Ótrúlega slakandi raftónlistarhátíð í fimmtánda skiptið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. ágúst 2024 09:30 Það verður fjölbreyttur hópur listamanna á Extreme Chill Festival. Tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival fer fram í fimmtánda skiptið í Reykjavík í næstu viku. Pan Thorarensen hefur staðið að hátíðinni frá upphafi sem fyrst var haldin á Hellissandi við rætur Snæfellsjökuls, síðan í Berlín og svo loksins í Reykjavík. „Þetta er í fimmtánda sinn sem við höldum þessa hátíð og við erum hvergi nærri af baki dottin,“ segir Pan í samtali við Vísi. Hátíðin hefst á mánudag 2. september og stendur yfir þar til á sunnudag 8. september. Í ár kemur fjölbreyttur hópur listamanna fram frá Íslandi sem og erlendis frá. Hugmyndin að hátíðinni kviknaði hjá Pan og föður hans Óskari Thorarensen þegar þeir gerðu tónlist saman, svokallaða mixteip diska og kölluðu það Extreme Chill. Þeir skipuðu einmitt rafsveitina Stereo Hypnosis Ambient tríó á sínum tíma. Að sögn Pan hefur aldrei komið annað til greina en að halda í nafnið, jafnvel þó það sé oft mikið stuð í raftónlistinni. Margir upplifi hana einmitt slakandi. Markmið hátíðarinnar er að kynna íslenska og erlenda hljóðlistamenn og tengja saman ólík listform, hljóðheim og lifandi myndheim. Hátíðin mun eiga sér stað á nokkrum mismunandi stöðum í miðborginni: Gamla Bíó, Mengi, Fríkirkjan í Reykjavík, White Lotus, Bíó Paradís, Smekkleysa, Radar, Kaffibarinn, 12 Tónar og Röntgen. Tónlistarmenn sem verða á hátíðinni: ALESSANDRO CORTINI FUJI||||||||||TA MARY LATTIMORE ERALDO BERNOOCCHI & HOSHIKO YAMANE MUSEUM OF SOUND (LISTENING ROOM WITH MIKA VAINIO) CHRISTOPHER CHAPLIN STEREO HYPNOSIS MIXMASTER MORRIS HARP & ARP KIRA KIRA ÆGIR PADDAN JÓHANN EIRÍKSSON INVISIBLE LANDSCAPES (FILM SCREENING + DISCUSSION) WITH: PAN THORARENSEN & MAGNÚS BERGSSON MASAYA OZAKI HAVELKA / HAVELS BORGAR MAGNASON SUBOTNICK (FILM SCREENING ) PORTRAIT OF AN ELECTRONIC MUSIC PIONEER MIKAEL LIND PLASMABELL ORANG VOLANTE ÁLFBEAT PELLEGRINA (DJ) DJ GULLI DJ & TATJANA JAMESENDIR & DJ DEATH METAL Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þetta er í fimmtánda sinn sem við höldum þessa hátíð og við erum hvergi nærri af baki dottin,“ segir Pan í samtali við Vísi. Hátíðin hefst á mánudag 2. september og stendur yfir þar til á sunnudag 8. september. Í ár kemur fjölbreyttur hópur listamanna fram frá Íslandi sem og erlendis frá. Hugmyndin að hátíðinni kviknaði hjá Pan og föður hans Óskari Thorarensen þegar þeir gerðu tónlist saman, svokallaða mixteip diska og kölluðu það Extreme Chill. Þeir skipuðu einmitt rafsveitina Stereo Hypnosis Ambient tríó á sínum tíma. Að sögn Pan hefur aldrei komið annað til greina en að halda í nafnið, jafnvel þó það sé oft mikið stuð í raftónlistinni. Margir upplifi hana einmitt slakandi. Markmið hátíðarinnar er að kynna íslenska og erlenda hljóðlistamenn og tengja saman ólík listform, hljóðheim og lifandi myndheim. Hátíðin mun eiga sér stað á nokkrum mismunandi stöðum í miðborginni: Gamla Bíó, Mengi, Fríkirkjan í Reykjavík, White Lotus, Bíó Paradís, Smekkleysa, Radar, Kaffibarinn, 12 Tónar og Röntgen. Tónlistarmenn sem verða á hátíðinni: ALESSANDRO CORTINI FUJI||||||||||TA MARY LATTIMORE ERALDO BERNOOCCHI & HOSHIKO YAMANE MUSEUM OF SOUND (LISTENING ROOM WITH MIKA VAINIO) CHRISTOPHER CHAPLIN STEREO HYPNOSIS MIXMASTER MORRIS HARP & ARP KIRA KIRA ÆGIR PADDAN JÓHANN EIRÍKSSON INVISIBLE LANDSCAPES (FILM SCREENING + DISCUSSION) WITH: PAN THORARENSEN & MAGNÚS BERGSSON MASAYA OZAKI HAVELKA / HAVELS BORGAR MAGNASON SUBOTNICK (FILM SCREENING ) PORTRAIT OF AN ELECTRONIC MUSIC PIONEER MIKAEL LIND PLASMABELL ORANG VOLANTE ÁLFBEAT PELLEGRINA (DJ) DJ GULLI DJ & TATJANA JAMESENDIR & DJ DEATH METAL
Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira