„Eigum að fá mesta víti sem ég hef séð í langan tíma” Árni Gísli Magnússon skrifar 1. september 2024 19:08 Hallgrímur Jónasson vildi meina að KA-menn hefðu átt að fá víti. vísir/Diego Breiðablik vann 3-2 útisigur á KA í dag í fjörugum leik þar sem KA jafnaði leikinn í tvígang eftir að hafa lent undir. Með tapinu er ljóst að KA endar ekki í efri hluta deildarinnar þegar ein umferð er óleikin af hefðbundinni deildarkeppni. Hallgrímur Jónasson, þjálfara KA, fannst liðið gera nógu mikið til að fá þrjú stig en situr að lokum uppi með ekkert. „Ég er virkilega svekktur og hefði samt verið svekktur þó við hefðum fengið eitt stig, við áttum bara að vinna þennan leik. Því miður þá klúðrum við held ég þrisvar einn á móti markmanni þar sem við skjótum beint á markmanninn og svo eigum við að fá mesta víti sem ég hef séð í langan tíma en einhvernveginn sjá dómararnir það ekki þegar Viðar (Örn Kjartansson) stígur fram fyrir og hann ætlar að negla boltanum 70 metra í burtu og neglir aftan í Viðar,“ sagði Hallgrímur í viðtali eftir leik. „Því miður missti dómarinn af því og það er virkilega svekkjandi því eins og ég sagði hefðum við átt að skora fjögur mörk meira í þessum leik.” „Áttum að vinna þennan leik“ Hallgrímur segir þó að færanýting sé ekki það eina sem skilji liðin að í dag. „Nei, við fáum líka þrjú mörk á okkur. Fáum á okkur þrjú mörk og tvö af þeim er eitthvað sem ég er ekki sáttur með en málið er að við fórum að pressa á þá, fórum ofararlega, þá fóru að koma opnanir en ef þú lítur bara á skot á mark og færi þá eigum við bara að vinna leikinn en Breiðablik er gott lið, þeir skora þrjú mörk og voru ljónheppnir að við skoruðum ekki sex mörk í dag.” Fyrir leikinn í dag hafði KA ekki tapað í síðustu 10 deildarleikjum og hafði sótt flest stig allra liða í seinni umferð deildarkeppninnar. Með tapinu í dag er endanlega ljóst að KA endar ekki í efri hluta deildinnar þar sem Stjarnan var rétt í þessu að landa 3-0 sigri á FH og munar því fjórum stigum á KA og Stjörnunni í sjöunda og sjötta sæti fyrir lokaumferðina. Fram getur þó enn náð Stjörnunni að stigum. „Málið er að við eigum frábæra frammistöðu í dag. Þetta er lið sem er efst í deildinni og þeir eru ljónheppnir að fara héðan með sigur. Eins og ég segi áttum við að vinna þennan leik þannig ég er virkilega ánægður með strákana, við erum á frábærum stað. Núna er bara smá pása og svo förum við á Skagann og gerum vel og svo vinnum við bikarúrslitaleikinn, þá eru allir himinlifandi”, sagði Hallgrímur kokhraustur. Verður erfitt að mótivera liðið í að klára deildina með því að spila í neðri hlutanum? Nei það verður það ekki. Í fyrra náðum við því ekki, enduðum í sjöunda, við unnum fjóra af fimm í úrslitakeppninni þannig ég reikna ekki með því nei.” Besta deild karla KA Breiðablik Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira
Hallgrímur Jónasson, þjálfara KA, fannst liðið gera nógu mikið til að fá þrjú stig en situr að lokum uppi með ekkert. „Ég er virkilega svekktur og hefði samt verið svekktur þó við hefðum fengið eitt stig, við áttum bara að vinna þennan leik. Því miður þá klúðrum við held ég þrisvar einn á móti markmanni þar sem við skjótum beint á markmanninn og svo eigum við að fá mesta víti sem ég hef séð í langan tíma en einhvernveginn sjá dómararnir það ekki þegar Viðar (Örn Kjartansson) stígur fram fyrir og hann ætlar að negla boltanum 70 metra í burtu og neglir aftan í Viðar,“ sagði Hallgrímur í viðtali eftir leik. „Því miður missti dómarinn af því og það er virkilega svekkjandi því eins og ég sagði hefðum við átt að skora fjögur mörk meira í þessum leik.” „Áttum að vinna þennan leik“ Hallgrímur segir þó að færanýting sé ekki það eina sem skilji liðin að í dag. „Nei, við fáum líka þrjú mörk á okkur. Fáum á okkur þrjú mörk og tvö af þeim er eitthvað sem ég er ekki sáttur með en málið er að við fórum að pressa á þá, fórum ofararlega, þá fóru að koma opnanir en ef þú lítur bara á skot á mark og færi þá eigum við bara að vinna leikinn en Breiðablik er gott lið, þeir skora þrjú mörk og voru ljónheppnir að við skoruðum ekki sex mörk í dag.” Fyrir leikinn í dag hafði KA ekki tapað í síðustu 10 deildarleikjum og hafði sótt flest stig allra liða í seinni umferð deildarkeppninnar. Með tapinu í dag er endanlega ljóst að KA endar ekki í efri hluta deildinnar þar sem Stjarnan var rétt í þessu að landa 3-0 sigri á FH og munar því fjórum stigum á KA og Stjörnunni í sjöunda og sjötta sæti fyrir lokaumferðina. Fram getur þó enn náð Stjörnunni að stigum. „Málið er að við eigum frábæra frammistöðu í dag. Þetta er lið sem er efst í deildinni og þeir eru ljónheppnir að fara héðan með sigur. Eins og ég segi áttum við að vinna þennan leik þannig ég er virkilega ánægður með strákana, við erum á frábærum stað. Núna er bara smá pása og svo förum við á Skagann og gerum vel og svo vinnum við bikarúrslitaleikinn, þá eru allir himinlifandi”, sagði Hallgrímur kokhraustur. Verður erfitt að mótivera liðið í að klára deildina með því að spila í neðri hlutanum? Nei það verður það ekki. Í fyrra náðum við því ekki, enduðum í sjöunda, við unnum fjóra af fimm í úrslitakeppninni þannig ég reikna ekki með því nei.”
Besta deild karla KA Breiðablik Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira