Stærsta aðgerð gegn ISIS í Írak í nokkur ár Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2024 14:24 Bandarískir hermenn hafa verið í Írak allt frá innrásinni 2003. Nú eru þeir um 2.500 talsins og fara fram viðræður um veru þeirra þar. Getty/Yunus Keles Bandarískir og írakskir sérsveitarmenn gerðu í síðustu viku áhlaup á nokkra staði í vesturhluta Íraks og felldu þeir minnst fjórtán vígamenn Íslamska ríkisins. Aðgerðin er sögð sú umfangsmesta gegn ISIS í Írak um nokkurra ára skeið en hún var framkvæmd á sama tíma og yfirvöld Bandaríkjanna og Íraks ræða það hvernig binda eigi enda á viðveru bandarískra hermanna í Írak eða draga verulega úr henni. Í heildina komu rúmlega tvö hundruð hermenn frá báðum ríkjum að aðgerðunum og var markmiðið að grafa undan getu ISIS-liða til að gera árásir í Írak og víðar auk þess sem reynt var að góma háttsettan leiðtoga samtakanna sem talinn er vera á svæðinu. Sá er sagður stýra aðgerðum ISIS í Mið-Austurlöndum og Evrópu. Sjö bandarískir hermenn særðust, samkvæmt frétt New York Times, en heimildarmenn miðilsins vildu ekki nafngreina áðurnefndan leiðtoga sem reynt var að góma á meðan verið er að greina lífsýni úr þeim vígamönnum sem felldir voru. Í dag eru um 2.500 hermenn í Írak og um 900 í Sýrlandi, þar sem þeir starfa náið með sýrlenskum Kúrdum í SDF. Þann 1. september gómuðu Bandaríkjamenn og SDF háttsettan leiðtoga ISIS sem hafði nokkrum dögum áður hjálpað erlendum ISIS-liðum að sleppa úr fangelsi í Raqqa. Árásum ISIS-liða hefur fjölgað að undanförnu og á það bæði við í Írak og í Sýrlandi en þeim hefur fjölgað sérstaklega mikið í Sýrlandi. Bandaríkjamenn sögðu nýverið að haldi þróunin áfram út þetta ár, sé útlit fyrir að fjöldi árása ISIS-liða verði tvöfalt fleiri á þessu ári en þær voru í fyrra. Í yfirlýsingu frá yfirstjórn Bandaríska hersins á svæðinu kom fram að eitt af helstu markmiðum leiðtoga ISIS væri að frelsa vígamenn samtakanna og hjálpa þannig við upprisu ISIS. Um níu þúsund erlendir vígamenn ISIS eru enn í haldi SDF en Bandaríkjamenn áætla að um 2.500 vígamenn séu enn virkir í Írak og Sýrlandi. CENTCOM Forces Partner with Syrian Democratic Forces to Capture ISIS Leader and Assist in Operation to Recapture Escaped ISIS FightersU.S. Central Command (CENTCOM) forces, partnered with Syrian Democratic Forces (SDF), captured an ISIS leader, who was assessed as helping ISIS… pic.twitter.com/Pdd2MzXI9Q— U.S. Central Command (@CENTCOM) September 2, 2024 NYT hefur eftir sérfræðingi að yfirvöldum í Írak hafi tekist nokkuð vel á undanförnum árum að halda aftur af ISIS-liðum en það sama eigi ekki við í Sýrlandi. Ráðamenn í Írak telja ISIS ekki lengur hafa getu til að ógna ríkinu. Mohammed Shia al-Sudani, forsætisráðherra Íraks, sagði á fundi með æðsta yfirmanni herafla Bandaríkjanna í landinu um helgina að um væri að ræða smáa og einangraða hópa sem væru í felum á strjálbýlum svæðum. Sudani er undir miklum þrýstingi frá bandamönnum sínum í Íran vopnuðum sveitum innan Írak sem tengjast Íran um að draga úr viðveru Bandaríkjamanna í ríkinu. Þessir hópar hafa tekið þátt í árásum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak. Viðræður um veru bandarískra hermanna í Írak standa nú yfir. Írak Bandaríkin Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Sýrland Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Í heildina komu rúmlega tvö hundruð hermenn frá báðum ríkjum að aðgerðunum og var markmiðið að grafa undan getu ISIS-liða til að gera árásir í Írak og víðar auk þess sem reynt var að góma háttsettan leiðtoga samtakanna sem talinn er vera á svæðinu. Sá er sagður stýra aðgerðum ISIS í Mið-Austurlöndum og Evrópu. Sjö bandarískir hermenn særðust, samkvæmt frétt New York Times, en heimildarmenn miðilsins vildu ekki nafngreina áðurnefndan leiðtoga sem reynt var að góma á meðan verið er að greina lífsýni úr þeim vígamönnum sem felldir voru. Í dag eru um 2.500 hermenn í Írak og um 900 í Sýrlandi, þar sem þeir starfa náið með sýrlenskum Kúrdum í SDF. Þann 1. september gómuðu Bandaríkjamenn og SDF háttsettan leiðtoga ISIS sem hafði nokkrum dögum áður hjálpað erlendum ISIS-liðum að sleppa úr fangelsi í Raqqa. Árásum ISIS-liða hefur fjölgað að undanförnu og á það bæði við í Írak og í Sýrlandi en þeim hefur fjölgað sérstaklega mikið í Sýrlandi. Bandaríkjamenn sögðu nýverið að haldi þróunin áfram út þetta ár, sé útlit fyrir að fjöldi árása ISIS-liða verði tvöfalt fleiri á þessu ári en þær voru í fyrra. Í yfirlýsingu frá yfirstjórn Bandaríska hersins á svæðinu kom fram að eitt af helstu markmiðum leiðtoga ISIS væri að frelsa vígamenn samtakanna og hjálpa þannig við upprisu ISIS. Um níu þúsund erlendir vígamenn ISIS eru enn í haldi SDF en Bandaríkjamenn áætla að um 2.500 vígamenn séu enn virkir í Írak og Sýrlandi. CENTCOM Forces Partner with Syrian Democratic Forces to Capture ISIS Leader and Assist in Operation to Recapture Escaped ISIS FightersU.S. Central Command (CENTCOM) forces, partnered with Syrian Democratic Forces (SDF), captured an ISIS leader, who was assessed as helping ISIS… pic.twitter.com/Pdd2MzXI9Q— U.S. Central Command (@CENTCOM) September 2, 2024 NYT hefur eftir sérfræðingi að yfirvöldum í Írak hafi tekist nokkuð vel á undanförnum árum að halda aftur af ISIS-liðum en það sama eigi ekki við í Sýrlandi. Ráðamenn í Írak telja ISIS ekki lengur hafa getu til að ógna ríkinu. Mohammed Shia al-Sudani, forsætisráðherra Íraks, sagði á fundi með æðsta yfirmanni herafla Bandaríkjanna í landinu um helgina að um væri að ræða smáa og einangraða hópa sem væru í felum á strjálbýlum svæðum. Sudani er undir miklum þrýstingi frá bandamönnum sínum í Íran vopnuðum sveitum innan Írak sem tengjast Íran um að draga úr viðveru Bandaríkjamanna í ríkinu. Þessir hópar hafa tekið þátt í árásum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak. Viðræður um veru bandarískra hermanna í Írak standa nú yfir.
Írak Bandaríkin Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Sýrland Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira