Hefðu getað komið í veg fyrir árásina með leyfi bandamanna Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2024 18:24 Íbúðarblokk í Kharkív brennur eftir að rússnesk svifsprengja lenti á henni í dag. Unglingsstúlka er sögð látin og nokkur börn særð. Vísir/Getty Forseti Úkraínu segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir mannskæða sprengjuárás Rússa á Kharkív í dag ef vestrænir bandamenn leyfðu Úkraínumönnum að gera árásir á rússneska herflugvelli. Börn létust og særðust í árásinni. Fjórtán ára gömul stúlka er á meðal að minnsta kosti fimm óbreyttra borgara sem féllu þegar Rússar gerðu árás á borgina Kharkív í Austur-Úkraínu í dag. Rússneskar svifsprengjur lentu meðal annars á leikvelli og íbúðablokk í þessari næststærstu borg landsins. Tæplega sextíu til viðbótar særðust í árásinni, að sögn Olegs Sinegubov, héraðsstjóra Kharkív. Af þeim sagði hann tuttugu alvarlega særða. Af sumum þyrfti að fjarlægja útlimi. Níu börn væru á meðal þeirra sem særðust. Sinegubov sagði að árásin hefði verið gerð frá Belgorod, handan landamæranna í Rússlandi, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. AP-fréttastofan segir að Rússar hafi notað svonefndar svifsprengjur sem er sleppt úr flugvélum. Hún hefur jafnframt eftir Sinegubov að sex séu látnir. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, sagði að Rússar hefðu ráðast á „venjulegt fólk“ í Kharkív. Hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef Úkraínumenn fengu leyfi frá vestrænum bandamönnum sínum til þess að ráðast á rússneska herflugvelli þaðan sem flugvélarnar sem sleppa svifsprengjunum eru gerðar út. „Við þurfum sterkar ákvarðanir frá bandamönnum okkar til þess að stöðva þennan hrylling,“ sagði Selenskíj og kallaði eftir auknum loftvörnum og langdrægum vopnum á samfélagsmiðlum í dag. The Russian strike on Kharkiv directly on people, on ordinary house. All services are currently engaged in the rescue operation. I thank everyone who is helping to save lives at this moment.This strike was carried out using a Russian guided aerial bomb—a strike that could have… pic.twitter.com/ydRfqPju6n— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 30, 2024 Bridget Brink, sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, sagði að gera þyrfti Rússa ábyrga fyrir stríðsglæpum sem þeir hefðu framið í Kharkív. Bandaríkjastjórn hefur aðeins veitt Úkraínumönnum heimild til þess að ráðast á skotmörk í Rússlandi nálægt Kharkív og aðeins til þess að svara rússneskum árásum eða til þess að fyrirbyggja þær. Úkraínumenn fengu nokkrar F-16 orrustuþotur frá Bandaríkjastjórn. Ein þeirra hrapaði á ónefndum stað í Úkraínu á mánudag.AP/Efrem Lukatsky Selenskíj rak fyrr í dag yfirmann flughersins, fjórum dögum eftir að flugmaður bandarískra F-16 orrustuþotu fórst þegar hún hrapaði í sprengjuárás Rússa. Herforinginn hafði áður sakað þingkonu sem gaf í skyn að bandarísk Patriot-stýriflaug sem Úkraínumenn nota hafi hæft þotuna fyrir mistök um ærumeiðingar. Úkraínsk stjórnvöld hafa ekki neitað því beint að bandarísk eldflaug hafi grandað þotunni. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Lítil stelpa á leikvelli lést í sprengjuárás Fjórtán ára gömul stelpa sem stödd var á leikvelli er meðal fimm látinna í Kharkiv borg í Úkraínu eftir sprengjuárásir Rússa. Fjörutíu til viðbótar hafa slasast vegna árásanna það sem af er degi. 30. ágúst 2024 15:40 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Sjá meira
Fjórtán ára gömul stúlka er á meðal að minnsta kosti fimm óbreyttra borgara sem féllu þegar Rússar gerðu árás á borgina Kharkív í Austur-Úkraínu í dag. Rússneskar svifsprengjur lentu meðal annars á leikvelli og íbúðablokk í þessari næststærstu borg landsins. Tæplega sextíu til viðbótar særðust í árásinni, að sögn Olegs Sinegubov, héraðsstjóra Kharkív. Af þeim sagði hann tuttugu alvarlega særða. Af sumum þyrfti að fjarlægja útlimi. Níu börn væru á meðal þeirra sem særðust. Sinegubov sagði að árásin hefði verið gerð frá Belgorod, handan landamæranna í Rússlandi, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. AP-fréttastofan segir að Rússar hafi notað svonefndar svifsprengjur sem er sleppt úr flugvélum. Hún hefur jafnframt eftir Sinegubov að sex séu látnir. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, sagði að Rússar hefðu ráðast á „venjulegt fólk“ í Kharkív. Hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef Úkraínumenn fengu leyfi frá vestrænum bandamönnum sínum til þess að ráðast á rússneska herflugvelli þaðan sem flugvélarnar sem sleppa svifsprengjunum eru gerðar út. „Við þurfum sterkar ákvarðanir frá bandamönnum okkar til þess að stöðva þennan hrylling,“ sagði Selenskíj og kallaði eftir auknum loftvörnum og langdrægum vopnum á samfélagsmiðlum í dag. The Russian strike on Kharkiv directly on people, on ordinary house. All services are currently engaged in the rescue operation. I thank everyone who is helping to save lives at this moment.This strike was carried out using a Russian guided aerial bomb—a strike that could have… pic.twitter.com/ydRfqPju6n— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 30, 2024 Bridget Brink, sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, sagði að gera þyrfti Rússa ábyrga fyrir stríðsglæpum sem þeir hefðu framið í Kharkív. Bandaríkjastjórn hefur aðeins veitt Úkraínumönnum heimild til þess að ráðast á skotmörk í Rússlandi nálægt Kharkív og aðeins til þess að svara rússneskum árásum eða til þess að fyrirbyggja þær. Úkraínumenn fengu nokkrar F-16 orrustuþotur frá Bandaríkjastjórn. Ein þeirra hrapaði á ónefndum stað í Úkraínu á mánudag.AP/Efrem Lukatsky Selenskíj rak fyrr í dag yfirmann flughersins, fjórum dögum eftir að flugmaður bandarískra F-16 orrustuþotu fórst þegar hún hrapaði í sprengjuárás Rússa. Herforinginn hafði áður sakað þingkonu sem gaf í skyn að bandarísk Patriot-stýriflaug sem Úkraínumenn nota hafi hæft þotuna fyrir mistök um ærumeiðingar. Úkraínsk stjórnvöld hafa ekki neitað því beint að bandarísk eldflaug hafi grandað þotunni.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Lítil stelpa á leikvelli lést í sprengjuárás Fjórtán ára gömul stelpa sem stödd var á leikvelli er meðal fimm látinna í Kharkiv borg í Úkraínu eftir sprengjuárásir Rússa. Fjörutíu til viðbótar hafa slasast vegna árásanna það sem af er degi. 30. ágúst 2024 15:40 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Sjá meira
Lítil stelpa á leikvelli lést í sprengjuárás Fjórtán ára gömul stelpa sem stödd var á leikvelli er meðal fimm látinna í Kharkiv borg í Úkraínu eftir sprengjuárásir Rússa. Fjörutíu til viðbótar hafa slasast vegna árásanna það sem af er degi. 30. ágúst 2024 15:40