Þræleðlilegt að reka ríkissjóð í halla í heimi „Litla-Miðflokksins“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. september 2024 17:57 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir uppnefndi Sjálfstæðisflokksins „Litla-Miðflokkinn“ í færslu á Facebook í dag. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar segir furðulegt að hafa fylgst með flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fór fram um helgina. Hún gagnrýnir ábyrgðarleysi á sögulega lágu fylgi flokksins í því sem hún kallar „Litla-Miðflokknum“. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar býður félögum Sjálfstæðisflokksins „heim í Viðreisn“ í færslu sem hún birti á Facebook í dag. Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram um helgina en í síðustu viku mældist Miðflokkurinn næst stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt skoðanakönnun Maskínu. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist tæp fjórtán prósent í þeirri könnun. „Það var eiginlega bara furðulegt að fylgjast með flokksráðsfundi Litla-Miðflokksins um helgina. Ekkert er þeim að kenna - en bara ofboðslega erfið staða,“ segir Þorbjörg í færslunni. Hún segir að í heimi „Litla-Miðflokksins“ séu einir hæstu vextir í Evrópu öllum öðrum en ríkisstjórninni að kenna. „Þar þykir þræleðlilegt að reka ríkissjóð með halla ár eftir ár og gera verðbólgu að fastagesti í lífi fólks og fyrirtækja meðan þau tala daginn langan um ábyrg ríkisfjármál. Stríðsvextir eru þeirra stöðugleiki,“ segir í færslu Þorbjargar. „Þar er líka trúverðugt að tala fyrir heilbrigðri samkeppni en sprengja upp matvöruverð með undanþágum frá samkeppnislögum.“ Hún segir að þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra var endurkjörinn formaður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hafi hann boðið félaga Viðreisnar velkomna „aftur heim“ í Sjálfstæðisflokkinn. „Það voru orð sem fáir tengdu við og frá flokki sem verður furðulegri og furðulegri með tímanum,“ segir Þorbjörg. Sjálfstæðisflokkurinn segist standa vörð um almannahagsmuni og stöðugleika en geri það ekki þegar á hólminn er komið. „Það skýrir sennilega lægsta fylgi hans frá stofnun. Þetta er ekki flokkur fyrir frjálslynt fólk sem vill ábyrga efnahagsstjórn. Kannski mætti bara bjóða þeim sem enn eru eftir í Litla-Miðflokknum - og trúa á þessa stefnu - heim í Viðreisn,“ segir í færslu Þorbjargar. Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Á leið í flug og vildarpunktarnir eru útrunnir Óánægju gætir meðal ungra Sjálfstæðismanna í garð forystu flokksins ef marka má skrif Franklíns Ernis Kristjánssonar, sem situr í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. 2. september 2024 08:35 Sjálfstæðismenn óánægðir með það sem flokkurinn „hefur þurft að kyngja“ Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segja stöðu Sjálfstæðisflokksins alvarlega og að það verði að bregðast við. Þau segja að á flokksráðsfundi hafi komið fram skýr krafa um að sjálfstæðisstefnan verði fyrirferðarmeiri. Samstarf við vinstriflokka sé fullreynt en þau gangi óbundin til kosninga. 2. september 2024 09:21 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar býður félögum Sjálfstæðisflokksins „heim í Viðreisn“ í færslu sem hún birti á Facebook í dag. Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram um helgina en í síðustu viku mældist Miðflokkurinn næst stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt skoðanakönnun Maskínu. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist tæp fjórtán prósent í þeirri könnun. „Það var eiginlega bara furðulegt að fylgjast með flokksráðsfundi Litla-Miðflokksins um helgina. Ekkert er þeim að kenna - en bara ofboðslega erfið staða,“ segir Þorbjörg í færslunni. Hún segir að í heimi „Litla-Miðflokksins“ séu einir hæstu vextir í Evrópu öllum öðrum en ríkisstjórninni að kenna. „Þar þykir þræleðlilegt að reka ríkissjóð með halla ár eftir ár og gera verðbólgu að fastagesti í lífi fólks og fyrirtækja meðan þau tala daginn langan um ábyrg ríkisfjármál. Stríðsvextir eru þeirra stöðugleiki,“ segir í færslu Þorbjargar. „Þar er líka trúverðugt að tala fyrir heilbrigðri samkeppni en sprengja upp matvöruverð með undanþágum frá samkeppnislögum.“ Hún segir að þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra var endurkjörinn formaður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hafi hann boðið félaga Viðreisnar velkomna „aftur heim“ í Sjálfstæðisflokkinn. „Það voru orð sem fáir tengdu við og frá flokki sem verður furðulegri og furðulegri með tímanum,“ segir Þorbjörg. Sjálfstæðisflokkurinn segist standa vörð um almannahagsmuni og stöðugleika en geri það ekki þegar á hólminn er komið. „Það skýrir sennilega lægsta fylgi hans frá stofnun. Þetta er ekki flokkur fyrir frjálslynt fólk sem vill ábyrga efnahagsstjórn. Kannski mætti bara bjóða þeim sem enn eru eftir í Litla-Miðflokknum - og trúa á þessa stefnu - heim í Viðreisn,“ segir í færslu Þorbjargar.
Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Á leið í flug og vildarpunktarnir eru útrunnir Óánægju gætir meðal ungra Sjálfstæðismanna í garð forystu flokksins ef marka má skrif Franklíns Ernis Kristjánssonar, sem situr í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. 2. september 2024 08:35 Sjálfstæðismenn óánægðir með það sem flokkurinn „hefur þurft að kyngja“ Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segja stöðu Sjálfstæðisflokksins alvarlega og að það verði að bregðast við. Þau segja að á flokksráðsfundi hafi komið fram skýr krafa um að sjálfstæðisstefnan verði fyrirferðarmeiri. Samstarf við vinstriflokka sé fullreynt en þau gangi óbundin til kosninga. 2. september 2024 09:21 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Á leið í flug og vildarpunktarnir eru útrunnir Óánægju gætir meðal ungra Sjálfstæðismanna í garð forystu flokksins ef marka má skrif Franklíns Ernis Kristjánssonar, sem situr í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. 2. september 2024 08:35
Sjálfstæðismenn óánægðir með það sem flokkurinn „hefur þurft að kyngja“ Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segja stöðu Sjálfstæðisflokksins alvarlega og að það verði að bregðast við. Þau segja að á flokksráðsfundi hafi komið fram skýr krafa um að sjálfstæðisstefnan verði fyrirferðarmeiri. Samstarf við vinstriflokka sé fullreynt en þau gangi óbundin til kosninga. 2. september 2024 09:21