Gengst við rúmlega sjötíu ára glæp Heimir Már Pétursson skrifar 29. ágúst 2024 20:01 Árni Björnsson þjóðháttafræðingur upplýsir þátt sinn í gjörningi sem Morgunblaðið kallaði "svívirðingu gegn Þjóðsöngnum" árið 1953. Stöð 2/Arnar Hinn 18. febrúar 1953 upplýsti Morgunblaðið að útsendarar alþjóðlegra kommúnista hefðu framið glæp í skjóli nætur og svívirt íslenska þjóðsönginn. Afbrotamennirnir fundust aldrei en nú rúmum sjötíu árum síðar gengur einn þeirra fram fyrir skjöldu og játar þátt sinn í málinu. Heimir Már gekk á fund hins meinta útsendara Stalíns. Frétt Morgunblaðsins 18. febrúar 1953tímarit.is Það var á heitavatnstönkunum í Öskjuhlíð sem hinn pólitíski glæpur var framinn. Eða eigum við að segja hinn pólitíski gjörningur, þegar menn í skjóli nætur í febrúarmánuði 1953 máluðu með risastóru letri á tankana "Ó $ vors lands." Og það stóð ekki á samsæriskenningum í Morgunblaðinu. „Og þar var útlistað að kommúnistar hefðu svívirt Þjóðsönginn í nótt. Síðan var löng útlistun í fréttinni um hvernig skipanirnar hefðu komið beint frá Moskvu til þjóðarinnar á Þórsgötu 1 þar sem Sósíalistaflokkurinn hafði skrifstofur þá,“ segir Árni Björnsson þjóðháttafræðingur sem nú er orðinn 92 ára gamall. Hann var einn af meintum útsendara Stalíns á Íslandi. Á þessum tíma var Árni á lokaári í Menntaskólanum í Reykjavík ásamt vini sínum Jökli Jakobssyni sem síðar varð eitt dáðast leikskáld þjóðarinnar. Hann segir Jökul hafa verið uppátækjasaman og skólafélagarnir ekki alltaf til í að fylgja honum en nokkrir látið til leiðast í þetta skipti. Árni Björnsson segir alla skýrt hugsandi menn hafa gert sér grein fyrir að rússagrílan var bara yfirvarp fyrir komu hersins til landsins.Stöð 2/Arnar „Og hann átti hugmyndina. Hann framdi líka gjörninginn. Tjargaði þessa stafi á hitaveitugeymana. En við hinir gerðum ekki annað í rauninni en að bera tjöru og kústa upp Öskjuhlíðina og síðan að standa á verði. Þetta var um miðja nótt.“ Já, Morgunblaðið var ekki í nokkrum vafa um „að einhverjir af fyrirliðum kommúnista hafi skipað að minnsta kosti tveimur vikapilta sinna að fara í skjóli nætur og myrkurs upp að geymunum.“ ....„Þið eigið að svívirða Þjóðsönginn, hafa hinir kommúnísku fyrirliðar sagt við hlaupadrengi sína," sagði Mogginn. „Það kom okkur ekki beinlínis á óvart. Því til þess var leikurinn auðvitað gerður, að þetta vekti athygli. Þetta birtist ekki bara í Morgunblaðinu. Það birtist líka mynd af þessu í Vísi.“ Tilefni tiltæksins hafi verið var að bandarískir dátar væru aftur orðnir áberandi á götum Reykjavíkur eftir um sjö ára hlé. „Þeir spókuðu sig og þóttu nokkuð góðir með sig. Þetta fór í taugarnar á mörgum. Ég man að Jökull hreytti stundum í þá: Hey look at me. Flestir skýrt hugsandi menn áttuðu sig á því að hættan af Rússum var lítið annað en yfirvarp. Það voru íslenskir athafnamenn sem vildu fá verkefni fyrir herinn. Alveg eins og verið hafði á stríðsárunum.“ Félagarnir Jökull Jakobsson (t.v.) og Árni Björnsson (t.h.) á góðri stundu á menntaskólaárunum snemma á sjötta áratugnum.Árni Björnsson Ungu mennirnir hafi viljað gera grín að veru hersins á Íslandi. „Þetta voru auðvitað líka gamanmál en öllu gamni fylgir nokkur alvara,“ segir hinn 92 ára gamli meinti tilræðismaður við Þjóðsöng Íslendinga og góða siði. NATO Kalda stríðið Reykjavík Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
Frétt Morgunblaðsins 18. febrúar 1953tímarit.is Það var á heitavatnstönkunum í Öskjuhlíð sem hinn pólitíski glæpur var framinn. Eða eigum við að segja hinn pólitíski gjörningur, þegar menn í skjóli nætur í febrúarmánuði 1953 máluðu með risastóru letri á tankana "Ó $ vors lands." Og það stóð ekki á samsæriskenningum í Morgunblaðinu. „Og þar var útlistað að kommúnistar hefðu svívirt Þjóðsönginn í nótt. Síðan var löng útlistun í fréttinni um hvernig skipanirnar hefðu komið beint frá Moskvu til þjóðarinnar á Þórsgötu 1 þar sem Sósíalistaflokkurinn hafði skrifstofur þá,“ segir Árni Björnsson þjóðháttafræðingur sem nú er orðinn 92 ára gamall. Hann var einn af meintum útsendara Stalíns á Íslandi. Á þessum tíma var Árni á lokaári í Menntaskólanum í Reykjavík ásamt vini sínum Jökli Jakobssyni sem síðar varð eitt dáðast leikskáld þjóðarinnar. Hann segir Jökul hafa verið uppátækjasaman og skólafélagarnir ekki alltaf til í að fylgja honum en nokkrir látið til leiðast í þetta skipti. Árni Björnsson segir alla skýrt hugsandi menn hafa gert sér grein fyrir að rússagrílan var bara yfirvarp fyrir komu hersins til landsins.Stöð 2/Arnar „Og hann átti hugmyndina. Hann framdi líka gjörninginn. Tjargaði þessa stafi á hitaveitugeymana. En við hinir gerðum ekki annað í rauninni en að bera tjöru og kústa upp Öskjuhlíðina og síðan að standa á verði. Þetta var um miðja nótt.“ Já, Morgunblaðið var ekki í nokkrum vafa um „að einhverjir af fyrirliðum kommúnista hafi skipað að minnsta kosti tveimur vikapilta sinna að fara í skjóli nætur og myrkurs upp að geymunum.“ ....„Þið eigið að svívirða Þjóðsönginn, hafa hinir kommúnísku fyrirliðar sagt við hlaupadrengi sína," sagði Mogginn. „Það kom okkur ekki beinlínis á óvart. Því til þess var leikurinn auðvitað gerður, að þetta vekti athygli. Þetta birtist ekki bara í Morgunblaðinu. Það birtist líka mynd af þessu í Vísi.“ Tilefni tiltæksins hafi verið var að bandarískir dátar væru aftur orðnir áberandi á götum Reykjavíkur eftir um sjö ára hlé. „Þeir spókuðu sig og þóttu nokkuð góðir með sig. Þetta fór í taugarnar á mörgum. Ég man að Jökull hreytti stundum í þá: Hey look at me. Flestir skýrt hugsandi menn áttuðu sig á því að hættan af Rússum var lítið annað en yfirvarp. Það voru íslenskir athafnamenn sem vildu fá verkefni fyrir herinn. Alveg eins og verið hafði á stríðsárunum.“ Félagarnir Jökull Jakobsson (t.v.) og Árni Björnsson (t.h.) á góðri stundu á menntaskólaárunum snemma á sjötta áratugnum.Árni Björnsson Ungu mennirnir hafi viljað gera grín að veru hersins á Íslandi. „Þetta voru auðvitað líka gamanmál en öllu gamni fylgir nokkur alvara,“ segir hinn 92 ára gamli meinti tilræðismaður við Þjóðsöng Íslendinga og góða siði.
NATO Kalda stríðið Reykjavík Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira