Rafvarnarvopn við lögreglustörf: Öryggi almennings og lögreglu Ólafur Örn Bragason skrifar 25. ágúst 2024 08:01 Undanfarið eitt og hálft ár hefur lögreglan unnið að því að innleiða rafvarnarvopn, sem viðbót við annan búnað lögreglu. Hingað til hefur ekki verið talið nauðsynlegt að nota slík tæki til að bæta öryggi almennings og lögreglu. Nýleg þróun í ofbeldismálum, þar sem hnífar eru algengari, leiddu til endurskoðunar á þessu mati. Norðurlöndin hafa þegar innleitt rafvarnarvopn með góðum árangri, þar sem lögreglumenn upplifa aukið öryggi við skyldustörf sín án þess að traust almennings til lögreglu minnki. Þrátt fyrir þessa nýju tækni eru grunngildi lögreglu, samvinna og samskipti við þá sem hún þjónar, ætíð hornsteinn árangursríkrar löggæslu. Helmingur landsmanna hlynntur notkun Nýleg könnun sem Gallup framkvæmdi á viðhorfum landsmanna til notkunar rafvarnarvopna af hálfu lögreglu leiddi í ljós að helmingur Íslendinga er hlynntur því að lögreglan noti rafvarnarvopn í starfi, en 29% eru andvíg og 20% hlutlaus. Þegar þátttakendur voru spurðir um beitingu rafvarnarvopna í mismunandi aðstæðum voru flestir hlynntir því að beita rafvarnarvopni gegn aðila sem vopnaður er hníf, ógnar öðrum með hníf eða aðila vopnuðum barefli. Það rímar vel við niðurstöður úr árlegri könnun ríkislögreglustjóra á starfsumhverfi lögreglumanna þar sem lögreglumenn voru spurðir sömu spurninga. Á hinn bóginn var mun minni stuðningur, bæði hjá almenningi og lögreglumönnum, við notkun rafvarnarvopna gegn einstaklingum í geðrofi. Þessar niðurstöður sýna að þrátt fyrir stuðning við notkun rafvarnarvopns í vissum aðstæðum, er mjög mikilvægt að lögreglan haldi áfram að leggja áherslu á samskipti sem sitt fyrsta verkfæri í erfiðum aðstæðum. Röddin og færni í að takast á við erfiðar aðstæður með mannlegri nálgun er og verður ætíð mikilvægasta verkfærið í starfi lögreglu. Öflugt eftirlit með notkun Lögreglan hefur útbúið fræðslumyndbönd þar sem daglegur búnaður lögreglu er kynntur fyrir almenningi til að hann þekki tækin og til hvers þau eru notuð. Reynsla hinna Norðurlandanna er sú að með innleiðingu rafvarnarvopna dragi úr tíðni notkunar annars valdbeitingabúnaðar. Þrátt fyrir þetta er gert ráð fyrir að rafvarnarvopn verði aðeins notuð í fáum tilfellum á ári hverju. Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að rýna hvert tilfelli þar sem rafvarnarvopn er dregið úr slíðri og hefur hann til þess meðal annars upptöku í hljóð og mynd. Ef nauðsyn reynist verður verklag og þjálfun uppfærð til að tryggja öryggi og rétta notkun. Þrátt fyrir ítarlega þjálfun lögreglumanna í notkun rafvarnarvopna er megináhersla allrar þjálfunar hjá lögreglunni samskipti, spennulækkandi aðferðafræði, læsi á aðstæður og ákvarðanataka. Rafvarnarvopnin eru því aðeins einn liður í verkefnum lögreglunnar að vernda og virða almenning þannig að unnt sé að tryggja sem öruggast samfélag fyrir öll. Hvað er löggan með í beltinu? Gummi aðstoðaryfirlögregluþjónn segir frá þeim tækjum og tólum sem lögregla ber við störf sín. Hvað er rafvarnarvopn? Nú styttist í að lögreglan taki þau í notkun og Birna lögreglufulltrúi segir okkur frá því hvernig þau virka. Höfundur er sviðsstjóri Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglu hjá embætti ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglumál Rafbyssur Mest lesið Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Undanfarið eitt og hálft ár hefur lögreglan unnið að því að innleiða rafvarnarvopn, sem viðbót við annan búnað lögreglu. Hingað til hefur ekki verið talið nauðsynlegt að nota slík tæki til að bæta öryggi almennings og lögreglu. Nýleg þróun í ofbeldismálum, þar sem hnífar eru algengari, leiddu til endurskoðunar á þessu mati. Norðurlöndin hafa þegar innleitt rafvarnarvopn með góðum árangri, þar sem lögreglumenn upplifa aukið öryggi við skyldustörf sín án þess að traust almennings til lögreglu minnki. Þrátt fyrir þessa nýju tækni eru grunngildi lögreglu, samvinna og samskipti við þá sem hún þjónar, ætíð hornsteinn árangursríkrar löggæslu. Helmingur landsmanna hlynntur notkun Nýleg könnun sem Gallup framkvæmdi á viðhorfum landsmanna til notkunar rafvarnarvopna af hálfu lögreglu leiddi í ljós að helmingur Íslendinga er hlynntur því að lögreglan noti rafvarnarvopn í starfi, en 29% eru andvíg og 20% hlutlaus. Þegar þátttakendur voru spurðir um beitingu rafvarnarvopna í mismunandi aðstæðum voru flestir hlynntir því að beita rafvarnarvopni gegn aðila sem vopnaður er hníf, ógnar öðrum með hníf eða aðila vopnuðum barefli. Það rímar vel við niðurstöður úr árlegri könnun ríkislögreglustjóra á starfsumhverfi lögreglumanna þar sem lögreglumenn voru spurðir sömu spurninga. Á hinn bóginn var mun minni stuðningur, bæði hjá almenningi og lögreglumönnum, við notkun rafvarnarvopna gegn einstaklingum í geðrofi. Þessar niðurstöður sýna að þrátt fyrir stuðning við notkun rafvarnarvopns í vissum aðstæðum, er mjög mikilvægt að lögreglan haldi áfram að leggja áherslu á samskipti sem sitt fyrsta verkfæri í erfiðum aðstæðum. Röddin og færni í að takast á við erfiðar aðstæður með mannlegri nálgun er og verður ætíð mikilvægasta verkfærið í starfi lögreglu. Öflugt eftirlit með notkun Lögreglan hefur útbúið fræðslumyndbönd þar sem daglegur búnaður lögreglu er kynntur fyrir almenningi til að hann þekki tækin og til hvers þau eru notuð. Reynsla hinna Norðurlandanna er sú að með innleiðingu rafvarnarvopna dragi úr tíðni notkunar annars valdbeitingabúnaðar. Þrátt fyrir þetta er gert ráð fyrir að rafvarnarvopn verði aðeins notuð í fáum tilfellum á ári hverju. Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að rýna hvert tilfelli þar sem rafvarnarvopn er dregið úr slíðri og hefur hann til þess meðal annars upptöku í hljóð og mynd. Ef nauðsyn reynist verður verklag og þjálfun uppfærð til að tryggja öryggi og rétta notkun. Þrátt fyrir ítarlega þjálfun lögreglumanna í notkun rafvarnarvopna er megináhersla allrar þjálfunar hjá lögreglunni samskipti, spennulækkandi aðferðafræði, læsi á aðstæður og ákvarðanataka. Rafvarnarvopnin eru því aðeins einn liður í verkefnum lögreglunnar að vernda og virða almenning þannig að unnt sé að tryggja sem öruggast samfélag fyrir öll. Hvað er löggan með í beltinu? Gummi aðstoðaryfirlögregluþjónn segir frá þeim tækjum og tólum sem lögregla ber við störf sín. Hvað er rafvarnarvopn? Nú styttist í að lögreglan taki þau í notkun og Birna lögreglufulltrúi segir okkur frá því hvernig þau virka. Höfundur er sviðsstjóri Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglu hjá embætti ríkislögreglustjóra.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun