Og Viðey hverfur sjónum Steinunn Jóhannesdóttir skrifar 23. ágúst 2024 14:02 Í dag, 23. ágúst, lýkur kynningu á breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis, sem unnt er að nálgast gegnum www.skipulagsgatt.is Klettagarðar. Kynningin er fyrir svokallaða hagaðila og aðra þá sem láta sig málið varða. Breytingin er gerð vegna fyrirhugaðrar stækkunar á landfyllingu Sundahafnar. Framkvæmdaleyfi fyrir fyrri hluta landfyllingarinnar var gefið út 9. apríl 2019 af skipulagsfulltrúa Reykjavíkur og lokið var við fyllinguna síðsumars 2020. Engin opinber umræða átti sér stað í tengslum við leyfisveitinguna og þrátt fyrir að heildarstærð landfyllingarinnar myndi verða 4 ha utan í Laugarnesi var komist hjá umhverfismati af hálfu Skipulagsstofnunar. Breytingin komst í gegn eftir krókaleiðum sem breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur. Nú, rúmum fimm árum síðar, á að fara að skipulagslögum, áður en hafist verður handa við að sturta grjóti í seinni helming landfyllingarinnar. Breyting á deiliskipulagi Klettasvæðis var auglýst 11. júlí 2024. Og þið, sem þetta lesið, tókuð ekki eftir auglýsingunni í miðju sumarfríi, eða föttuðuð ekki að smálenging á götu inni í Sundahöfn sem heitir Klettagarðar, snerist í raun um framtíð Laugarness og Laugarnesstanga og aldalanga tengingu svæðisins við Viðey, drottningu eyjanna á Kollafirði. Krúnudjásn Reykjavíkur. Slagurinn stendur um Viðey Slagurinn stendur sem sé um Viðey, þótt fáir geri sér grein fyrir því. Ekki um eignarhaldið, Viðey er hluti af Reykjavík, ekki um það hvort fólk geti siglt þangað með ferju stöku sinnum eður ei. Nei, slagurinn stendur um það hvort hagaðilinn almenningur geti áfram séð út til Viðeyjar frá norðurströnd Reykjavíkur að Laugarnesi meðtöldu, þ.e.a.s. til hjartastaðarins þar sem elsta steinhús á Íslandi stendur, Viðeyjarstofa. Hún var byggð 1753-55 og skömmu síðar reis kirkjan við hennar hlið. Þessar systurbyggingar mörkuðu tímamót í íslenskri byggingasögu, þær urðu fyrirmyndir annarra bygginga úr höggnum steini, Nesstofu, Bessastaðastofu, Hóladómkirkju. Viðeyjarstofa varð fyrsta stjórnsýslubygging Reykjavíkur, embættisbústaður Skúla Magnússonar landfógeta, sem síðar var kallaður faðir Reykjavíkur. Hann var maðurinn á bak við fyrstu iðnfyrirtæki sem sett voru á fót á Íslandi, Innréttingarnar, sem risu þar sem nú er Aðalstræti. Skúli og Innréttingarnar eru tákn um framfarahyggju Upplýsingarinnar og fyrstu skref Íslands inn í nútímann. Klettagarðar, eitrað peð Og nú ætlar nútíminn að gefa skít í Skúla og Viðeyjarstofu og reisa skrifstofubyggingar á fyrrgreindri 4 hektara landfyllingu, Klettagörðum 16 og 18, andspænis Viðey norður af Laugarnesi. Húsin munu verða eins og múrveggur í sjónlínunni milli lands og eyjar. Borgarskipulag Reykjavíkur hefur fengið það sorglega hlutverk að búa í haginn fyrir hervirkið og gerir það með fyrrnefndri breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis. Í greinargerð með tillögunni er ekki minnst einu orði á Viðey eða Laugarnestanga, sem landfyllingin liggur upp við, þótt þar verði áhrifin mest og hörmulegust! Það er eins og Berlínarmúrinn hafi á sínum tíma ekkert haft með Berlín að gera! Almenningur varð og verður því sjálfur að átta sig á að Klettagarðar 16 og 18 eru eitrað peð. Það er ekki bara verið að lengja einhverja götu inni í Sundahöfn, það er verið að vega að einum mikilvægasta stað í sögu Reykjavíkur, Laugarnesi og Laugarnestanga. Og þetta er gert þrátt fyrir að svæðið njóti hverfisverndar og um það sé í gildi verndaráætlun milli Reykjavíkurborgar og Minjastofnunar Íslands frá 25. ágúst 2016. Verndaráætlunin er mikið plagg, undirritað af þáverandi borgarstjóra, Degi B. Eggertssyni og Kristínu Huld Sigurðardóttur, þáverandi forstöðumanni Minjastofnunar. Þar eru lykilsetningar þessar: “Náttúrufarið á Laugarnestanga gerir svæðið einstakt í Reykjavík þar sem hægt er að horfa yfir nesið og út í Viðey án truflunar mannvirkja nútímans. Mikilvægt er að halda í þetta merkilega menningarlandslag, samspil náttúru og minja, sem hvergi er að finna annars staðar í Reykjavík.“ Hagaðilinn almenningur Þeir á skipulagssviði Reykjavíkurborgar þekkja þennan texta vel og er því fullkunnugt um þær alvarlegu afleiðingar sem viðbótarlandfyllingin og nýju byggingarlóðirnar við Klettagarða hafa fyrir aldalöng tengslin milli Laugarness og Viðeyjar. Í plaggi dagsettu 5. apríl 2019, sem varðar útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir fyrri hluta landfyllingarinnar, er ítrekað vitnað til fyrrnefndrar Verndaráætlunar og mikilvægis þess að halda í útsýni út á sundin og til Viðeyjar án truflunar frá mannvirkjum nútímans. Hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar er sem sagt unnið gegn betri vitund og ekki minnst einu orði á þær alvarlegu afleiðingar sem breyting á deiliskipulagi Klettasvæðis hefur í för með sér fyrir mennigarminjarnar og landslagið í borginni. Ef opinberar stofnanir okkar reynast ekki þeim vanda vaxnar að verja það sem þeim er falið að verja fyrir ágangi „hagaðila“ hverju sinni, þá verður „hagaðilinn almenningur“ að láta í sér heyra og til sín taka. Látum ekki blekkjast af deiliskipulagstillögu við Klettagarða. Horfum til Viðeyjar! Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Jóhannesdóttir Reykjavík Umhverfismál Viðey Mest lesið Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Í dag, 23. ágúst, lýkur kynningu á breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis, sem unnt er að nálgast gegnum www.skipulagsgatt.is Klettagarðar. Kynningin er fyrir svokallaða hagaðila og aðra þá sem láta sig málið varða. Breytingin er gerð vegna fyrirhugaðrar stækkunar á landfyllingu Sundahafnar. Framkvæmdaleyfi fyrir fyrri hluta landfyllingarinnar var gefið út 9. apríl 2019 af skipulagsfulltrúa Reykjavíkur og lokið var við fyllinguna síðsumars 2020. Engin opinber umræða átti sér stað í tengslum við leyfisveitinguna og þrátt fyrir að heildarstærð landfyllingarinnar myndi verða 4 ha utan í Laugarnesi var komist hjá umhverfismati af hálfu Skipulagsstofnunar. Breytingin komst í gegn eftir krókaleiðum sem breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur. Nú, rúmum fimm árum síðar, á að fara að skipulagslögum, áður en hafist verður handa við að sturta grjóti í seinni helming landfyllingarinnar. Breyting á deiliskipulagi Klettasvæðis var auglýst 11. júlí 2024. Og þið, sem þetta lesið, tókuð ekki eftir auglýsingunni í miðju sumarfríi, eða föttuðuð ekki að smálenging á götu inni í Sundahöfn sem heitir Klettagarðar, snerist í raun um framtíð Laugarness og Laugarnesstanga og aldalanga tengingu svæðisins við Viðey, drottningu eyjanna á Kollafirði. Krúnudjásn Reykjavíkur. Slagurinn stendur um Viðey Slagurinn stendur sem sé um Viðey, þótt fáir geri sér grein fyrir því. Ekki um eignarhaldið, Viðey er hluti af Reykjavík, ekki um það hvort fólk geti siglt þangað með ferju stöku sinnum eður ei. Nei, slagurinn stendur um það hvort hagaðilinn almenningur geti áfram séð út til Viðeyjar frá norðurströnd Reykjavíkur að Laugarnesi meðtöldu, þ.e.a.s. til hjartastaðarins þar sem elsta steinhús á Íslandi stendur, Viðeyjarstofa. Hún var byggð 1753-55 og skömmu síðar reis kirkjan við hennar hlið. Þessar systurbyggingar mörkuðu tímamót í íslenskri byggingasögu, þær urðu fyrirmyndir annarra bygginga úr höggnum steini, Nesstofu, Bessastaðastofu, Hóladómkirkju. Viðeyjarstofa varð fyrsta stjórnsýslubygging Reykjavíkur, embættisbústaður Skúla Magnússonar landfógeta, sem síðar var kallaður faðir Reykjavíkur. Hann var maðurinn á bak við fyrstu iðnfyrirtæki sem sett voru á fót á Íslandi, Innréttingarnar, sem risu þar sem nú er Aðalstræti. Skúli og Innréttingarnar eru tákn um framfarahyggju Upplýsingarinnar og fyrstu skref Íslands inn í nútímann. Klettagarðar, eitrað peð Og nú ætlar nútíminn að gefa skít í Skúla og Viðeyjarstofu og reisa skrifstofubyggingar á fyrrgreindri 4 hektara landfyllingu, Klettagörðum 16 og 18, andspænis Viðey norður af Laugarnesi. Húsin munu verða eins og múrveggur í sjónlínunni milli lands og eyjar. Borgarskipulag Reykjavíkur hefur fengið það sorglega hlutverk að búa í haginn fyrir hervirkið og gerir það með fyrrnefndri breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis. Í greinargerð með tillögunni er ekki minnst einu orði á Viðey eða Laugarnestanga, sem landfyllingin liggur upp við, þótt þar verði áhrifin mest og hörmulegust! Það er eins og Berlínarmúrinn hafi á sínum tíma ekkert haft með Berlín að gera! Almenningur varð og verður því sjálfur að átta sig á að Klettagarðar 16 og 18 eru eitrað peð. Það er ekki bara verið að lengja einhverja götu inni í Sundahöfn, það er verið að vega að einum mikilvægasta stað í sögu Reykjavíkur, Laugarnesi og Laugarnestanga. Og þetta er gert þrátt fyrir að svæðið njóti hverfisverndar og um það sé í gildi verndaráætlun milli Reykjavíkurborgar og Minjastofnunar Íslands frá 25. ágúst 2016. Verndaráætlunin er mikið plagg, undirritað af þáverandi borgarstjóra, Degi B. Eggertssyni og Kristínu Huld Sigurðardóttur, þáverandi forstöðumanni Minjastofnunar. Þar eru lykilsetningar þessar: “Náttúrufarið á Laugarnestanga gerir svæðið einstakt í Reykjavík þar sem hægt er að horfa yfir nesið og út í Viðey án truflunar mannvirkja nútímans. Mikilvægt er að halda í þetta merkilega menningarlandslag, samspil náttúru og minja, sem hvergi er að finna annars staðar í Reykjavík.“ Hagaðilinn almenningur Þeir á skipulagssviði Reykjavíkurborgar þekkja þennan texta vel og er því fullkunnugt um þær alvarlegu afleiðingar sem viðbótarlandfyllingin og nýju byggingarlóðirnar við Klettagarða hafa fyrir aldalöng tengslin milli Laugarness og Viðeyjar. Í plaggi dagsettu 5. apríl 2019, sem varðar útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir fyrri hluta landfyllingarinnar, er ítrekað vitnað til fyrrnefndrar Verndaráætlunar og mikilvægis þess að halda í útsýni út á sundin og til Viðeyjar án truflunar frá mannvirkjum nútímans. Hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar er sem sagt unnið gegn betri vitund og ekki minnst einu orði á þær alvarlegu afleiðingar sem breyting á deiliskipulagi Klettasvæðis hefur í för með sér fyrir mennigarminjarnar og landslagið í borginni. Ef opinberar stofnanir okkar reynast ekki þeim vanda vaxnar að verja það sem þeim er falið að verja fyrir ágangi „hagaðila“ hverju sinni, þá verður „hagaðilinn almenningur“ að láta í sér heyra og til sín taka. Látum ekki blekkjast af deiliskipulagstillögu við Klettagarða. Horfum til Viðeyjar! Höfundur er rithöfundur.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun