Stimplagerð og samgöngusáttmálinn Helgi Áss Grétarsson skrifar 27. ágúst 2024 08:00 Í íslenskum stjórnmálum er aðferðum spunadoktora eða almannatengla ósjaldan beitt til að koma af stað tiltekinni orðræðu um málefni. Með þessu á að hafa stjórn á hver sé ímynd málefnis. Vandinn við þessa nálgun í stjórnmálum er að hún dregur oft athyglina frá efnislegu inntaki málefnis. Þess í stað er lögð áhersla á að endurtaka innihaldslausa frasa og hvernig megi stimpla fólk sem er annarrar skoðunar en spunadokturunum er ætlað að berjast fyrir. Stimplunin síðustu daga um samgöngusáttmálann Dæmi um stimplagerð í íslenskum stjórnmálum má sjá á síðustu dögum í umræðunni um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Undir þann sáttmála var upphaflega skrifað í september 2019 og svo aftur hinn 21. ágúst síðastliðinn. Degi eftir undirritunina í síðustu viku sagði núverandi borgarstjóri úr Framsóknarflokknum í fjölmiðlaviðtali að hann væri kominn með nóg af „tuðandi“ sjálfstæðismönnum sem væru andsnúnir vissum atriðum í hinum endurskoðaða samgöngusáttmála. Degi eftir það birti þingflokksformaður Viðreisnar stuttan pistil í Morgunblaðinu þar sem viðkomandi tengdi saman þá staðhæfingu að pólitíkin væri skrýtin tík og „þeirrar staðreyndar“ að ýmsir sjálfstæðismenn væru andsnúnir úrbótum í samgöngumálum Reykvíkinga. Degi síðar, eða sl. laugardag 24. ágúst, birti Sigmundur Ernir Rúnarsson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi alþingismaður Samfylkingarinnar, pistil á eyjan.is, þar sem hann tók undir áðurnefnd orð borgarstjóra og gerði að því skóna að borgarstjórnarlið Sjálfstæðisflokksins hafi í þessu máli „hagað sér eins og pólitísk viðundur sem þverskallast við jafnt almæltum tíðindum og almennri skynsemi“. Nefna mætti fleiri dæmi af stimplagerð af þessum toga en hér verður látið staðar numið. Aðalatriðið er að með ómálefnalegum aðferðum er verið að reyna draga tennurnar úr þeim sem hafa efasemdir um skynsemi þeirrar stefnumótunar sem af hinum endurskoðaða samgöngusáttmála leiðir. En hver eru hin einföldu grundvallaratriði? Það er ágreiningslaust að mikil þörf er á að fjárfest sé verulega í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu til að greiða fyrir öllum samgöngumátum. Ágreiningur er hins vegar til staðar um hvað samgöngubæturnar megi kosta, hvaða samgöngubætur eigi að setja í forgang og hversu langan tíma eigi að taka að hrinda samgöngubótunum í framkvæmd. Frá mínum bæjardyrum séð eru grundvallatriði málsins einföld. Íbúar Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaga eru háðir einkabílnum og hafa verið lengi. Æskilegt er að draga úr vægi einkabílsins í umferðinni en það verður að byggjast á raunhæfum hugmyndum. Borgarlínuhugmyndin er því miður óraunhæf. Hún kostar of mikið og rekstur þessa nýja strætókerfis verður skattgreiðendum í Reykjavík þungur baggi. Sérfræðingar á sviði samgöngumála hafa bent á aðrar leiðir til að bæta almenningssamgöngur en þær hafa verið hundsaðar og svo verður áfram samkvæmt hinum endurskoðaða samgöngusáttmála. Kostnaður við samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, miðað við vísitölu í mars 2024, var upphaflega áætlaður 170 milljarðar króna en er núna kominn upp í 311 milljarða króna. Það eru fyrst og fremst skattgreiðendur í Reykjavík sem þurfa að bera þennan kostnað. Þrátt fyrir að bera stóran hluta kostnaðarins (hvort sem það er í gegnum útgjöld ríkis eða Reykjavíkurborgar) þá eru umferðaflýtandi framkvæmdir í Reykjavík ekki í forgangi samkvæmt samgöngusáttmálanum. Sem dæmi áttu mislæg gatnamót við Bústaðaveg og Reykjanesbraut að vera lokið árið 2021 en núna er gert ráð fyrir að þeim verði lokið árið 2029. Þetta dæmi um gatnamótin við Bústaðaveg og Reykjanesbraut sýnir vissa nálgun sáttmálans við að leysa samgönguvanda í Reykjavík. Þessi nálgun ber keim af því að meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur er á móti því að fjárfest sé í samgöngumannvirkjum sem liðka fyrir umferð einkabílsins. Af þeim ástæðum eru allar slíkar framkvæmdir háðar því að samfara verði fjárfest gífurlega mikið í borgarlínunni. Sem sagt, útilokað er að bæta ástandið við Bústaðaveg/Reykjanesbraut nema miklu fé sé samhliða varið í að miðjusetja borgarlínuvagna meðfram Reykjanesbrautinni. Borgarlínan er enn óraunhæf Hinn endurskoðaði samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins hefur að geyma ófá atriði sem flestir geta verið sammála um. Grundvöllur sáttmálans byggir hins vegar enn á að hægt sé að framkvæma borgarlínuhugmyndina. Þar liggur hnífurinn í kúnni þar eð borgarlínan er að mati margra óraunhæf með tilliti til kostnaðar, bæði til lengri og skemmri tíma. Þörf er á að það efnisatriði sé rætt með hliðsjón af nýjustu upplýsingum og á málefnalegum forsendum en ekki að aðferðum spunadoktora sé beitt til að stimpla þá sem voga sér að spyrja hvað skattgreiðendur í Reykjavík séu að fá út úr hinum endurskoðaða samgöngusáttmála. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Reykjavík Helgi Áss Grétarsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í íslenskum stjórnmálum er aðferðum spunadoktora eða almannatengla ósjaldan beitt til að koma af stað tiltekinni orðræðu um málefni. Með þessu á að hafa stjórn á hver sé ímynd málefnis. Vandinn við þessa nálgun í stjórnmálum er að hún dregur oft athyglina frá efnislegu inntaki málefnis. Þess í stað er lögð áhersla á að endurtaka innihaldslausa frasa og hvernig megi stimpla fólk sem er annarrar skoðunar en spunadokturunum er ætlað að berjast fyrir. Stimplunin síðustu daga um samgöngusáttmálann Dæmi um stimplagerð í íslenskum stjórnmálum má sjá á síðustu dögum í umræðunni um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Undir þann sáttmála var upphaflega skrifað í september 2019 og svo aftur hinn 21. ágúst síðastliðinn. Degi eftir undirritunina í síðustu viku sagði núverandi borgarstjóri úr Framsóknarflokknum í fjölmiðlaviðtali að hann væri kominn með nóg af „tuðandi“ sjálfstæðismönnum sem væru andsnúnir vissum atriðum í hinum endurskoðaða samgöngusáttmála. Degi eftir það birti þingflokksformaður Viðreisnar stuttan pistil í Morgunblaðinu þar sem viðkomandi tengdi saman þá staðhæfingu að pólitíkin væri skrýtin tík og „þeirrar staðreyndar“ að ýmsir sjálfstæðismenn væru andsnúnir úrbótum í samgöngumálum Reykvíkinga. Degi síðar, eða sl. laugardag 24. ágúst, birti Sigmundur Ernir Rúnarsson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi alþingismaður Samfylkingarinnar, pistil á eyjan.is, þar sem hann tók undir áðurnefnd orð borgarstjóra og gerði að því skóna að borgarstjórnarlið Sjálfstæðisflokksins hafi í þessu máli „hagað sér eins og pólitísk viðundur sem þverskallast við jafnt almæltum tíðindum og almennri skynsemi“. Nefna mætti fleiri dæmi af stimplagerð af þessum toga en hér verður látið staðar numið. Aðalatriðið er að með ómálefnalegum aðferðum er verið að reyna draga tennurnar úr þeim sem hafa efasemdir um skynsemi þeirrar stefnumótunar sem af hinum endurskoðaða samgöngusáttmála leiðir. En hver eru hin einföldu grundvallaratriði? Það er ágreiningslaust að mikil þörf er á að fjárfest sé verulega í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu til að greiða fyrir öllum samgöngumátum. Ágreiningur er hins vegar til staðar um hvað samgöngubæturnar megi kosta, hvaða samgöngubætur eigi að setja í forgang og hversu langan tíma eigi að taka að hrinda samgöngubótunum í framkvæmd. Frá mínum bæjardyrum séð eru grundvallatriði málsins einföld. Íbúar Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaga eru háðir einkabílnum og hafa verið lengi. Æskilegt er að draga úr vægi einkabílsins í umferðinni en það verður að byggjast á raunhæfum hugmyndum. Borgarlínuhugmyndin er því miður óraunhæf. Hún kostar of mikið og rekstur þessa nýja strætókerfis verður skattgreiðendum í Reykjavík þungur baggi. Sérfræðingar á sviði samgöngumála hafa bent á aðrar leiðir til að bæta almenningssamgöngur en þær hafa verið hundsaðar og svo verður áfram samkvæmt hinum endurskoðaða samgöngusáttmála. Kostnaður við samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, miðað við vísitölu í mars 2024, var upphaflega áætlaður 170 milljarðar króna en er núna kominn upp í 311 milljarða króna. Það eru fyrst og fremst skattgreiðendur í Reykjavík sem þurfa að bera þennan kostnað. Þrátt fyrir að bera stóran hluta kostnaðarins (hvort sem það er í gegnum útgjöld ríkis eða Reykjavíkurborgar) þá eru umferðaflýtandi framkvæmdir í Reykjavík ekki í forgangi samkvæmt samgöngusáttmálanum. Sem dæmi áttu mislæg gatnamót við Bústaðaveg og Reykjanesbraut að vera lokið árið 2021 en núna er gert ráð fyrir að þeim verði lokið árið 2029. Þetta dæmi um gatnamótin við Bústaðaveg og Reykjanesbraut sýnir vissa nálgun sáttmálans við að leysa samgönguvanda í Reykjavík. Þessi nálgun ber keim af því að meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur er á móti því að fjárfest sé í samgöngumannvirkjum sem liðka fyrir umferð einkabílsins. Af þeim ástæðum eru allar slíkar framkvæmdir háðar því að samfara verði fjárfest gífurlega mikið í borgarlínunni. Sem sagt, útilokað er að bæta ástandið við Bústaðaveg/Reykjanesbraut nema miklu fé sé samhliða varið í að miðjusetja borgarlínuvagna meðfram Reykjanesbrautinni. Borgarlínan er enn óraunhæf Hinn endurskoðaði samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins hefur að geyma ófá atriði sem flestir geta verið sammála um. Grundvöllur sáttmálans byggir hins vegar enn á að hægt sé að framkvæma borgarlínuhugmyndina. Þar liggur hnífurinn í kúnni þar eð borgarlínan er að mati margra óraunhæf með tilliti til kostnaðar, bæði til lengri og skemmri tíma. Þörf er á að það efnisatriði sé rætt með hliðsjón af nýjustu upplýsingum og á málefnalegum forsendum en ekki að aðferðum spunadoktora sé beitt til að stimpla þá sem voga sér að spyrja hvað skattgreiðendur í Reykjavík séu að fá út úr hinum endurskoðaða samgöngusáttmála. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun