Neyðarkassinn eigi að skapa ró Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. ágúst 2024 20:02 Áslaug E. Yngvadóttir Tulinius, neyðarvarnarfulltrúi hjá samtökunum segir ekki um hræðsluáróður að ræða heldur snúi verkefnið að því að skapa ró. vísir/sigurjón Rauði krossinn hvetur fólk til að útbúa neyðarkassa með helstu nauðsynjun ef hættuástand á borð við náttúruhamfarir steðjar að. En hvað þarf að vera í kassanum? Það vakti mikla athygli þegar stjórnvöld í Danmörku hvöttu í gær íbúa til að eiga matarbirgðir, vatn, lyf og aðrar vistir til minnst þriggja daga til að vera viðbúnir mögulegu neyðarástandi. Þrátt fyrir skilaboðin er það ekki mat stjórnvalda að hernaðarógn sé yfirvofandi í landinu. Rauði krossinn á Íslandi hefur lengi hvatt íbúa til að útbúa svokallaðan viðlagakassa. Áslaug E. Yngvadóttir Tulinius, neyðarvarnarfulltrúi hjá samtökunum segir neyðarkassann til að skapa ró, ekki sé um hræðsluáróður að ræða. „Þetta gengur út á að fjölskyldur og einstaklingar geti verið sjálfstæðir í þrjá daga ef eitthvað kemur upp á.“ Hvað sjái þið fram á að geti gerst hér? „Það er eins og við þekkjum eldgos, skriður, óveður, sambandsleysi. Það er ýmislegt sem getur komið fyrir á þessu landi.“ Eigum við ekki bara að ná okkur í körfu og kaupa inn það sem maður þarf að eiga? „Heldur betur,“ segir Áslaug. Fyrst á lista er vatn og miðar hún við tvo til þrjá lítra af vatni á hvern og einn á dag. „En það getur líka runnið út þannig það er mikilvægt að athuga dagsetningar og fara yfir viðlagakassann til að vera viss um að þú eigir vatn fyrir þrjá daga.“ Ég sé á listanum að það er mikilvægt að eiga mat með góðan endingartíma. Það er væntanlega dósamatur? „Já það eru t.d. baunir eða túnfiskur.“ Svo eru það kolvetni, hvað myndir þú taka? „Stóran poka af hrísgrjónum eða pasta. Og jafnvel svona sósu með í dós, þetta endist mjög vel.“ Svo þarf eitthvað ef eldavélin fer? „Já þá viljum við ekki borða þurrt pasta. Mikilvægt að vera með prímus og nóg af gasi til, þetta endist bara ákveðið lengi.“ Auk þess sem lyf þurfa að vera til taks og nóg eldsneyti á bílnum. Þá er mikilvægt að eiga kveikjara eða eldspýtur og vasaljós ef rafmagn fer af. Teppi, hleðslubanka, skyndihjálpartösku og slökkvitæki. Heldur þú að fólk eigi svona kassa heima, heldur þú að fólk sé tilbúið? „Ég held að einhverjir séu það en ég held að við ættum öll að skoða þetta og taka okkur á. Það er ástæða til þess.“ Náttúruhamfarir Öryggis- og varnarmál Hjálparstarf Almannavarnir Tengdar fréttir Ekki óskynsamlegt að koma sér upp neyðarbirgðum Jóhann Friðrik Friðrikson, þingmaður Framsóknar sem sæti á í þjóðaröryggisráði, segir ekki óskynsamlegt fyrir Íslendinga að koma sér upp neyðarbirgðum á heimilum sínum líkt og Danir. 28. ágúst 2024 08:24 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Það vakti mikla athygli þegar stjórnvöld í Danmörku hvöttu í gær íbúa til að eiga matarbirgðir, vatn, lyf og aðrar vistir til minnst þriggja daga til að vera viðbúnir mögulegu neyðarástandi. Þrátt fyrir skilaboðin er það ekki mat stjórnvalda að hernaðarógn sé yfirvofandi í landinu. Rauði krossinn á Íslandi hefur lengi hvatt íbúa til að útbúa svokallaðan viðlagakassa. Áslaug E. Yngvadóttir Tulinius, neyðarvarnarfulltrúi hjá samtökunum segir neyðarkassann til að skapa ró, ekki sé um hræðsluáróður að ræða. „Þetta gengur út á að fjölskyldur og einstaklingar geti verið sjálfstæðir í þrjá daga ef eitthvað kemur upp á.“ Hvað sjái þið fram á að geti gerst hér? „Það er eins og við þekkjum eldgos, skriður, óveður, sambandsleysi. Það er ýmislegt sem getur komið fyrir á þessu landi.“ Eigum við ekki bara að ná okkur í körfu og kaupa inn það sem maður þarf að eiga? „Heldur betur,“ segir Áslaug. Fyrst á lista er vatn og miðar hún við tvo til þrjá lítra af vatni á hvern og einn á dag. „En það getur líka runnið út þannig það er mikilvægt að athuga dagsetningar og fara yfir viðlagakassann til að vera viss um að þú eigir vatn fyrir þrjá daga.“ Ég sé á listanum að það er mikilvægt að eiga mat með góðan endingartíma. Það er væntanlega dósamatur? „Já það eru t.d. baunir eða túnfiskur.“ Svo eru það kolvetni, hvað myndir þú taka? „Stóran poka af hrísgrjónum eða pasta. Og jafnvel svona sósu með í dós, þetta endist mjög vel.“ Svo þarf eitthvað ef eldavélin fer? „Já þá viljum við ekki borða þurrt pasta. Mikilvægt að vera með prímus og nóg af gasi til, þetta endist bara ákveðið lengi.“ Auk þess sem lyf þurfa að vera til taks og nóg eldsneyti á bílnum. Þá er mikilvægt að eiga kveikjara eða eldspýtur og vasaljós ef rafmagn fer af. Teppi, hleðslubanka, skyndihjálpartösku og slökkvitæki. Heldur þú að fólk eigi svona kassa heima, heldur þú að fólk sé tilbúið? „Ég held að einhverjir séu það en ég held að við ættum öll að skoða þetta og taka okkur á. Það er ástæða til þess.“
Náttúruhamfarir Öryggis- og varnarmál Hjálparstarf Almannavarnir Tengdar fréttir Ekki óskynsamlegt að koma sér upp neyðarbirgðum Jóhann Friðrik Friðrikson, þingmaður Framsóknar sem sæti á í þjóðaröryggisráði, segir ekki óskynsamlegt fyrir Íslendinga að koma sér upp neyðarbirgðum á heimilum sínum líkt og Danir. 28. ágúst 2024 08:24 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Ekki óskynsamlegt að koma sér upp neyðarbirgðum Jóhann Friðrik Friðrikson, þingmaður Framsóknar sem sæti á í þjóðaröryggisráði, segir ekki óskynsamlegt fyrir Íslendinga að koma sér upp neyðarbirgðum á heimilum sínum líkt og Danir. 28. ágúst 2024 08:24