Ólympíufara fagnað á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. ágúst 2024 20:06 Hákon Þór Svavarsson, keppandi á Ólympíuleikunum í París og Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg við athöfnina í gær. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ólympíufari Selfyssinga, Hákon Þór Svavarsson, sem keppti í skotfimi á Ólympíuleikunum í París fékk góðar móttökur hjá heimamönnum þegar hann kom heim af leikunum. Hann stefnir ótrauður á að keppa líka á næstu Ólympíuleikum eftir fjögur ár, sem verða í Los Angeles í Bandaríkjunum. Bæjarstjórn Árborgar stóð yfir móttöku síðdegis í gær á Brúartorgi í nýja miðbænum á Selfossi fyrir Hákon Þór og fjölskyldu hans. Fjölmargir mættu til að fagna Hákoni og fjölskyldu. Hákon Þór var duglegur að æfa sig á svæði Skotíþróttafélags Suðurlands í Ölfusi áður en hann hélt til Parísar en þar stóð hann sig ótrúlega vel, varð í 23 sæti og náði þar með mjög góðum árangri en tekið skal skýrt fram að það voru allt atvinnumenn, sem hann keppti við, hann var eini ekki atvinnumaðurinn í haglabyssu skotfiminni. „Þetta var bara mjög skemmtileg upplifun. Það kom mér svolítið á óvart að ég hélt að ég yrði ægilega stressaður, sem ég var náttúrulega að sumu leyti en ég hélt að það yrði miklu verra,” segir Hákon Þór hlæjandi. En var þetta mikil upplifun fyrir þig? „ Já, mjög mikil og bara gaman að sjá allt þetta öfluga íþróttafólk og finna stuðninginn hérna heiman frá og frá fólkinu, sem kom að horfa, þetta var mjög skemmtilegt.” En stefnir Hákon Þór með byssuna á næstu Ólympíuleika eftir fjögur ár eða hvað? „Það er alveg líklegt, maður reynir allavega.” Og bæjarstjóri Árborgar er mjög stoltur af árangri Hákonar Þórs eins og aðrir íbúar sveitarfélagsins. „Þetta er ótrúlegt afrek, sem Hákon vann þarna. Bæði að vinna sig inn á leikana og svo að standa sig svona vel að ná besta árangri Íslendings í haglabyssuskotfimi, þannig að við getum ekki verið annað en stolt af honum,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri. Vinir og vandamenn Hákonar Svavars og aðrir bæjarbúar á Selfossi mættu til að taka á móti ólympíufaranum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er ekki gaman fyrir sveitarfélagið að eiga ólympíufara? „Það er náttúrulega alveg frábært og hvetur vonandi bara fleiri til dáða. Þú getur þetta, alveg sama í hvaða grein þú ert, þannig að ég vona, bæði yngri kynslóðir og aðrar íþróttagreinar og íþróttafólk sjái þetta, sem metnað í að reyna að komast á þetta stóra svið,” bætir bæjarstjórinn við. Árborg Ólympíuleikar Skotvopn Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Bæjarstjórn Árborgar stóð yfir móttöku síðdegis í gær á Brúartorgi í nýja miðbænum á Selfossi fyrir Hákon Þór og fjölskyldu hans. Fjölmargir mættu til að fagna Hákoni og fjölskyldu. Hákon Þór var duglegur að æfa sig á svæði Skotíþróttafélags Suðurlands í Ölfusi áður en hann hélt til Parísar en þar stóð hann sig ótrúlega vel, varð í 23 sæti og náði þar með mjög góðum árangri en tekið skal skýrt fram að það voru allt atvinnumenn, sem hann keppti við, hann var eini ekki atvinnumaðurinn í haglabyssu skotfiminni. „Þetta var bara mjög skemmtileg upplifun. Það kom mér svolítið á óvart að ég hélt að ég yrði ægilega stressaður, sem ég var náttúrulega að sumu leyti en ég hélt að það yrði miklu verra,” segir Hákon Þór hlæjandi. En var þetta mikil upplifun fyrir þig? „ Já, mjög mikil og bara gaman að sjá allt þetta öfluga íþróttafólk og finna stuðninginn hérna heiman frá og frá fólkinu, sem kom að horfa, þetta var mjög skemmtilegt.” En stefnir Hákon Þór með byssuna á næstu Ólympíuleika eftir fjögur ár eða hvað? „Það er alveg líklegt, maður reynir allavega.” Og bæjarstjóri Árborgar er mjög stoltur af árangri Hákonar Þórs eins og aðrir íbúar sveitarfélagsins. „Þetta er ótrúlegt afrek, sem Hákon vann þarna. Bæði að vinna sig inn á leikana og svo að standa sig svona vel að ná besta árangri Íslendings í haglabyssuskotfimi, þannig að við getum ekki verið annað en stolt af honum,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri. Vinir og vandamenn Hákonar Svavars og aðrir bæjarbúar á Selfossi mættu til að taka á móti ólympíufaranum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er ekki gaman fyrir sveitarfélagið að eiga ólympíufara? „Það er náttúrulega alveg frábært og hvetur vonandi bara fleiri til dáða. Þú getur þetta, alveg sama í hvaða grein þú ert, þannig að ég vona, bæði yngri kynslóðir og aðrar íþróttagreinar og íþróttafólk sjái þetta, sem metnað í að reyna að komast á þetta stóra svið,” bætir bæjarstjórinn við.
Árborg Ólympíuleikar Skotvopn Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira