Vertu gagnrýnin, greinandi og skapandi Martha Árnadóttir skrifar 30. ágúst 2024 21:54 Starfsfólk á vinnumarkaði hefur lengi staðið frammi fyrir hröðum breytingum vegna tækniþróunar og stafrænna umbreytinga, sem hafa orðið lykilþættir í nánast öllum atvinnugreinum. Gildir þá einu hvort þú ert verksmiðjuverkamaður, starfar í framlínu eða ert sérfræðingur á einhverju sviði, tæknin hefur haft eða mun hafa áhrif á starf þitt á einn eða annan hátt. Þetta sýna fjölmargar rannsóknir á sviði mannauðsþróunar og sjálfvirknivæðingar. Skýrslan Future of Jobs Report 2023, frá World Economic Forum, sem er ágætisplagg í sjálfu sér, varpar ljósi á mikilvægi ákveðinna hæfniþátta sem ennþá eru svo til alveg á mannlegu valdi eins og skapandi hugsun, greinandi- og gagnrýnin hugsun, þrautseigja, sveigjanleiki, sjálfsvitund og hvatning, leiðtogahæfni og að geta haft áhrif til góðs. Þessir mannlegu þættir verða lykilatriði þegar spurt er um hæfni mannauðsins á komandi árum, og ástæðan er einfaldlega sú að tæknin hefur enn ekki náð að sjálfvirknivæða þessa mannlegu hæfi að fullu. Af þeirri ástæðu er því spáð að eftirspurnin eftir slíkri hæfni muni stóraukast á næstu árum. Það segir okkur að sóknarfæri mannauðsins eru á þeim sviðum sem tæknin getur ekki auðveldlega tekið yfir, sem þýðir líka að sú hæfni verður sífellt verðmætari þar sem tækni með tilheyrandi sjálfvirknivæðingu verður stöðugt plássfrekari á vinnustaðnum. Það er mat margra, sem starfa á sviði mannauðsþróunar, að til að standast eftirspurnina eftir nefndum hæfniþáttum þurfi um 60% alls starfandi mannauðs að fá viðeigandi þjálfun fyrir árið 2027. Þetta undirstrikar það sem við vitum öll, það er mikilvægi þess að tryggja stöðuga hæfniþróun og þjálfun mannauðsins til að mæta þeim áskorunum og tækifærum sem framtíðin ber í skauti sér. Það er í sjálfu sér merkilegt að þrátt fyrir hraða tækniþróun og sjálfvirknivæðingu á öllum sviðum, þá er það mannauðurinn sem er í brennidepli svo víða og má þar nefna meðal annars ráðstefnuna World Economic Forum Growth Summit 2023, en þar koma saman leiðtogar úr viðskiptum, stjórnmálum og fræðasamfélagi, til að ræða og þróa stefnumótun fyrir efnahagslegan vöxt og velmegun. Á ráðstefnunni var lögð sérstök áhersla á að þróun og nýting mannauðs er ennþá lykilþáttur í því að byggja upp og stuðla að velsæld á öllum sviðum. Þessi áhersla segir okkur að þó tæknin hafi mikil áhrif á störf og atvinnulíf, þá er það mannlegi þátturinn, hæfileikar, kunnátta, skynsemi og aðlögunarhæfni fólks, sem mun að lokum ráða úrslitum um framtíðarvelsæld og velmegun fyrirtækja, stofnana og samfélags. Þetta minnir okkur á að þrátt fyrir að framtíðin sé óviss og við sjáum oft aðeins toppinn á ísjakanum þegar kemur að komandi breytingum, er ljóst að þeir sem eru tilbúnir til að aðlagast og tileinka sér nýja hæfni munu hafa betri möguleika á að takast á við framtíðaráskoranir og nýta þau tækifæri sem tækniþróunin skapar - stundum kallað samkeppnishæfni mannauðs á markaðstorgi starfa. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Starfsfólk á vinnumarkaði hefur lengi staðið frammi fyrir hröðum breytingum vegna tækniþróunar og stafrænna umbreytinga, sem hafa orðið lykilþættir í nánast öllum atvinnugreinum. Gildir þá einu hvort þú ert verksmiðjuverkamaður, starfar í framlínu eða ert sérfræðingur á einhverju sviði, tæknin hefur haft eða mun hafa áhrif á starf þitt á einn eða annan hátt. Þetta sýna fjölmargar rannsóknir á sviði mannauðsþróunar og sjálfvirknivæðingar. Skýrslan Future of Jobs Report 2023, frá World Economic Forum, sem er ágætisplagg í sjálfu sér, varpar ljósi á mikilvægi ákveðinna hæfniþátta sem ennþá eru svo til alveg á mannlegu valdi eins og skapandi hugsun, greinandi- og gagnrýnin hugsun, þrautseigja, sveigjanleiki, sjálfsvitund og hvatning, leiðtogahæfni og að geta haft áhrif til góðs. Þessir mannlegu þættir verða lykilatriði þegar spurt er um hæfni mannauðsins á komandi árum, og ástæðan er einfaldlega sú að tæknin hefur enn ekki náð að sjálfvirknivæða þessa mannlegu hæfi að fullu. Af þeirri ástæðu er því spáð að eftirspurnin eftir slíkri hæfni muni stóraukast á næstu árum. Það segir okkur að sóknarfæri mannauðsins eru á þeim sviðum sem tæknin getur ekki auðveldlega tekið yfir, sem þýðir líka að sú hæfni verður sífellt verðmætari þar sem tækni með tilheyrandi sjálfvirknivæðingu verður stöðugt plássfrekari á vinnustaðnum. Það er mat margra, sem starfa á sviði mannauðsþróunar, að til að standast eftirspurnina eftir nefndum hæfniþáttum þurfi um 60% alls starfandi mannauðs að fá viðeigandi þjálfun fyrir árið 2027. Þetta undirstrikar það sem við vitum öll, það er mikilvægi þess að tryggja stöðuga hæfniþróun og þjálfun mannauðsins til að mæta þeim áskorunum og tækifærum sem framtíðin ber í skauti sér. Það er í sjálfu sér merkilegt að þrátt fyrir hraða tækniþróun og sjálfvirknivæðingu á öllum sviðum, þá er það mannauðurinn sem er í brennidepli svo víða og má þar nefna meðal annars ráðstefnuna World Economic Forum Growth Summit 2023, en þar koma saman leiðtogar úr viðskiptum, stjórnmálum og fræðasamfélagi, til að ræða og þróa stefnumótun fyrir efnahagslegan vöxt og velmegun. Á ráðstefnunni var lögð sérstök áhersla á að þróun og nýting mannauðs er ennþá lykilþáttur í því að byggja upp og stuðla að velsæld á öllum sviðum. Þessi áhersla segir okkur að þó tæknin hafi mikil áhrif á störf og atvinnulíf, þá er það mannlegi þátturinn, hæfileikar, kunnátta, skynsemi og aðlögunarhæfni fólks, sem mun að lokum ráða úrslitum um framtíðarvelsæld og velmegun fyrirtækja, stofnana og samfélags. Þetta minnir okkur á að þrátt fyrir að framtíðin sé óviss og við sjáum oft aðeins toppinn á ísjakanum þegar kemur að komandi breytingum, er ljóst að þeir sem eru tilbúnir til að aðlagast og tileinka sér nýja hæfni munu hafa betri möguleika á að takast á við framtíðaráskoranir og nýta þau tækifæri sem tækniþróunin skapar - stundum kallað samkeppnishæfni mannauðs á markaðstorgi starfa. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar