200 skemmtiferðaskip á Akureyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. ágúst 2024 20:06 Um 200 skemmtiferðaskip munu koma til Akureyrar í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um 160 skemmtiferðaskip hafa komið á Akureyri það sem af er sumri og eiga 40 skip eftir að koma. Alls verða þetta því um 254 þúsund farþegar, sem koma með skipunum og munar um minna þegar verslun og þjónusta á svæðinu er annars vegar. Það hefur verið mikil örtröð skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar, oft tvö skip á dag, stundum þrjú og jafnvel fleiri. Skipin eru misstór en farþegarnir fara oftast í skipulagðar ferðir á ferðamannastaði í kringum Akureyri á meðan stoppað er, eða skoða sig um á Akureyri og fara þá jafnvel á veitingastaði og í verslanir. „Þau eru nú að koma alls staðar að, þau koma mikið frá Bretlandi og Noregi reyndar og svo eru þetta bara skip, sem eru hérna við Ísland og eru að fara hringinn hérna,” segir Guðmundur Guðmundsson (Guddi), hafnarvörður Akureyrarhafnar. Hvað stoppa þau yfirleitt lengi? „Það er dagurinn, þau koma snemma að morgni og eru farin svona seinnipartinn, fimm, sex eða sjö, þannig er þetta nú.” Guðmundur Guðmundsson, sem er allt í öllu á höfninni þegar skemmtiferðaskipin eru annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmundur segir að stærstu skipin séu með fjögur þúsund farþega en oft séu þetta tvö til þrjú þúsund farþegar í skipi. Þetta hlýtur að hafa svakaleg jákvæð áhrif á verslun og viðskipti og allt svoleiðis eða hvað? „Já ,heldur betur, rútuferðirnar og allt þetta, þetta er ekkert smáræði, sem að þetta skilar,” segir Guðmundur. Og höfnin fær góðar tekjur af skemmtiferðaskipunum í formi hafnargjalda enda heilmikil umsvif við að þjónusta öll þessi skip. Og svo eru það strákarnir á bryggjunni, sem eru allt í öllu en þeir eru svokallaðir „endamenn“. „Okkar strákar hlaupa um, þetta eru víkingar þessir strákar okkar, við værum ekkert án þeirra,” segir Guðmundur ánægður. „Við erum endamenn, sjáum sem sagt um að taka á móti skipunum með því að setja endana frá skipunum á polla hérna, festa þau við bryggju,” segir Anton Bjarki Jóhannesson, starfsmaður hafnarinnar. „Okkur er stundum boðið um borð, það er gaman, það er mjög gaman,” segir Eiríkur Fannar Ágústsson, starfsmaður hafnarinnar. Félagarnir Anton Bjarki (t.v.) og Eiríkur Fannar, sem eru endamenn á höfninni og líkar starfið mjög vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þannig að þið eruð greinilega alsælir í vinnunni ykkar? „Já, já, það er ekki hægt að segja annað, mjög góðir og glaðir, heldur betur,” segja þeir báðir. Guðmundur með strákunum sínum á höfninni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akureyri Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Það hefur verið mikil örtröð skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar, oft tvö skip á dag, stundum þrjú og jafnvel fleiri. Skipin eru misstór en farþegarnir fara oftast í skipulagðar ferðir á ferðamannastaði í kringum Akureyri á meðan stoppað er, eða skoða sig um á Akureyri og fara þá jafnvel á veitingastaði og í verslanir. „Þau eru nú að koma alls staðar að, þau koma mikið frá Bretlandi og Noregi reyndar og svo eru þetta bara skip, sem eru hérna við Ísland og eru að fara hringinn hérna,” segir Guðmundur Guðmundsson (Guddi), hafnarvörður Akureyrarhafnar. Hvað stoppa þau yfirleitt lengi? „Það er dagurinn, þau koma snemma að morgni og eru farin svona seinnipartinn, fimm, sex eða sjö, þannig er þetta nú.” Guðmundur Guðmundsson, sem er allt í öllu á höfninni þegar skemmtiferðaskipin eru annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmundur segir að stærstu skipin séu með fjögur þúsund farþega en oft séu þetta tvö til þrjú þúsund farþegar í skipi. Þetta hlýtur að hafa svakaleg jákvæð áhrif á verslun og viðskipti og allt svoleiðis eða hvað? „Já ,heldur betur, rútuferðirnar og allt þetta, þetta er ekkert smáræði, sem að þetta skilar,” segir Guðmundur. Og höfnin fær góðar tekjur af skemmtiferðaskipunum í formi hafnargjalda enda heilmikil umsvif við að þjónusta öll þessi skip. Og svo eru það strákarnir á bryggjunni, sem eru allt í öllu en þeir eru svokallaðir „endamenn“. „Okkar strákar hlaupa um, þetta eru víkingar þessir strákar okkar, við værum ekkert án þeirra,” segir Guðmundur ánægður. „Við erum endamenn, sjáum sem sagt um að taka á móti skipunum með því að setja endana frá skipunum á polla hérna, festa þau við bryggju,” segir Anton Bjarki Jóhannesson, starfsmaður hafnarinnar. „Okkur er stundum boðið um borð, það er gaman, það er mjög gaman,” segir Eiríkur Fannar Ágústsson, starfsmaður hafnarinnar. Félagarnir Anton Bjarki (t.v.) og Eiríkur Fannar, sem eru endamenn á höfninni og líkar starfið mjög vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þannig að þið eruð greinilega alsælir í vinnunni ykkar? „Já, já, það er ekki hægt að segja annað, mjög góðir og glaðir, heldur betur,” segja þeir báðir. Guðmundur með strákunum sínum á höfninni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akureyri Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels