Vill auka sýnileika lögreglu vegna stunguárása Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. ágúst 2024 12:13 Bjarni Benediktsson fordæmir árásina. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina harmi slegna yfir stunguárásinni á menningarnótt. Hann vill hraða fyrirhuguðum aðgerðum er miða að því að auka sýnileika lögreglu. Sextán ára piltur var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 26. september á grundvelli almannahagsmuna vegna stunguárásarinnar í Skúlagötu á Menningarnótt. Pilturinn er grunaður um að hafa stungið þrjú ungmenni, tvær stúlkur og einn pilt með hnífi. Önnur stúlknanna er enn í lífshættu á sjúkrahúsi. Málið var rætt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. „Við höfum haft vaxandi áhyggjur af þessu og erum harmi slegin yfir þessum síðustu atburðum. Samfélagið allt er í áfalli yfir því að við séum að upplifa árásir eins og þessa, ítrekað á undanförnum misserum,“ sagði Bjarni að loknum ríkisstjórnarfundi. Samfélagið þurfi að rísa upp „Við þessu verður einfaldlega að bregðast og við þurfum sem samfélag að rísa upp og grípa inn í. Þetta er þróun sem við viljum ekki sjá og viljum stöðva,“ sagði Bjarni og ítrekaði mikilvægi þess að tengja saman alla þá sem geta haft áhrif; lögreglu, skóla, heilbrigðiskerfið, félagsstarf í landinu og foreldra. Mennta- og barnamálaráðherra kynnti í sumar aðgerðir gegn ofbeldi meðal barna þar sem merki væru uppi um að ákveðin ofbeldismenning væri að þróast meðal barna hér á landi. Bjarni segir ríkisstjórnina nú ræða um að taka forgangsröðun hennar til endurskoðunar. Vilji standi til þess að auka sýnileika lögreglu. „Í aðgerðaráætlun okkar er gert ráð fyrir að auka sýnileika lögreglu og við erum að velta því fyrir okkur hvort við getum hraðað aðgerðum eins og þeirri vegna þess ástands sem hefur skapast.“ Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Sextán ára piltur var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 26. september á grundvelli almannahagsmuna vegna stunguárásarinnar í Skúlagötu á Menningarnótt. Pilturinn er grunaður um að hafa stungið þrjú ungmenni, tvær stúlkur og einn pilt með hnífi. Önnur stúlknanna er enn í lífshættu á sjúkrahúsi. Málið var rætt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. „Við höfum haft vaxandi áhyggjur af þessu og erum harmi slegin yfir þessum síðustu atburðum. Samfélagið allt er í áfalli yfir því að við séum að upplifa árásir eins og þessa, ítrekað á undanförnum misserum,“ sagði Bjarni að loknum ríkisstjórnarfundi. Samfélagið þurfi að rísa upp „Við þessu verður einfaldlega að bregðast og við þurfum sem samfélag að rísa upp og grípa inn í. Þetta er þróun sem við viljum ekki sjá og viljum stöðva,“ sagði Bjarni og ítrekaði mikilvægi þess að tengja saman alla þá sem geta haft áhrif; lögreglu, skóla, heilbrigðiskerfið, félagsstarf í landinu og foreldra. Mennta- og barnamálaráðherra kynnti í sumar aðgerðir gegn ofbeldi meðal barna þar sem merki væru uppi um að ákveðin ofbeldismenning væri að þróast meðal barna hér á landi. Bjarni segir ríkisstjórnina nú ræða um að taka forgangsröðun hennar til endurskoðunar. Vilji standi til þess að auka sýnileika lögreglu. „Í aðgerðaráætlun okkar er gert ráð fyrir að auka sýnileika lögreglu og við erum að velta því fyrir okkur hvort við getum hraðað aðgerðum eins og þeirri vegna þess ástands sem hefur skapast.“
Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira