„Þetta var svolítið skrýtið og óþægilegt“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 18. ágúst 2024 20:15 Jökull Elísabetarson er þjálfari Stjörnumanna. vísir/Diego „Mér fannst við vera töluvert betri og sterkari aðilinn í þessum leik þannig að við erum alveg svekktir að fara ekki með sigur héðan,“ sagði Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir 1-1 jafntefli á móti KA á Greifavellinum í dag. „Það vantaði svo rosa lítið upp á þegar við komum okkur í góðar stöður en það þarf líka að horfa í það að þetta var mjög opin leikur og þeir fengu sín færi líka, mögulega of mörg. Heilt yfir fannst mér við samt hafa mjög góð tök á þessum leik. Mér fannst við komast frekar auðveldlega í þægilegar stöður, við vorum hreyfanlegir og spiluðum hratt þannig að ég er mjög ánægður með margt.“ Það vantaði marga lykilmenn í hópinn í dag, til dæmis voru þrír í banni þeir Emil Atlason, Örvar Eggertsson og Guðmundur Kristjánsson. „Ég held það vanti tíu leikmenn þannig virkilega ánægður að sjá hvernig liðið spilar þrátt fyrir það. Menn eru mjög öflugir í þessum hóp og það eru allir með mikinn fókus á það sem við erum að gera og það skiptir litlu hverjir koma inn.“ Engar áhyggjur ef við höldum svona áfram Stjarnan fékk á sig mark á sjöundu mínútu leiksins sem reyndist sjálfsmark hjá Daníel Laxdal. „Þetta var algjört óþarfa mark, ég held þeir fái innkast og þaðan kemur svo fyrirgjöf og mark. KA náði sérstaklega í fyrri hálfleik að komast í upphlaup eftir innköst of oft en það lagaðist í seinni hálfleik.“ Stjarnan virtist eiga auðvelt með að spila sig í gegnum KA menn og koma sér í góðar stöður. „Við erum góðir í að finna svæði, spilum hratt og erum góðir í að finna hvar hægt er að særa andstæðinginn okkar. Það er mjög gaman að sjá að það þarf ekki að bíða fram í hálfleik að ræða saman og finna út úr þessu, menn finna út úr þessu á vellinum og eru mjög hugsandi þannig það er mjög jákvætt.“ Þetta er annað jafntefli Stjörnumanna í röð en Jökull er ánægður með spilamennskuna sem fylgdi úr síðasta leik og yfir í þennan. „Ég er ánægðastur með samfelluna frá síðasta leik og inn í þennan leik. Ef við höldum svona áfram hef ég engar áhyggjur, aðal hugsunin er að við höldum áfram á þessu róli burtséð frá töflunni.“ Skondið atvik en einnig óþægilegt Það var skondið atvik í lokin þegar Ívar Orri Kristjánsson dómari leiksins flautaði leikinn af hálfri mínútu áður en uppbótartíminn var búin. Mikill mótmæli urðu á báðum bekkjum og endaði það svo að Ívar flautaði leikinn aftur á. KA komst í dauðafæri á lokasekúndunni og hefðu geta stolið þessu. „Ég held það hafi verið fleiri en bara við sem vorum fegnir að KA skoraði ekki þar því þetta var svolítið skrýtið og óþægilegt. Ég held það hefði verið mjög vont ef það hefði komið mark upp úr þessu því það drap alveg mómentið okkar þegar hann flautaði fyrst af en þetta getur komið fyrir eins og annað.“ Framundan er leikur á móti HK og þrír mikilvægir leikmenn koma úr banni. „Það eru þrír sem snúa úr banni en við missum held ég einn í bann eftir þennan leik og einhverjir tæpir hjá okkur þannig það lítur út í dag eins og við komum út á þokkalega sléttu en það er eitthvað sem við ætlum ekki að hafa áhyggjur af við höldum bara áfram það er búið að vanta menn í allt sumar.“ KA Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira
„Það vantaði svo rosa lítið upp á þegar við komum okkur í góðar stöður en það þarf líka að horfa í það að þetta var mjög opin leikur og þeir fengu sín færi líka, mögulega of mörg. Heilt yfir fannst mér við samt hafa mjög góð tök á þessum leik. Mér fannst við komast frekar auðveldlega í þægilegar stöður, við vorum hreyfanlegir og spiluðum hratt þannig að ég er mjög ánægður með margt.“ Það vantaði marga lykilmenn í hópinn í dag, til dæmis voru þrír í banni þeir Emil Atlason, Örvar Eggertsson og Guðmundur Kristjánsson. „Ég held það vanti tíu leikmenn þannig virkilega ánægður að sjá hvernig liðið spilar þrátt fyrir það. Menn eru mjög öflugir í þessum hóp og það eru allir með mikinn fókus á það sem við erum að gera og það skiptir litlu hverjir koma inn.“ Engar áhyggjur ef við höldum svona áfram Stjarnan fékk á sig mark á sjöundu mínútu leiksins sem reyndist sjálfsmark hjá Daníel Laxdal. „Þetta var algjört óþarfa mark, ég held þeir fái innkast og þaðan kemur svo fyrirgjöf og mark. KA náði sérstaklega í fyrri hálfleik að komast í upphlaup eftir innköst of oft en það lagaðist í seinni hálfleik.“ Stjarnan virtist eiga auðvelt með að spila sig í gegnum KA menn og koma sér í góðar stöður. „Við erum góðir í að finna svæði, spilum hratt og erum góðir í að finna hvar hægt er að særa andstæðinginn okkar. Það er mjög gaman að sjá að það þarf ekki að bíða fram í hálfleik að ræða saman og finna út úr þessu, menn finna út úr þessu á vellinum og eru mjög hugsandi þannig það er mjög jákvætt.“ Þetta er annað jafntefli Stjörnumanna í röð en Jökull er ánægður með spilamennskuna sem fylgdi úr síðasta leik og yfir í þennan. „Ég er ánægðastur með samfelluna frá síðasta leik og inn í þennan leik. Ef við höldum svona áfram hef ég engar áhyggjur, aðal hugsunin er að við höldum áfram á þessu róli burtséð frá töflunni.“ Skondið atvik en einnig óþægilegt Það var skondið atvik í lokin þegar Ívar Orri Kristjánsson dómari leiksins flautaði leikinn af hálfri mínútu áður en uppbótartíminn var búin. Mikill mótmæli urðu á báðum bekkjum og endaði það svo að Ívar flautaði leikinn aftur á. KA komst í dauðafæri á lokasekúndunni og hefðu geta stolið þessu. „Ég held það hafi verið fleiri en bara við sem vorum fegnir að KA skoraði ekki þar því þetta var svolítið skrýtið og óþægilegt. Ég held það hefði verið mjög vont ef það hefði komið mark upp úr þessu því það drap alveg mómentið okkar þegar hann flautaði fyrst af en þetta getur komið fyrir eins og annað.“ Framundan er leikur á móti HK og þrír mikilvægir leikmenn koma úr banni. „Það eru þrír sem snúa úr banni en við missum held ég einn í bann eftir þennan leik og einhverjir tæpir hjá okkur þannig það lítur út í dag eins og við komum út á þokkalega sléttu en það er eitthvað sem við ætlum ekki að hafa áhyggjur af við höldum bara áfram það er búið að vanta menn í allt sumar.“
KA Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira