Staða barnafólks á Íslandi Steindór Örn Gunnarsson, Agla Arnars Katrínardóttir, Agnes Lóa Gunnarsdóttir, Árni Dagur Andrésson, Hildur Agla Ottadóttir, Kári Freyr Kane og Oddur Sigþór Hilmarsson skrifa 29. ágúst 2024 18:32 Íslenskar konur hafa aldrei eignast jafn fá börn og nú og Ísland stendur verr að vígi þegar kemur að jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs heldur en nær öll önnur Evrópuríki samkvæmt lífsgæðasamanburði OECD. Þetta er afleiðingin af áralöngu sinnuleysi stjórnvalda og löggjafans gagnvart barnafólki sem birtist meðal annars í veiku fæðingarorlofskerfi og þeirri staðreynd að lög um tekjustofna sveitarfélaga gera ekki ráð fyrir að reknir séu leikskólar á Íslandi. Á meðal streituvalda í lífi barnafólks á Íslandi eru of lágar fæðingarorlofsgreiðslur, of stutt fæðingarorlof og of löng bið eftir leikskólaplássi. Lágmarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði til foreldra sem vinna 100% starf eru 222.500 krónur á mánuði og fæðingarstyrkir til foreldra sem stunda 100% nám eru 222.494 krónur á mánuði. Þessar greiðslur duga ekki fyrir framfærslu og hvetja til þess að konur gangi fram af sér í vinnu á meðgöngu, en einnig eru konur þvingaðar til þess að ganga á veikindarétt sinn á meðan meðgöngu stendur. Fæðingarorlof er aðeins 12 mánuðir, sem foreldrar skipta á milli sín, og eftir það taka við 6-12 mánuðir þar sem foreldrar þurfa sjálfir að brúa bilið áður en barnið fær pláss á leikskóla, sem er almennt við 18-24 mánaða aldur. Á þessu tímabili þurfa foreldrar annað hvort að vera utan vinnumarkaðar til að sinna barninu með tilheyrandi tekjumissi eða borga fúlgur fjár fyrir pláss hjá dagforeldri. Við þær aðstæður sem íslensk stjórnvöld bjóða barnafólki upp á getur reynst foreldrum erfitt að forgangsraða heilsu fjölskyldu sinnar og tengslamyndun með barninu sínu á meðgöngu og fyrstu ár barnsins. Velferðarríki verður að gera betur. Fjárfesting í fjölskyldum er fjárfesting í heilbrigði samfélagsins til langs tíma. Hallveig - ungt jafnaðarfólk í Reykjavík kallar eftir því að ríki og sveitarfélög ráðist strax í markvissar aðgerðir til að skapa fjölskylduvænna samfélag og bæta aðstæður barnafólks á Íslandi. Fyrsta skrefið er að Alþingi sameinist um þær breytingar á fæðingarorlofskerfinu sem þingflokkur Samfylkingarinnar hefur ítrekað flutt frumvarp um: að lágmarksgreiðslur í fæðingarorlofi hækki svo viðmiðunartekjur þeirra tekjulægstu verði ekki skertar, að lögfest verði launað meðgönguorlof fjórum vikum fyrir fæðingu barns og að ungbarnafjölskyldum verði tryggður aukinn sveigjanleiki með rétti til vinnutímastyttingar. Þá er löngu tímabært að ríki og sveitarfélög sameinist um aðgerðir vegna kerfisbundins vanda við fjármögnun, mönnun og rekstur leikskóla, styttri leiðir að fagmenntun fyrir starfsfólk leikskóla verði efldar og rétturinn til leikskóladvalar við ákveðinn aldur festur í lög. Höfundar eru í stjórn Hallveigar- ungs jafnaðarfólks á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Íslenskar konur hafa aldrei eignast jafn fá börn og nú og Ísland stendur verr að vígi þegar kemur að jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs heldur en nær öll önnur Evrópuríki samkvæmt lífsgæðasamanburði OECD. Þetta er afleiðingin af áralöngu sinnuleysi stjórnvalda og löggjafans gagnvart barnafólki sem birtist meðal annars í veiku fæðingarorlofskerfi og þeirri staðreynd að lög um tekjustofna sveitarfélaga gera ekki ráð fyrir að reknir séu leikskólar á Íslandi. Á meðal streituvalda í lífi barnafólks á Íslandi eru of lágar fæðingarorlofsgreiðslur, of stutt fæðingarorlof og of löng bið eftir leikskólaplássi. Lágmarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði til foreldra sem vinna 100% starf eru 222.500 krónur á mánuði og fæðingarstyrkir til foreldra sem stunda 100% nám eru 222.494 krónur á mánuði. Þessar greiðslur duga ekki fyrir framfærslu og hvetja til þess að konur gangi fram af sér í vinnu á meðgöngu, en einnig eru konur þvingaðar til þess að ganga á veikindarétt sinn á meðan meðgöngu stendur. Fæðingarorlof er aðeins 12 mánuðir, sem foreldrar skipta á milli sín, og eftir það taka við 6-12 mánuðir þar sem foreldrar þurfa sjálfir að brúa bilið áður en barnið fær pláss á leikskóla, sem er almennt við 18-24 mánaða aldur. Á þessu tímabili þurfa foreldrar annað hvort að vera utan vinnumarkaðar til að sinna barninu með tilheyrandi tekjumissi eða borga fúlgur fjár fyrir pláss hjá dagforeldri. Við þær aðstæður sem íslensk stjórnvöld bjóða barnafólki upp á getur reynst foreldrum erfitt að forgangsraða heilsu fjölskyldu sinnar og tengslamyndun með barninu sínu á meðgöngu og fyrstu ár barnsins. Velferðarríki verður að gera betur. Fjárfesting í fjölskyldum er fjárfesting í heilbrigði samfélagsins til langs tíma. Hallveig - ungt jafnaðarfólk í Reykjavík kallar eftir því að ríki og sveitarfélög ráðist strax í markvissar aðgerðir til að skapa fjölskylduvænna samfélag og bæta aðstæður barnafólks á Íslandi. Fyrsta skrefið er að Alþingi sameinist um þær breytingar á fæðingarorlofskerfinu sem þingflokkur Samfylkingarinnar hefur ítrekað flutt frumvarp um: að lágmarksgreiðslur í fæðingarorlofi hækki svo viðmiðunartekjur þeirra tekjulægstu verði ekki skertar, að lögfest verði launað meðgönguorlof fjórum vikum fyrir fæðingu barns og að ungbarnafjölskyldum verði tryggður aukinn sveigjanleiki með rétti til vinnutímastyttingar. Þá er löngu tímabært að ríki og sveitarfélög sameinist um aðgerðir vegna kerfisbundins vanda við fjármögnun, mönnun og rekstur leikskóla, styttri leiðir að fagmenntun fyrir starfsfólk leikskóla verði efldar og rétturinn til leikskóladvalar við ákveðinn aldur festur í lög. Höfundar eru í stjórn Hallveigar- ungs jafnaðarfólks á Íslandi
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun