Hunter Biden breytir afstöðu í skattsvikamáli Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2024 16:45 Hunter Biden á leið í dómsal í Los Angeles í dag. AP/Jae C. Hong Hunter Biden, sonur Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, ætlar að breyta afstöðu sinni til sakarefnis í skattsvikamáli gegn honum í dag. Hann hafði áður lýst yfir sakleysi sínu og heldur því í raun áfram en segist ætla að gangast við þeirri refsingu sem dómarinn telur að hann eigi að hljóta. Þannig mun Biden mögulega sleppa við réttarhöld í málinu, sem eiga að fara fram í Los Angeles, en dómarinn Mark Scarsi, sem skipaður var í embætti af Donald Trump, þarf að samþykkja breytinguna. CNN hefur eftir Abbe Lowell, lögmanni Bidens, að mögulega gæti málaferlunum ljúkið í dag. Saksóknarar ætla að mótmæla breytingunni og kvörtuðu yfir því að hafa heyrt fyrst af þessu í dómsal í dag. Biden er sakaður um að hafa ekki greitt skatta frá 2016 til 2019, þegar hann átti í miklum vandræðum með áfengi og fíkniefni. Saksóknarar segja hann ekki hafa greitt 1,4 milljónir dala í skatta á þessum tíma og þess í stað hafi hann varið fjármunum sínum í fíkniefni, vændiskonur og dýr hótelherbergi, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Sagður hafa eytt fúlgum fjár í vændiskonur og lúxuslíf Hann greiddi á endanum um tvær milljónir dala til skattsins, eftir að hann varð edrú en dómarinn neitaði lögmönnum hans að segja kviðdómendum í málinu frá því. Dómarinn bannaði lögmönnunum einnig að ræða þau áföll sem Hunter Biden segir að hafi leitt til neyslu hans. Fyrr á þessu ári var Biden sakfelldur fyrir skotvopnalagabrot í Delaware fyrir að hafa logið um fíkniefnaneyslu sína á eyðublaði þegar hann keypti sér skammbyssu árið 2018. Dómsuppkvaðning í því máli fer fram í desember en Biden stendur frammi fyrir allt að 25 ára fangelsi. Líklegt þykir þó að hann muni ekki fá svo mikinn dóm eða jafnvel sleppa alfarið við fangelsisvist. Bandaríkin Erlend sakamál Joe Biden Tengdar fréttir Biden ber ekki vitni í eigin sakamáli Verjandi Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, segir að hann beri ekki vitni við réttarhöldin yfir honum vegna skotvopnalagabrots. Nánustu aðstandendur hans hafa borið vitni um glímu hans við fíkn við réttarhöldin. 10. júní 2024 14:24 Sonur Biden kemst ekki hjá réttarhöldum Alríkisdómari hafnaði kröfu Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, um að vísa frá ákærum vegna skotvopnalagabrota í dag. Réttarhöld yfir Biden gætu nú hafist í sumar í miðri kosningabaráttu föður hans. 12. apríl 2024 23:54 Lyginn uppljóstrari í samskiptum við rússneska embættismenn Fyrrverandi uppljóstrari Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sem sakaður er um að hafa logið um það að Joe Biden, forseti, og sonur hans Hunter hafi tekið við mútum segist hafa átt í samskiptum við útsendara frá rússneskri leyniþjónustu. Saksóknarar lýsa honum sem raðlygara sem geti ekki sagt satt um grunnatriði um eigið líf. 21. febrúar 2024 10:45 Segir engan hafa staðið í vegi rannsóknar á Hunter Biden David Weiss, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem haft hefur Hunter Biden, son Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, til rannsóknar, segir embættismenn ekki hafa staðið í vegi sér. Hann sagðist hafa fullt yfirráð yfir rannsókninni og enginn hefði reynt að grípa fram fyrir hendurnar á sér. 7. nóvember 2023 22:08 Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Þannig mun Biden mögulega sleppa við réttarhöld í málinu, sem eiga að fara fram í Los Angeles, en dómarinn Mark Scarsi, sem skipaður var í embætti af Donald Trump, þarf að samþykkja breytinguna. CNN hefur eftir Abbe Lowell, lögmanni Bidens, að mögulega gæti málaferlunum ljúkið í dag. Saksóknarar ætla að mótmæla breytingunni og kvörtuðu yfir því að hafa heyrt fyrst af þessu í dómsal í dag. Biden er sakaður um að hafa ekki greitt skatta frá 2016 til 2019, þegar hann átti í miklum vandræðum með áfengi og fíkniefni. Saksóknarar segja hann ekki hafa greitt 1,4 milljónir dala í skatta á þessum tíma og þess í stað hafi hann varið fjármunum sínum í fíkniefni, vændiskonur og dýr hótelherbergi, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Sagður hafa eytt fúlgum fjár í vændiskonur og lúxuslíf Hann greiddi á endanum um tvær milljónir dala til skattsins, eftir að hann varð edrú en dómarinn neitaði lögmönnum hans að segja kviðdómendum í málinu frá því. Dómarinn bannaði lögmönnunum einnig að ræða þau áföll sem Hunter Biden segir að hafi leitt til neyslu hans. Fyrr á þessu ári var Biden sakfelldur fyrir skotvopnalagabrot í Delaware fyrir að hafa logið um fíkniefnaneyslu sína á eyðublaði þegar hann keypti sér skammbyssu árið 2018. Dómsuppkvaðning í því máli fer fram í desember en Biden stendur frammi fyrir allt að 25 ára fangelsi. Líklegt þykir þó að hann muni ekki fá svo mikinn dóm eða jafnvel sleppa alfarið við fangelsisvist.
Bandaríkin Erlend sakamál Joe Biden Tengdar fréttir Biden ber ekki vitni í eigin sakamáli Verjandi Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, segir að hann beri ekki vitni við réttarhöldin yfir honum vegna skotvopnalagabrots. Nánustu aðstandendur hans hafa borið vitni um glímu hans við fíkn við réttarhöldin. 10. júní 2024 14:24 Sonur Biden kemst ekki hjá réttarhöldum Alríkisdómari hafnaði kröfu Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, um að vísa frá ákærum vegna skotvopnalagabrota í dag. Réttarhöld yfir Biden gætu nú hafist í sumar í miðri kosningabaráttu föður hans. 12. apríl 2024 23:54 Lyginn uppljóstrari í samskiptum við rússneska embættismenn Fyrrverandi uppljóstrari Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sem sakaður er um að hafa logið um það að Joe Biden, forseti, og sonur hans Hunter hafi tekið við mútum segist hafa átt í samskiptum við útsendara frá rússneskri leyniþjónustu. Saksóknarar lýsa honum sem raðlygara sem geti ekki sagt satt um grunnatriði um eigið líf. 21. febrúar 2024 10:45 Segir engan hafa staðið í vegi rannsóknar á Hunter Biden David Weiss, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem haft hefur Hunter Biden, son Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, til rannsóknar, segir embættismenn ekki hafa staðið í vegi sér. Hann sagðist hafa fullt yfirráð yfir rannsókninni og enginn hefði reynt að grípa fram fyrir hendurnar á sér. 7. nóvember 2023 22:08 Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Biden ber ekki vitni í eigin sakamáli Verjandi Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, segir að hann beri ekki vitni við réttarhöldin yfir honum vegna skotvopnalagabrots. Nánustu aðstandendur hans hafa borið vitni um glímu hans við fíkn við réttarhöldin. 10. júní 2024 14:24
Sonur Biden kemst ekki hjá réttarhöldum Alríkisdómari hafnaði kröfu Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, um að vísa frá ákærum vegna skotvopnalagabrota í dag. Réttarhöld yfir Biden gætu nú hafist í sumar í miðri kosningabaráttu föður hans. 12. apríl 2024 23:54
Lyginn uppljóstrari í samskiptum við rússneska embættismenn Fyrrverandi uppljóstrari Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sem sakaður er um að hafa logið um það að Joe Biden, forseti, og sonur hans Hunter hafi tekið við mútum segist hafa átt í samskiptum við útsendara frá rússneskri leyniþjónustu. Saksóknarar lýsa honum sem raðlygara sem geti ekki sagt satt um grunnatriði um eigið líf. 21. febrúar 2024 10:45
Segir engan hafa staðið í vegi rannsóknar á Hunter Biden David Weiss, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem haft hefur Hunter Biden, son Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, til rannsóknar, segir embættismenn ekki hafa staðið í vegi sér. Hann sagðist hafa fullt yfirráð yfir rannsókninni og enginn hefði reynt að grípa fram fyrir hendurnar á sér. 7. nóvember 2023 22:08