Loftslagsaðgerðir í sátt við líffræðilega fjölbreytni Rannveig Magnúsdóttir og Guðrún Schmidt skrifa 19. ágúst 2024 17:00 Mikil umræða er búin að vera í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um skógrækt til kolefnisbindingar í mólendi í Saltvík við Húsavík. Gróið berjaland var plægt upp þrátt fyrir viðvörunarorð sérfræðinga hjá Náttúrustofu Norðvesturlands. Prófessor í landnýtingu segir að þegar horft er til langs tíma sé lággróður, líkt og sá sem plægður var burt í Saltvík, betri til bindingar á kolefni en skógur. Slík landsvæði ættu að njóta verndar samkvæmt Bernarsamningnum. Formaður Fuglaverndar telur þar að auki að ýmis lög hafi verið brotin því m.a. var landið plægt upp á varptíma. Landvernd tekur undir þessa gagnrýni og kallar eftir víðtækri endurskoðun á skógrækt í tengslum við kolefnisbindingu. Íslensk náttúra og alþjóðlegir samningar Hlutverk Landverndar er m.a. að standa vörð um íslenska náttúru og samtökin leggja áherslu á að staðið sé við alþjóðlega samninga. Það kemur skýrt fram á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að loftslagsaðgerðir verða að taka tillit til náttúruverndar og líffræðilegrar fjölbreytni (lífbreytileika). Með Heimsmarkmiðunum, Parísarsamkomulaginu og nú síðast Kunming-Montréal stefnunni um líffræðilega fjölbreytni hafa þjóðir heims skilgreint hvað þarf að gera til að leiða heimsbyggðina á braut sjálfbærrar þróunar, koma í veg fyrir hrun vistkerfa og samfélaga og stuðla að endurreisn náttúru. Vistkerfisnálgun (e. Ecosystem approach) er sú aðferðafræði sem Samningur Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni mælir með í skipulagi, en þar er stuðlað að samræmi milli verndunar vistkerfa og sjálfbærrar nýtingar með jafnrétti að leiðarljósi. Endurheimt vistkerfa er sú alþjóðlega viðurkennda aðferð sem vísindasamfélagið hefur bent á að sé árangursríkust í bæði kolefnisbindingu og vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Síðast en ekki síst, þá er áratugurinn 2021-2030 helgaður endurheimt vistkerfa hjá Sameinuðu þjóðunum. Ákall um endurskoðun, samvinnu og skipulag Til að ná sátt um landnýtingu og aðgerðir til kolefnisbindingar þarf að fara í víðtæka endurskoðun á málefninu. Prófessor í vistfræði hefur áður skorað á yfirvöld og sveitarfélög að endurskoða aðgerðaráætlanir sínar og skipulag um landnýtingu. Landvernd tekur undir þessa áskorun og hefur áhuga á að taka virkan þátt í slíkri vinnu. Aðferðafræði vistkerfisnálgunar myndi henta afar vel í þeirri vegferð. Höfundar eru sérfræðingar hjá Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Norðurþing Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða er búin að vera í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um skógrækt til kolefnisbindingar í mólendi í Saltvík við Húsavík. Gróið berjaland var plægt upp þrátt fyrir viðvörunarorð sérfræðinga hjá Náttúrustofu Norðvesturlands. Prófessor í landnýtingu segir að þegar horft er til langs tíma sé lággróður, líkt og sá sem plægður var burt í Saltvík, betri til bindingar á kolefni en skógur. Slík landsvæði ættu að njóta verndar samkvæmt Bernarsamningnum. Formaður Fuglaverndar telur þar að auki að ýmis lög hafi verið brotin því m.a. var landið plægt upp á varptíma. Landvernd tekur undir þessa gagnrýni og kallar eftir víðtækri endurskoðun á skógrækt í tengslum við kolefnisbindingu. Íslensk náttúra og alþjóðlegir samningar Hlutverk Landverndar er m.a. að standa vörð um íslenska náttúru og samtökin leggja áherslu á að staðið sé við alþjóðlega samninga. Það kemur skýrt fram á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að loftslagsaðgerðir verða að taka tillit til náttúruverndar og líffræðilegrar fjölbreytni (lífbreytileika). Með Heimsmarkmiðunum, Parísarsamkomulaginu og nú síðast Kunming-Montréal stefnunni um líffræðilega fjölbreytni hafa þjóðir heims skilgreint hvað þarf að gera til að leiða heimsbyggðina á braut sjálfbærrar þróunar, koma í veg fyrir hrun vistkerfa og samfélaga og stuðla að endurreisn náttúru. Vistkerfisnálgun (e. Ecosystem approach) er sú aðferðafræði sem Samningur Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni mælir með í skipulagi, en þar er stuðlað að samræmi milli verndunar vistkerfa og sjálfbærrar nýtingar með jafnrétti að leiðarljósi. Endurheimt vistkerfa er sú alþjóðlega viðurkennda aðferð sem vísindasamfélagið hefur bent á að sé árangursríkust í bæði kolefnisbindingu og vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Síðast en ekki síst, þá er áratugurinn 2021-2030 helgaður endurheimt vistkerfa hjá Sameinuðu þjóðunum. Ákall um endurskoðun, samvinnu og skipulag Til að ná sátt um landnýtingu og aðgerðir til kolefnisbindingar þarf að fara í víðtæka endurskoðun á málefninu. Prófessor í vistfræði hefur áður skorað á yfirvöld og sveitarfélög að endurskoða aðgerðaráætlanir sínar og skipulag um landnýtingu. Landvernd tekur undir þessa áskorun og hefur áhuga á að taka virkan þátt í slíkri vinnu. Aðferðafræði vistkerfisnálgunar myndi henta afar vel í þeirri vegferð. Höfundar eru sérfræðingar hjá Landvernd.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun