Staða vegarins „grafalvarleg“ og boðar til nefndarfundar Atli Ísleifsson skrifar 30. ágúst 2024 08:22 Bjarni Jónsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, heimsótti Siglufjörð í gær og fundaði með bæjarstjóra og slökkviliðsstjóra um ástand Siglufjarðarvegar. Vísir/Arnar Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, hefur boðað til sérstaks fundar í nefndinni til að ræða bágt ástand Siglufjarðarvegar. Hann segir stöðuna grafalvarlega og vill sjá boruð jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta sem fyrst. Greint var frá því fyrr í vikunni að Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur við Háskóla Íslands, hafi sagt veginn hafa færst að meðaltali um einn metra á ári í átt til sjávar. Mikil tilfærsla hefði orðið á veginum síðustu daga vegna mikillar úrkomu og tilfærslan á mánudag og þriðjudag mælst sjö sentímetra þar sem hún væri sem mest. Nýverið þurfti að loka veginum í einhverja daga vegna vatnsveðurs og skriðufalla. Frá Siglufjarðarvegi norðan við Strákagöng. Myndin er úr safni.Stöð 2 Bjarni tjáði Feyki í gærkvöldi að hann mæti stöðuna grafalvarlega og hættuna mikla. Hann hafi átt fund með Sigríði Ingvarsdóttur, bæjarstjóri Fjallabyggðar, og Jóhanni K. Jóhannssyni, slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, í gær þar sem farið var yfir stöðuna á veginum. Bjarni greinir í samtali við Feyki frá því að hann hafi boðað til fundar en samkvæmt heimildum fréttastofu óskaði nefndarmaðurinn Ingibjörg Ísaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokks, eftir því á mánudag að nefndin kæmi saman til fundar um málið. Formaðurinn hafi svo nú boðað til fundarins. Bæjaryfirvöld í Fjallabyggð hafa lengi barist fyrir því að boruð verði jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta til að koma í veg fyrir að fólk þurfi að aka veginn. Í samtali við Feyki segist Bjarni vera því sammála að flýta eins og nokkur kostur væri gerð slíkra ganga sem myndi leysa „þessa hættulegu leið af hólmi“. Alþingi Fjallabyggð Skagafjörður Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Umferðaröryggi Tengdar fréttir Siglufjarðarvegur færist um metra á ári Siglufjarðarvegur færist að meðaltali um einn metra á ári í átt til sjávar. Mikil tilfærsla hefur orðið á veginum síðustu daga vegna mikillar úrkomu síðustu daga. Í gær og fyrradag mældist tilfærslan sjö sentímetra þar sem hún er sem mest. 28. ágúst 2024 06:20 Sáu í birtingu að skriður höfðu fallið í fallið í firðinum Þrjú heimili á Húsavík voru rýmd eftir að aurskriða féll á eitt þeirra í nótt vegna mikillar úrkomu. Skriður féllu einnig beggja vegna Strákaganga, og Siglufjarðarvegi var lokað, en á Ólafsfirði var allt þurrt. Skriður féllu innan Siglufjarðar en sköpuðu ekki hættu að sögn slökkviliðsstjóra. 24. ágúst 2024 19:13 Skriður fallið við báða enda Strákaganga Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi eystra vegna hættu á skriðuföllum og vatnavöxtum. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna grjóthruns og hafa skriður fallið á veginn við báða enda Strákaganga. 24. ágúst 2024 12:08 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Greint var frá því fyrr í vikunni að Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur við Háskóla Íslands, hafi sagt veginn hafa færst að meðaltali um einn metra á ári í átt til sjávar. Mikil tilfærsla hefði orðið á veginum síðustu daga vegna mikillar úrkomu og tilfærslan á mánudag og þriðjudag mælst sjö sentímetra þar sem hún væri sem mest. Nýverið þurfti að loka veginum í einhverja daga vegna vatnsveðurs og skriðufalla. Frá Siglufjarðarvegi norðan við Strákagöng. Myndin er úr safni.Stöð 2 Bjarni tjáði Feyki í gærkvöldi að hann mæti stöðuna grafalvarlega og hættuna mikla. Hann hafi átt fund með Sigríði Ingvarsdóttur, bæjarstjóri Fjallabyggðar, og Jóhanni K. Jóhannssyni, slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, í gær þar sem farið var yfir stöðuna á veginum. Bjarni greinir í samtali við Feyki frá því að hann hafi boðað til fundar en samkvæmt heimildum fréttastofu óskaði nefndarmaðurinn Ingibjörg Ísaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokks, eftir því á mánudag að nefndin kæmi saman til fundar um málið. Formaðurinn hafi svo nú boðað til fundarins. Bæjaryfirvöld í Fjallabyggð hafa lengi barist fyrir því að boruð verði jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta til að koma í veg fyrir að fólk þurfi að aka veginn. Í samtali við Feyki segist Bjarni vera því sammála að flýta eins og nokkur kostur væri gerð slíkra ganga sem myndi leysa „þessa hættulegu leið af hólmi“.
Alþingi Fjallabyggð Skagafjörður Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Umferðaröryggi Tengdar fréttir Siglufjarðarvegur færist um metra á ári Siglufjarðarvegur færist að meðaltali um einn metra á ári í átt til sjávar. Mikil tilfærsla hefur orðið á veginum síðustu daga vegna mikillar úrkomu síðustu daga. Í gær og fyrradag mældist tilfærslan sjö sentímetra þar sem hún er sem mest. 28. ágúst 2024 06:20 Sáu í birtingu að skriður höfðu fallið í fallið í firðinum Þrjú heimili á Húsavík voru rýmd eftir að aurskriða féll á eitt þeirra í nótt vegna mikillar úrkomu. Skriður féllu einnig beggja vegna Strákaganga, og Siglufjarðarvegi var lokað, en á Ólafsfirði var allt þurrt. Skriður féllu innan Siglufjarðar en sköpuðu ekki hættu að sögn slökkviliðsstjóra. 24. ágúst 2024 19:13 Skriður fallið við báða enda Strákaganga Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi eystra vegna hættu á skriðuföllum og vatnavöxtum. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna grjóthruns og hafa skriður fallið á veginn við báða enda Strákaganga. 24. ágúst 2024 12:08 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Siglufjarðarvegur færist um metra á ári Siglufjarðarvegur færist að meðaltali um einn metra á ári í átt til sjávar. Mikil tilfærsla hefur orðið á veginum síðustu daga vegna mikillar úrkomu síðustu daga. Í gær og fyrradag mældist tilfærslan sjö sentímetra þar sem hún er sem mest. 28. ágúst 2024 06:20
Sáu í birtingu að skriður höfðu fallið í fallið í firðinum Þrjú heimili á Húsavík voru rýmd eftir að aurskriða féll á eitt þeirra í nótt vegna mikillar úrkomu. Skriður féllu einnig beggja vegna Strákaganga, og Siglufjarðarvegi var lokað, en á Ólafsfirði var allt þurrt. Skriður féllu innan Siglufjarðar en sköpuðu ekki hættu að sögn slökkviliðsstjóra. 24. ágúst 2024 19:13
Skriður fallið við báða enda Strákaganga Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi eystra vegna hættu á skriðuföllum og vatnavöxtum. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna grjóthruns og hafa skriður fallið á veginn við báða enda Strákaganga. 24. ágúst 2024 12:08