Undrast klappstýrur nasista í umræðunni Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. september 2024 00:04 Sigmundur Davíð fann sig knúinn til að minna fólk á stjórn nasista hafi verið það hrikalegasta sem gerst hafi í sögu vestrænnar siðmenningar. Algrími Sigmundar á X-inu er greinilega orðið mjög súrt miðað við þessar áhyggjur hans. Vísir/Arnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson undrast þróun umræðunnar á samfélagsmiðlum, ekki síst í Bandaríkjunum. Óhugnanlegt sé að sjá fólk upphefja nasista og mála bandamenn upp sem illmenni Seinni heimsstyrjaldarinnar. Sigmundur vekur athygli á málinu á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter). Hann segir það ef til vill afleiðingu af þeirri öfugþróun að nú sé í auknum mæli farið að gera allt afstætt og veikja gildi innihalds og staðreynda. Þó sé sérstaklega óhugnanlegt að sjá fólk efast um hverjir hafi verið „góðu gæjarnir í seinni heimsstyrjöldinni.“ „Sprengjuárásir á íbúðabyggðir alls staðar voru hræðilegar en það má ekki gerast að það myndist vafi um þá augljósu staðreynd að bandamenn voru góða liðið og stjórn nasista það hrikalegasta sem gerst hefur í sögu vestrænnar siðmenningar,“ skrifar hann jafnframt. Furðulegt að fylgjast með því hvernig umræðan þróast stundum á samfélagsmiðlum. Ekki hvað síst í Bandaríkjunum.E.t.v. er það afleiðing af þeirri öfugþróun að nú er í auknum mæli farið að gera allt afstætt og veikja gildi innihalds og staðreynda.Það er þó sérstaklega…— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) September 4, 2024 Óljóst er hvað Sigmundur vísar þar nákvæmlega í en mögulega eru það umræður sem upphófust á samfélagsmiðlinum um sprengjuárásir Breta á Dresden. Nasistar spretta upp eins og gorkúlur á mykjuhaug Það virðist vera eins með nasista á X-inu eins og drauginn Beetlejuice og aðra drýsla, þeir skjóta upp kollinum þegar á þá er minnst. Nokkrir slíkir birtust fljótlega á þræði Sigmundar. Gottskálk nokkur (sem heitir þó örugglega eitthvað annað í raunheimum) segir Sigmund þurfa að stilla siðferðisklukkuna fyrst hann hampi mönnum sem brenni konur og börn lifandi. Annar sem þó gengur undir nafni, Tomas Helgason, segir það vera hollt að endurskoða kreddur og atburði frá nýjum sjónarhóli. Báðir þessir aðgangar virðast ansi uppteknir af hælisleitendum og meintu falli Vesturlanda. Sá þriðji, Jón Helgi Jónsson, spyr hvenær megi eiginlega ræða glæpi bandamanna. Þeir hafi byrjað að sprengja borgir og það sé ekkert svart og hvítt í málinu. Stutt gúggl leiðir í ljós að það er alrangt, nasistar byrjuðu á að sprengja pólskar borgir. Áhugamaður um Dresden frá tíu ára aldri Sigmundur ákvað þá að bregðast við athugasemdum á færslunni og sagðist ekki vera að réttlæta árásina á Dresden né íbúðasvæði annarra borga. Hann hafi verið sérstakur áhugamaður um Dresden frá því hann var tíu ára og heimsótt borgina margoft til að læra um söguna og fylgjast með endurbyggingu borgarinnar. „Það má samt ekki verða til þess að draga úr því að við minnumst hryllingsins sem leiddi til stríðsins,“ segir hann að lokum. Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Bretland Miðflokkurinn Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Sigmundur vekur athygli á málinu á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter). Hann segir það ef til vill afleiðingu af þeirri öfugþróun að nú sé í auknum mæli farið að gera allt afstætt og veikja gildi innihalds og staðreynda. Þó sé sérstaklega óhugnanlegt að sjá fólk efast um hverjir hafi verið „góðu gæjarnir í seinni heimsstyrjöldinni.“ „Sprengjuárásir á íbúðabyggðir alls staðar voru hræðilegar en það má ekki gerast að það myndist vafi um þá augljósu staðreynd að bandamenn voru góða liðið og stjórn nasista það hrikalegasta sem gerst hefur í sögu vestrænnar siðmenningar,“ skrifar hann jafnframt. Furðulegt að fylgjast með því hvernig umræðan þróast stundum á samfélagsmiðlum. Ekki hvað síst í Bandaríkjunum.E.t.v. er það afleiðing af þeirri öfugþróun að nú er í auknum mæli farið að gera allt afstætt og veikja gildi innihalds og staðreynda.Það er þó sérstaklega…— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) September 4, 2024 Óljóst er hvað Sigmundur vísar þar nákvæmlega í en mögulega eru það umræður sem upphófust á samfélagsmiðlinum um sprengjuárásir Breta á Dresden. Nasistar spretta upp eins og gorkúlur á mykjuhaug Það virðist vera eins með nasista á X-inu eins og drauginn Beetlejuice og aðra drýsla, þeir skjóta upp kollinum þegar á þá er minnst. Nokkrir slíkir birtust fljótlega á þræði Sigmundar. Gottskálk nokkur (sem heitir þó örugglega eitthvað annað í raunheimum) segir Sigmund þurfa að stilla siðferðisklukkuna fyrst hann hampi mönnum sem brenni konur og börn lifandi. Annar sem þó gengur undir nafni, Tomas Helgason, segir það vera hollt að endurskoða kreddur og atburði frá nýjum sjónarhóli. Báðir þessir aðgangar virðast ansi uppteknir af hælisleitendum og meintu falli Vesturlanda. Sá þriðji, Jón Helgi Jónsson, spyr hvenær megi eiginlega ræða glæpi bandamanna. Þeir hafi byrjað að sprengja borgir og það sé ekkert svart og hvítt í málinu. Stutt gúggl leiðir í ljós að það er alrangt, nasistar byrjuðu á að sprengja pólskar borgir. Áhugamaður um Dresden frá tíu ára aldri Sigmundur ákvað þá að bregðast við athugasemdum á færslunni og sagðist ekki vera að réttlæta árásina á Dresden né íbúðasvæði annarra borga. Hann hafi verið sérstakur áhugamaður um Dresden frá því hann var tíu ára og heimsótt borgina margoft til að læra um söguna og fylgjast með endurbyggingu borgarinnar. „Það má samt ekki verða til þess að draga úr því að við minnumst hryllingsins sem leiddi til stríðsins,“ segir hann að lokum.
Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Bretland Miðflokkurinn Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira