Stefnan er skýr - höldum ótrauð áfram Bragi Bjarnason skrifar 6. september 2024 12:31 Í stóru samfélagi er að mörgu að hyggja. Það veldur óneitanlega áhyggjum þegar fréttir af auknum vopnaburði og ofbeldi barna koma í fjölmiðlum. Við þurfum öll að bregðast við með yfirveguðum hætti með það að markmiði að gera samfélagið okkar öruggara. Við foreldrar erum í lykilhlutverki í að fræða börnin okkar um alvarleika ofbeldis og afleiðingar þess. Fagfólk sveitarfélagsins vinnur nú að fræðslu og vitundarvakningu um málefnið með samstarfsaðilum “Öruggara Suðurlands” og innan forvarnarteymis Árborgar. Áfram er það samvinna heimila, skóla og frístundastofnana sem skiptir höfuðmáli í að tryggja velferð barnanna okkar í Árborg. Á góðri leið en ekki komin í mark Rekstur Svf. Árborgar hefur tekið framförum og jákvæðum breytingum á undanförnum mánuðum. Bæjaryfirvöld hafa með einbeittum vilja snúið við neikvæðri rekstrarstöðu sveitarfélagsins, sem hefur verið ríkjandi frá árinu 2019. Þessi árangur er ekki síst merkjanlegur í bættum rekstrarniðurstöðum bæði A- og B hluta. Það sem af er ári er rekstur bæjarsjóðs og stofnana sveitarfélagsins jákvæður um 1300 milljónir króna. Skuldir fara jafnframt lækkandi. Þrátt fyrir að vera enn ekki komin í mark, eru þessar tölur vitnisburður um að við séum á réttri leið. Stefna meirihluta D- og Á lista er skýr, að leggja áfram áherslu á endurskipulagningu og rekstrarúrbætur sem leiða til enn frekari árangurs. Tekjur af sölu byggingarréttar hafa lagt sitt af mörkum til að styrkja lausafjárstöðuna. Má sem dæmi nefna einskiptistekjur upp á 1200 milljónir króna sem hafa góð áhrif á rekstrarniðurstöðu. Viðbótartekjur sem þessar draga úr þörf fyrir lántöku og aukinni skuldsetningu. Slíkt er mjög mikilvægt skref í átt að sjálfbærni og uppbyggingu innviða. Það er ljóst að með þessum árangri og áframhaldandi áherslu á rekstrarhagkvæmni mun Árborg halda áfram að blómstra sem lifandi og fjölbreytt samfélag. Mynd 1. Rekstrarniðurstaða A- og B hluta hjá Árborg og samþykkt fjárhagsáætlun Sveitarfélagið Árborg hefur því miður, líkt og mynd 1 sýnir, verið rekið með talsverðum halla frá árinu 2019. Slíkt gengur auðvitað ekki við núverandi aðstæður og skýrir áherslur núverandi bæjarstjórnar á endurskipulagningu reksturs. Þetta er vissulega krefjandi verkefni, en er að skila árangri og búast má við að niðurstaða í lok árs verði betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. En betur má ef duga skal. Við höfum ásamt frábæru starfsfólki viðhaldið góðri þjónustu við íbúa sveitarfélagsins en margir finna eðlilega fyrir aðgerðunum í formi hærri gjalda. Mér finnst rétt og heiðarlegt að benda hér á að framundan er umframálag á útsvar, sem kemur til greiðslu með uppgjöri skattsins 1.júní 2025. Mikilvægt er að íbúar séu meðvitaðir um þessar álögur vegna stöðunnar og geti gert ráð fyrir þeim í sínum áætlunum. Við leggjum áherslu á gagnsæi í okkar starfi og upplýsingum til íbúanna, svo sem með þessum pistli. Fjölbreytt lóðaframboð Sveitarfélagið okkar heldur áfram að vaxa og mikilvægt er að lóðaframboð fyrir íbúðir og atvinnustarfsemi sé fjölbreytt. Slíkt næst fram með samstarfi sveitarfélagsins við öfluga einkaaðila. Frá sveitarfélaginu eru í auglýsingu lóðir undir einbýlishús í grónum hverfum. Í Víkurheiði eru tilbúnar lóðir undir atvinnustarfsemi. Við sem störfum fyrir bæjarfélagið finnum fyrir áframhaldandi áhuga á uppbyggingu víðsvegar í Árborg. Á næstunni verða því áfram auglýstar íbúðalóðir á Stokkseyri, Eyrarbakka og Selfossi ásamt atvinnulóð við Norðurhóla á Selfossi. Jafnframt hefur lóðaframboð á vegum einkaaðila haldist stöðugt. Tökum vel á móti hausti Margt jákvætt er að gerast sem styður við samfélagið okkar og eykur lífsgæði. Nú styttist í opnun matvöru- og lyfjaverslunar við Eyraveg, golfvöllurinn hefur stækkað í 14 holur, nýtt verslunar- og þjónustuhúsnæði rís og fleiri íbúar bætast í hópinn. Við skulum taka vel á móti þeim. Sumarið er víst á enda, mörgum sem fannst það líklega aldrei byrja. Ég vona að sem flestir hafi náð góðri samveru með sínum nánustu, sem eru verðmætustu stundirnar þegar horft er til baka. Sumarið var viðburðaríkt í Árborg. Bæjarhátíðir, íþróttamót, leikir og aðrir viðburðir í hverri viku og fjöldi gesta nýtti tækifærið til að heimsækja lifandi samfélag Árborgar. Gamla góða rútínan hefur þó sína kosti núna þegar skóla-, frístunda- og annað vetrarstarf er hafið. Njótum haustsins. Höfundur er bæjarstjóri og foreldri í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Bjarnason Árborg Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Í stóru samfélagi er að mörgu að hyggja. Það veldur óneitanlega áhyggjum þegar fréttir af auknum vopnaburði og ofbeldi barna koma í fjölmiðlum. Við þurfum öll að bregðast við með yfirveguðum hætti með það að markmiði að gera samfélagið okkar öruggara. Við foreldrar erum í lykilhlutverki í að fræða börnin okkar um alvarleika ofbeldis og afleiðingar þess. Fagfólk sveitarfélagsins vinnur nú að fræðslu og vitundarvakningu um málefnið með samstarfsaðilum “Öruggara Suðurlands” og innan forvarnarteymis Árborgar. Áfram er það samvinna heimila, skóla og frístundastofnana sem skiptir höfuðmáli í að tryggja velferð barnanna okkar í Árborg. Á góðri leið en ekki komin í mark Rekstur Svf. Árborgar hefur tekið framförum og jákvæðum breytingum á undanförnum mánuðum. Bæjaryfirvöld hafa með einbeittum vilja snúið við neikvæðri rekstrarstöðu sveitarfélagsins, sem hefur verið ríkjandi frá árinu 2019. Þessi árangur er ekki síst merkjanlegur í bættum rekstrarniðurstöðum bæði A- og B hluta. Það sem af er ári er rekstur bæjarsjóðs og stofnana sveitarfélagsins jákvæður um 1300 milljónir króna. Skuldir fara jafnframt lækkandi. Þrátt fyrir að vera enn ekki komin í mark, eru þessar tölur vitnisburður um að við séum á réttri leið. Stefna meirihluta D- og Á lista er skýr, að leggja áfram áherslu á endurskipulagningu og rekstrarúrbætur sem leiða til enn frekari árangurs. Tekjur af sölu byggingarréttar hafa lagt sitt af mörkum til að styrkja lausafjárstöðuna. Má sem dæmi nefna einskiptistekjur upp á 1200 milljónir króna sem hafa góð áhrif á rekstrarniðurstöðu. Viðbótartekjur sem þessar draga úr þörf fyrir lántöku og aukinni skuldsetningu. Slíkt er mjög mikilvægt skref í átt að sjálfbærni og uppbyggingu innviða. Það er ljóst að með þessum árangri og áframhaldandi áherslu á rekstrarhagkvæmni mun Árborg halda áfram að blómstra sem lifandi og fjölbreytt samfélag. Mynd 1. Rekstrarniðurstaða A- og B hluta hjá Árborg og samþykkt fjárhagsáætlun Sveitarfélagið Árborg hefur því miður, líkt og mynd 1 sýnir, verið rekið með talsverðum halla frá árinu 2019. Slíkt gengur auðvitað ekki við núverandi aðstæður og skýrir áherslur núverandi bæjarstjórnar á endurskipulagningu reksturs. Þetta er vissulega krefjandi verkefni, en er að skila árangri og búast má við að niðurstaða í lok árs verði betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. En betur má ef duga skal. Við höfum ásamt frábæru starfsfólki viðhaldið góðri þjónustu við íbúa sveitarfélagsins en margir finna eðlilega fyrir aðgerðunum í formi hærri gjalda. Mér finnst rétt og heiðarlegt að benda hér á að framundan er umframálag á útsvar, sem kemur til greiðslu með uppgjöri skattsins 1.júní 2025. Mikilvægt er að íbúar séu meðvitaðir um þessar álögur vegna stöðunnar og geti gert ráð fyrir þeim í sínum áætlunum. Við leggjum áherslu á gagnsæi í okkar starfi og upplýsingum til íbúanna, svo sem með þessum pistli. Fjölbreytt lóðaframboð Sveitarfélagið okkar heldur áfram að vaxa og mikilvægt er að lóðaframboð fyrir íbúðir og atvinnustarfsemi sé fjölbreytt. Slíkt næst fram með samstarfi sveitarfélagsins við öfluga einkaaðila. Frá sveitarfélaginu eru í auglýsingu lóðir undir einbýlishús í grónum hverfum. Í Víkurheiði eru tilbúnar lóðir undir atvinnustarfsemi. Við sem störfum fyrir bæjarfélagið finnum fyrir áframhaldandi áhuga á uppbyggingu víðsvegar í Árborg. Á næstunni verða því áfram auglýstar íbúðalóðir á Stokkseyri, Eyrarbakka og Selfossi ásamt atvinnulóð við Norðurhóla á Selfossi. Jafnframt hefur lóðaframboð á vegum einkaaðila haldist stöðugt. Tökum vel á móti hausti Margt jákvætt er að gerast sem styður við samfélagið okkar og eykur lífsgæði. Nú styttist í opnun matvöru- og lyfjaverslunar við Eyraveg, golfvöllurinn hefur stækkað í 14 holur, nýtt verslunar- og þjónustuhúsnæði rís og fleiri íbúar bætast í hópinn. Við skulum taka vel á móti þeim. Sumarið er víst á enda, mörgum sem fannst það líklega aldrei byrja. Ég vona að sem flestir hafi náð góðri samveru með sínum nánustu, sem eru verðmætustu stundirnar þegar horft er til baka. Sumarið var viðburðaríkt í Árborg. Bæjarhátíðir, íþróttamót, leikir og aðrir viðburðir í hverri viku og fjöldi gesta nýtti tækifærið til að heimsækja lifandi samfélag Árborgar. Gamla góða rútínan hefur þó sína kosti núna þegar skóla-, frístunda- og annað vetrarstarf er hafið. Njótum haustsins. Höfundur er bæjarstjóri og foreldri í Árborg.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar