Ef vel væri stjórnað Hörður Filippusson skrifar 28. ágúst 2024 14:00 „ÞJÓÐNÝTING. Ebern heitir smábær einn í Bæheimi. Þar er gott að vera. Íbúarnir þurfa engin útsvör að greiða, en aftur á móti fá þeir útborgað úr bæjarsjóði sem svarar 60 mörkum (65 ísl. kr.) á ári á hvern mann. Þessu víkur svo við, að Ebern á mikil skóglendi utan við bæinn og rekur þar skógarhögg og trjávinnslu með svo góðum árangri, að ágóðinn borgar öll útgjöld bæjarins og gefur auk þess afgang til þess að útbýta til bæjarmanna. Þar er gott að vera. En þessu líkt gæti víðar verið, ef vel væri stjórnað“. Þennan tilvitnaða texta má lesa í riti sem hét fullu nafni „Almanak alþýðu, ársrit um gagnlegan fróðleik handa íslenzkri vinnustétt ásamt ýmsu til skemmtunar“. 1. ár 1930. Ritið var gefið út af Bókmenntafélagi jafnaðarmanna. Það er því engin nýung að íslenskir jafnaðarmenn horfi til þess að arður af auðlindum í eigu þjóðarinnar nýtist til samfélagslegra verkefna í stað þess að renna í vasa auðmanna. Þessi litla saga er góð áminning fyrir okkur nú. Við íslendingar eigum gnægð auðlinda sem ekki nýtast samfélaginu sem skyldi. Að bestu manna yfirsýn telst auðlindarenta af náttúruauðlindum Íslands ekki í milljörðum, ekki tugum milljarða, líklega hundruðum milljarða. Réttmætur eigandi hennar þarf að sjá til þess að arðurinn renni í sameiginlega sjóði. Þetta fé gæti skipt sköpum fyrir vanfjármagnað velferðarkerfi. Til að svo megi verða þarf öfluga löggjöf sem tekur af öll tvímæli um eiganda auðlindanna og auðlindarentunnar. Þá væri hér gott að vera. Svo gæti verið ef vel væri stjórnað. „Vituð ér enn eða hvað“? Höfundur er jafnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Sjá meira
„ÞJÓÐNÝTING. Ebern heitir smábær einn í Bæheimi. Þar er gott að vera. Íbúarnir þurfa engin útsvör að greiða, en aftur á móti fá þeir útborgað úr bæjarsjóði sem svarar 60 mörkum (65 ísl. kr.) á ári á hvern mann. Þessu víkur svo við, að Ebern á mikil skóglendi utan við bæinn og rekur þar skógarhögg og trjávinnslu með svo góðum árangri, að ágóðinn borgar öll útgjöld bæjarins og gefur auk þess afgang til þess að útbýta til bæjarmanna. Þar er gott að vera. En þessu líkt gæti víðar verið, ef vel væri stjórnað“. Þennan tilvitnaða texta má lesa í riti sem hét fullu nafni „Almanak alþýðu, ársrit um gagnlegan fróðleik handa íslenzkri vinnustétt ásamt ýmsu til skemmtunar“. 1. ár 1930. Ritið var gefið út af Bókmenntafélagi jafnaðarmanna. Það er því engin nýung að íslenskir jafnaðarmenn horfi til þess að arður af auðlindum í eigu þjóðarinnar nýtist til samfélagslegra verkefna í stað þess að renna í vasa auðmanna. Þessi litla saga er góð áminning fyrir okkur nú. Við íslendingar eigum gnægð auðlinda sem ekki nýtast samfélaginu sem skyldi. Að bestu manna yfirsýn telst auðlindarenta af náttúruauðlindum Íslands ekki í milljörðum, ekki tugum milljarða, líklega hundruðum milljarða. Réttmætur eigandi hennar þarf að sjá til þess að arðurinn renni í sameiginlega sjóði. Þetta fé gæti skipt sköpum fyrir vanfjármagnað velferðarkerfi. Til að svo megi verða þarf öfluga löggjöf sem tekur af öll tvímæli um eiganda auðlindanna og auðlindarentunnar. Þá væri hér gott að vera. Svo gæti verið ef vel væri stjórnað. „Vituð ér enn eða hvað“? Höfundur er jafnaðarmaður.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar