Tíu ára stelpa vitni að banaslysinu við Breiðamerkurjökul Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2024 10:51 Ferðin var ekki betur skipulögð en svo að talið var í tæpan sólarhring að tveir ferðamenn væru ófundnir undir ísfarginu. Í ljós kom að talning ferðaskrifstofunnar stóðst ekki. Vísir/vilhelm Feðgin frá Bandaríkjunum telja sig hafa verið augnablikum frá því að farast í slysinu á Breiðamerkurjökli á sunnudaginn. Faðirinn segir leiðsögumennina hafa verið í áfalli og sjálfur hafi hann horft á konuna sem varð fyrir ísfarginu sárkvalda. Hann getur ekki hugsað til þess að feðginin hefðu sjálf orðið fyrir ísmassanum. Scott Stevens er búsettur í Austin í Texas í Bandaríkjunum. Hann lýsir því í viðtali við CNN hvernig aðeins hafi munað nokkrum mínútum að hann og tíu ára dóttir hans hefðu orðið undir ísveggnum. Stevens var að taka myndir af dóttur sinni inni í hellinum. Hann segist hafa velt því fyrir sér að skipta um linsu á myndavélinni sem hefði þýtt nokkrar mínútur í viðbót á hættulegum stað. Vildi ekki tefja fyrir öðrum „Ég var meðvitaður um annan hóp fyrir aftan mig og ég vildi ekki tefja fyrir öllum hinum, því við vorum eiginlega í einfaldri röð,“ segir Stevens sem var meðal ferðamanna í hópnum á undan þeim sem landar hans sem urðu fyrir ísveggnum tilheyrðu. „Mér fannst það vera frekar dónalegt að neyða alla til að standa kyrr á meðan ég skipti um linsu. Þannig að ég hætti við það og svo gengum við út úr hellinum,“ segir Stevens. Um mínútu eftir að þau voru komin út úr hellinum heyrði þau háan hvell. Ísinn hafði fallið. „Mér leið eins og ef við hefðum farið í að skipta um linsu þá væri ég hundrað prósent dáin. Við værum dáin. Við stóðum nákvæmlega á þessum stað,“ segir Wylde Stevens, tíu ára dóttirin, við CNN. „Ég reyni að... ég vil ekki hugsa til þess.“ Einn látinn Bandarískur karlmaður sem varð fyrir ísveggnum var úrskurðaður látinn á vettvangi. Kona hans var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans. Um var að ræða blandaðan hóp ferðamanna sem höfðu bókað sig í ferðina sem var á vegum Ice Pic Journeys sem starfar fyrir ferðaþjónusturisann Guide to Iceland. „Hún var mjög áhyggjufull að ég hefði dáið við að taka af henni mynd. Okkur líður eins og þetta hefðu auðveldlega getað verið við,“ segir Scott Stevens. „Ég var að hugsa um þennan óheppna mann. Hann var bara þarna í fríinu sínu og reiknaði vafalaust með að fljúga til síns heima þennan dag eða næstu daga. En, hann er ekki á leiðinni heim.“ Tveir hópar í beit Scott Stevens lýsir því að um hafi verið að ræða tvo sjálfstæða hópa. Hann hafi verið í þeim fyrri en hinn látni og kona hans í þeim síðari. Hóparnir höfðu komið saman á svæðið í rútu en verið skipt í tvennt. Hvor hópur hafi verið með sinn leiðsögumann. Hann hafi einmitt verið að ræða við sinn leiðsögumann þegar hvellurinn heyrðist. „Hann horfði á mig. Ég horfði á hann. Við vorum báðir með svip sem sagði „þetta er ekki gott“,“ segir Stevens. Þeir hafi hlaupið þangað sem ísinn féll og séð konu sem var kvalin. „Ég horfði á konuna með mínum eigin augum. Ég veit að hún var kvalin,“ segir Stevens. Leiðsögumennirnir auk læknis sem var meðal ferðamanna hugðu að henni. Stevens segir leiðsögumann sinn hafa verið í áfalli. „Hann var með tárin í augunum. Hann kom aftur. Það voru blóðblettir á honum. Ég held þeir hafi verið frá herramanninum sem lést. Hinn leiðsögumaðurinn var í jafnmiklu uppnámi. Ótrúlegur uppnámi, báðir tveir,“ segir Stevens. Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Scott Stevens er búsettur í Austin í Texas í Bandaríkjunum. Hann lýsir því í viðtali við CNN hvernig aðeins hafi munað nokkrum mínútum að hann og tíu ára dóttir hans hefðu orðið undir ísveggnum. Stevens var að taka myndir af dóttur sinni inni í hellinum. Hann segist hafa velt því fyrir sér að skipta um linsu á myndavélinni sem hefði þýtt nokkrar mínútur í viðbót á hættulegum stað. Vildi ekki tefja fyrir öðrum „Ég var meðvitaður um annan hóp fyrir aftan mig og ég vildi ekki tefja fyrir öllum hinum, því við vorum eiginlega í einfaldri röð,“ segir Stevens sem var meðal ferðamanna í hópnum á undan þeim sem landar hans sem urðu fyrir ísveggnum tilheyrðu. „Mér fannst það vera frekar dónalegt að neyða alla til að standa kyrr á meðan ég skipti um linsu. Þannig að ég hætti við það og svo gengum við út úr hellinum,“ segir Stevens. Um mínútu eftir að þau voru komin út úr hellinum heyrði þau háan hvell. Ísinn hafði fallið. „Mér leið eins og ef við hefðum farið í að skipta um linsu þá væri ég hundrað prósent dáin. Við værum dáin. Við stóðum nákvæmlega á þessum stað,“ segir Wylde Stevens, tíu ára dóttirin, við CNN. „Ég reyni að... ég vil ekki hugsa til þess.“ Einn látinn Bandarískur karlmaður sem varð fyrir ísveggnum var úrskurðaður látinn á vettvangi. Kona hans var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans. Um var að ræða blandaðan hóp ferðamanna sem höfðu bókað sig í ferðina sem var á vegum Ice Pic Journeys sem starfar fyrir ferðaþjónusturisann Guide to Iceland. „Hún var mjög áhyggjufull að ég hefði dáið við að taka af henni mynd. Okkur líður eins og þetta hefðu auðveldlega getað verið við,“ segir Scott Stevens. „Ég var að hugsa um þennan óheppna mann. Hann var bara þarna í fríinu sínu og reiknaði vafalaust með að fljúga til síns heima þennan dag eða næstu daga. En, hann er ekki á leiðinni heim.“ Tveir hópar í beit Scott Stevens lýsir því að um hafi verið að ræða tvo sjálfstæða hópa. Hann hafi verið í þeim fyrri en hinn látni og kona hans í þeim síðari. Hóparnir höfðu komið saman á svæðið í rútu en verið skipt í tvennt. Hvor hópur hafi verið með sinn leiðsögumann. Hann hafi einmitt verið að ræða við sinn leiðsögumann þegar hvellurinn heyrðist. „Hann horfði á mig. Ég horfði á hann. Við vorum báðir með svip sem sagði „þetta er ekki gott“,“ segir Stevens. Þeir hafi hlaupið þangað sem ísinn féll og séð konu sem var kvalin. „Ég horfði á konuna með mínum eigin augum. Ég veit að hún var kvalin,“ segir Stevens. Leiðsögumennirnir auk læknis sem var meðal ferðamanna hugðu að henni. Stevens segir leiðsögumann sinn hafa verið í áfalli. „Hann var með tárin í augunum. Hann kom aftur. Það voru blóðblettir á honum. Ég held þeir hafi verið frá herramanninum sem lést. Hinn leiðsögumaðurinn var í jafnmiklu uppnámi. Ótrúlegur uppnámi, báðir tveir,“ segir Stevens.
Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent