Íbúð í Grafarvogi á floti í sjóðandi vatni Jón Ísak Ragnarsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 20. ágúst 2024 19:21 Eggert segir að skemmdir á íbúð hans og íbúðinni fyrir neðan nemi líklega milljónum. Hann er sem betur fer tryggður fyrir tjóninu. Vísir Íbúðareigandi í Grafarvogi er eitt stórt spurningamerki eftir umfangsmikinn leka í íbúð hans sem þó er ekki á stóru lokunarsvæði á höfuðborgarsvæðinu sem nær til 120 þúsund íbúa. Heitt vatn fossaði úr lögn í íbúðinni í gær sem olli einnig skemmdum á hæðinni fyrir neðan. Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna segir að bilun hafi orðið í dreifikerfinu í Grafarvogi í gær, sem er alveg ótengd viðgerðinni á Suðuræð. Eggert Aron Sigurðarson fékk símtal frá formanni húsfélagsins á sjöunda tímanum í gær, sem sagði honum að vatn fossaði niður í íbúðina fyrir neðan þá sem Eggert á. Slökkviliðsmenn af höfuðborgarsvæðinu sýndu að sögn Eggerts Arons snarræði á vettvangi og beittu stórri ryksugu til að soga megnið af vatninu upp. Pípari var sömuleiðis með í för en þeir voru allir nýkomnir úr lekaútkalli í Breiðholti. Fékk enga tilkynningu um lokun Sá munur er á lekanum í Breiðholti og Grafarvogi að fyrri íbúðin er innan stóra lokunarsvæðisins en íbúð Eggerts ekki. Eggert segist hafa fengið upplýsingar frá formanni húsfélagsins að einhver lokun hafi verið fyrir heita vatnið í húsinu án þess að þekkja hve lengi hún hafi verið. Svo hefði vatnið verið komið aftur um fjögur eða fimmleytið í gær. Sjálfur hafi hann sem íbúðareigandi í Grafarvogi ekki fengið nein skilaboð um fyrirhugaða lokun. Þannig hafi verið ómögulegt fyrir hann að bregðast við með lokun eða á annan hátt. Þá finnur hann að því að stefnt sé að því að opna aftur fyrir heita vatnið á stóra svæðinu um hádegisbil á morgu, þegar fólk er almennt í vinnu. Eggert segist sem betur fer tryggður fyrir tjóninu en engu að síður sé um mikið rask að ræða. Hann segir ekki hafa borið á leka í öðrum íbúðum í fjölbýlinu. Mögulega hafi lagnirnar hans verið viðkvæmari en aðrar eða þrýstingurinn í kerfinu of mikill þegar þrýstingurinn sprakk. Bilunin ótengd viðgerðunum á Suðuræð Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna segir að síðdegis í gær hafi orðið heitavatnslaust í Grafarvogi vegna bilunar sem var alveg ótengd viðgerðinni á Suðuræð og tilheyrandi heitavatnsleysi. „Þetta var bilun sem varð í gær, sem gerist af og til. Þá er vatnið náttúrulega tekið af á því svæði, svo hægt sé að gera við,“ segir hún. Hún segir að utanhúss í dreifikerfinu geti komið lekar. Það hafi gerst í Hafnarfirði í fyrra. „Dreifikerfið er misgamalt og misvel á sig komið. Þá koma viðkvæmustu lagnirnar, þær geta gefið sig. En það sem gerist innanhúss hjá fólki höfum við náttúrulega enga stjórn á,“ segir hún. Veitur séu við því búin að það verði einhverjir lekar í dreifikerfinu í kjölfar svona umfangsmikillar viðgerðar, og það sé betra að það gerist í ágúst en í janúar. „En svona bilun eins og varð í Grafarvogi er fyrirvaralaus. Það var áður en við fórum að loka fyrir Suðuræðina,“ segir hún. Reykjavík Vatn Orkumál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Eggert Aron Sigurðarson fékk símtal frá formanni húsfélagsins á sjöunda tímanum í gær, sem sagði honum að vatn fossaði niður í íbúðina fyrir neðan þá sem Eggert á. Slökkviliðsmenn af höfuðborgarsvæðinu sýndu að sögn Eggerts Arons snarræði á vettvangi og beittu stórri ryksugu til að soga megnið af vatninu upp. Pípari var sömuleiðis með í för en þeir voru allir nýkomnir úr lekaútkalli í Breiðholti. Fékk enga tilkynningu um lokun Sá munur er á lekanum í Breiðholti og Grafarvogi að fyrri íbúðin er innan stóra lokunarsvæðisins en íbúð Eggerts ekki. Eggert segist hafa fengið upplýsingar frá formanni húsfélagsins að einhver lokun hafi verið fyrir heita vatnið í húsinu án þess að þekkja hve lengi hún hafi verið. Svo hefði vatnið verið komið aftur um fjögur eða fimmleytið í gær. Sjálfur hafi hann sem íbúðareigandi í Grafarvogi ekki fengið nein skilaboð um fyrirhugaða lokun. Þannig hafi verið ómögulegt fyrir hann að bregðast við með lokun eða á annan hátt. Þá finnur hann að því að stefnt sé að því að opna aftur fyrir heita vatnið á stóra svæðinu um hádegisbil á morgu, þegar fólk er almennt í vinnu. Eggert segist sem betur fer tryggður fyrir tjóninu en engu að síður sé um mikið rask að ræða. Hann segir ekki hafa borið á leka í öðrum íbúðum í fjölbýlinu. Mögulega hafi lagnirnar hans verið viðkvæmari en aðrar eða þrýstingurinn í kerfinu of mikill þegar þrýstingurinn sprakk. Bilunin ótengd viðgerðunum á Suðuræð Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna segir að síðdegis í gær hafi orðið heitavatnslaust í Grafarvogi vegna bilunar sem var alveg ótengd viðgerðinni á Suðuræð og tilheyrandi heitavatnsleysi. „Þetta var bilun sem varð í gær, sem gerist af og til. Þá er vatnið náttúrulega tekið af á því svæði, svo hægt sé að gera við,“ segir hún. Hún segir að utanhúss í dreifikerfinu geti komið lekar. Það hafi gerst í Hafnarfirði í fyrra. „Dreifikerfið er misgamalt og misvel á sig komið. Þá koma viðkvæmustu lagnirnar, þær geta gefið sig. En það sem gerist innanhúss hjá fólki höfum við náttúrulega enga stjórn á,“ segir hún. Veitur séu við því búin að það verði einhverjir lekar í dreifikerfinu í kjölfar svona umfangsmikillar viðgerðar, og það sé betra að það gerist í ágúst en í janúar. „En svona bilun eins og varð í Grafarvogi er fyrirvaralaus. Það var áður en við fórum að loka fyrir Suðuræðina,“ segir hún.
Reykjavík Vatn Orkumál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira