Kennir börnum að verjast stunguárás án leyfis Lovísa Arnardóttir skrifar 5. september 2024 14:00 Myndirnar eru úr myndbandi þar sem maðurinn sviðsetur stunguárás með raunverulegum hnífi. Skjáskot/TikTok Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ræðir nú við mann sem hefur kennt börnum í Kópavogi að verjast hnífaárás og að nota kylfur og sverð. Maðurinn birti myndbönd af sjálfum sér í gær og í dag með kylfur og hnífa á leikvelli við ærslabelg við Gerðasafn í Kópavogi. Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi í Kópavogi segir lögregluna hafa fundið manninn og sé nú að ræða við hann. Í myndböndunum sem maðurinn hefur deilt má sjá hann, og annan ungan mann, æfa það hvernig sé hægt að verjast stunguárás. Í öðru myndbandi má sjá unga drengi slást með priki og í einhverjum þeirra er hann einn með prik og merkir myndböndin með myllumerkjunum jiujitsu, training og annað slíkt. Í íbúahópnum Kársnesið okkar á Facebook var fjallað um þessi atvik í morgun. Þar kom fram að fólk hefði miklar áhyggjur af bæði því sem maðurinn er að kenna börnunum og af því að hann beri bæði vopn og hafi meðferðis áfengi. Hafa haft afskipti af manninum áður Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni segir lögregluna áður hafa haft afskipti af manninum en ekki vegna þessa. Hvað varðar börnin á myndböndunum segir Gunnar að lögreglan byrji á því að ræða við manninn en lögreglan muni reyna að vinna þetta með börnunum líka. „Þetta má að sjálfsögðu ekki. Við munum tala við hann og gera honum grein fyrir því. Ég veit ekki alveg hvað er í gangi hjá honum,“ segir Gunnar. Fréttastofa náði tali af manninum sem talar ekki íslensku og afar takmarkaða ensku. Hann óskaði eftir fyrirspurn í SMS sem hafði ekki verið svarað þegar þessi frétt fór í loftið. Kópavogur Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi í Kópavogi segir lögregluna hafa fundið manninn og sé nú að ræða við hann. Í myndböndunum sem maðurinn hefur deilt má sjá hann, og annan ungan mann, æfa það hvernig sé hægt að verjast stunguárás. Í öðru myndbandi má sjá unga drengi slást með priki og í einhverjum þeirra er hann einn með prik og merkir myndböndin með myllumerkjunum jiujitsu, training og annað slíkt. Í íbúahópnum Kársnesið okkar á Facebook var fjallað um þessi atvik í morgun. Þar kom fram að fólk hefði miklar áhyggjur af bæði því sem maðurinn er að kenna börnunum og af því að hann beri bæði vopn og hafi meðferðis áfengi. Hafa haft afskipti af manninum áður Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni segir lögregluna áður hafa haft afskipti af manninum en ekki vegna þessa. Hvað varðar börnin á myndböndunum segir Gunnar að lögreglan byrji á því að ræða við manninn en lögreglan muni reyna að vinna þetta með börnunum líka. „Þetta má að sjálfsögðu ekki. Við munum tala við hann og gera honum grein fyrir því. Ég veit ekki alveg hvað er í gangi hjá honum,“ segir Gunnar. Fréttastofa náði tali af manninum sem talar ekki íslensku og afar takmarkaða ensku. Hann óskaði eftir fyrirspurn í SMS sem hafði ekki verið svarað þegar þessi frétt fór í loftið.
Kópavogur Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira