsson hafði ekki búið lengi í Grindavík þegar hörmungarnar dundu yfir í nóvember í fyrra. Hann og konan hans keyptu sér eign þar í júlí í fyrra og ætluðu að búa sér til framtíðarheimili í Grindavík. Í dag búa þau í Þorlákshöfn en greiða enn af húsnæði í Grindavík sem þau geta ekki selt Þórkötlu nema með milljónatapi. 15. ágúst 2024 08:33 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Lögregla og náttúruvársérfræðingar hafa varað íbúa í Grindavík við því undanfarna daga að dvelja í bænum yfir nótt. Benedikt Ófeigsson fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í fyrradag að það væri vafasamt að gista í norðurhluta bæjarins þar sem eiga megi von á atburði sem svipar til þess sem varð í janúar, þegar sprunga opnaðist mjög nærri bæjarmörkunum. Veistu til þess að fólk hafi tekið þessum aðvörunum alvarlega og jafnvel hætt að gista í bænum? „Ég held að allir hlusti á það sem við segjum. Eins höfum við borið út fréttatilkynningu lögreglustjóra í þau hús þar sem dvalið hefur verið í inni í bænum. Í nótt var dvalið í 25 húsum í Grindavíkurbæ. Allir sem þar eru, eru meðvitaðir um stöðuna,“ segir Úlfar. Landris og kvikusöfnun hefur haldið sama hraða undir Svartsengi síðustu daga og er skjálftavirkni sömuleiðis stöðug. Rúmmál kviku undir Svartsengi er nú áætlað meira en fyrir síðasta eldgos, sem hófst 29. maí. Þá er enn í gildi sama hættumat, sem gildir til 20. ágúst að öllu óbreyttu. „Þetta er auðvitað stöðugt í skoðun. Við auðvitað metum hættu meiri norðarlega í bænum. Barnaverndaryfirvöld eru jafnframt upplýst og í samstarfi við lögreglu varðandi þær fjölskyldur sem eru með börn í bænum. Þetta eru örfá tilfelli og oft er um stálpaða unglinga að ræða. Það breytir því ekki að tilmælin hafa alltaf verið skýr og í þá veru að við viljum ekki að börn dvelji í bænum við þessar aðstæður,“ segir Úlfar. Hvað eru þetta mörg börn? „Ég er ekki með fjöldann alveg kláran en þetta eru 34 fjölskyldur og í sjálfu sér ekki allar inni í bænum á sama tíma.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Kvikusöfnun og landris enn á sama hraða Landris og kvikusöfnun heldur áfram á sama hraða undir Svartsengi. Skjálftavirkni er sömuleiðis stöðug, þar sem 60-90 skjálftar mælast á sólarhring. 16. ágúst 2024 14:57 „Ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni“ Skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina fer vaxandi og hefur verið töluverð síðasta sólarhringinn. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands mælir eindregið gegn því að fólk gisti í húsum í norðurhluta bæjarins, líkt og einhverjir hafa verið að gera. 15. ágúst 2024 11:44 Fastur á leigumarkaði með verðlaust hús í Grindavík Hafsteinn Sævarsson hafði ekki búið lengi í Grindavík þegar hörmungarnar dundu yfir í nóvember í fyrra. Hann og konan hans keyptu sér eign þar í júlí í fyrra og ætluðu að búa sér til framtíðarheimili í Grindavík. Í dag búa þau í Þorlákshöfn en greiða enn af húsnæði í Grindavík sem þau geta ekki selt Þórkötlu nema með milljónatapi. 15. ágúst 2024 08:33 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Kvikusöfnun og landris enn á sama hraða Landris og kvikusöfnun heldur áfram á sama hraða undir Svartsengi. Skjálftavirkni er sömuleiðis stöðug, þar sem 60-90 skjálftar mælast á sólarhring. 16. ágúst 2024 14:57
„Ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni“ Skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina fer vaxandi og hefur verið töluverð síðasta sólarhringinn. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands mælir eindregið gegn því að fólk gisti í húsum í norðurhluta bæjarins, líkt og einhverjir hafa verið að gera. 15. ágúst 2024 11:44
Fastur á leigumarkaði með verðlaust hús í Grindavík Hafsteinn Sævarsson hafði ekki búið lengi í Grindavík þegar hörmungarnar dundu yfir í nóvember í fyrra. Hann og konan hans keyptu sér eign þar í júlí í fyrra og ætluðu að búa sér til framtíðarheimili í Grindavík. Í dag búa þau í Þorlákshöfn en greiða enn af húsnæði í Grindavík sem þau geta ekki selt Þórkötlu nema með milljónatapi. 15. ágúst 2024 08:33