„Þetta er auðvitað bara einhver bull nálgun“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 9. september 2024 17:44 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Vísir/Einar „Við þurfum að vera með kerfi hér sem að tryggir að við sköpum sem mest verðmæti fyrir þjóðarbúið sem heild. Ef það gerist þannig að hér eru sjávarútvegsfyrirtæki sem að geta með hagnaði sínum fjárfest í öðrum atvinnugreinum. Ég bara lít ekki á það sem vandamál því ég lít á þetta sem hvern annan atvinnurekstur. Menn hafa enga sérstaka skyldu til að taka alla verðmætasköpun sem verður til í greininni og fjárfesta henni alltaf nauðsynlega bara inn í sama rekstur. Þetta er auðvitað bara einhver bull nálgun. Það verður að horfa á þetta sem alvöru rekstur.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á opnum fundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sem fór fram í dag. Yfirskrift fundarins var: „Veiðigjald - skattur í nútíð, skerðing í framtíð“. Ýmsir aðilar komu fram til að ræða mögulega aukin veiðigjöld á sjávarútveginn, þar á meðal Bjarni, Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sem mættust í pallborði. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, stýrði fundinum og pallborði. Vilja frið og grið frá pólitíkinni Á fundinum óskaði sjávarútvegurinn eftir frið frá pólitíkinni og að fallið yrði frá fyrirhugaðri hækkun veiðigjalda í frumvarpi matvælaráðherra til laga um sjávarútveg. Frumvarpið hefur verið lagt til í samráðsgátt en er þó ekki orðið að stjórnarfrumvarpi enn sem komið er. Í frumvarpinu eins og það lítur út núna er lagt til að veiðigjald á uppsjávarfiski hækki úr 33 prósentum í 45 prósent og samhliða því fellt niður tíu prósenta álag á uppsjávarfisk. „Þetta hvílir á vinnu Auðlindarinnar okkar sem að Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegsráðherra setti af stað í upphafi kjörtímabilsins í mjög breiðri samvinnu greinarinnar og ýmissa hagsmunaaðila. Með mjög breiðri pólitískri samstöðu sömuleiðis og var ætlað að leiða fram tækifæri sem við vorum spennt fyrir bæði fyrir sjávarútveginn og þar með talið fiskeldi í landinu,“ sagði Bjarni spurður um frumvarpið. „Þetta slær mig ekki vel“ Heiðrún benti á að í frumvarpinu er lagt til breyting þar sem veiðigjald yrði ekki frádráttarbært frá tekjuskatti. „Þetta þýðir að virkur tekjuskattur fari úr 58 prósentum upp í jafnvel yfir 70 prósent í botnfiskveiðum og yfir 80 prósent í uppsjávarveiðum. Er Sjálfstæðisflokkurinn hlynntur þessum tillögum?“ Bjarni svaraði þessu neitandi og sagði: „Þetta slær mig ekki vel og þetta slær mig ekki sem sannfærandi tillaga ef ég ætla að segja alveg eins og er.“ Ekki rætt innan ríkisstjórnarinnar Heiðrún spurði hvort að breytingar er varða veiðigjöld í frumvarpinu umdeilda væru sameiginleg sýn ríkisstjórnarinnar. Bjarni sagði að frumvarpið hafi í raun aldrei verið rætt innan ríkisstjórnarinnar. „Það er í samráðsgátt einmitt til að kalla fram sjónarmið þannig að hægt sé að undirbyggja betur umræðu um frumvarpið í endanlegum búningi. Þú nefndir það að ekki hafi verið farið í samanburðarrannsókn við sjávarútveg í öðrum löndum. Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi matvælaráðherra.Vísir/Vilhelm Nálgunin í stjórnarsáttmálanum var sú að draga betur fram en oft hefur tekist í almennri umræðu um sjávarútvegsins hver staða íslensk sjávarútvegs sé í samanburði þjóðanna. Niðurstaðan var sú að þetta hafi verið gert með fullnægjandi hætti í skýrslunni frá fyrra kjörtímabili og að það hefði ekki haft mikið upp á sig að draga það aftur fram að nýju.“ Bjarni tók sérstaklega fram að hugmyndin með veiðigjaldinu hafi verið að skapa betri sátt og tryggja að ríkið myndi fá til baka í ríkiskassann það sem væri verið að leggja fram í eftirlit og rannsóknir. Langt frá því að baráttan snúist bara um veiðigjöld Bjarni ítrekaði að hækkun á veiðigjöldum væri ekki orðið að stjórnarfrumvarpi og að tíminn þyrfti að leiða í ljós hvaða atriði úr frumvarpinu myndu skila sér til atkvæðagreiðslu á Alþingi. „Þú spyrð, er ekki kominn tími til þess að gefa sjávarútveginum einhvern grið eða einhvern frið? Baráttan hefur ekki bara snúist um veiðigjaldið. Langt frá því. Þessi barátta sem hefur staðið núna í tvo áratugi hefur snúist um alla helstu grundvallarþætti greinarinnar. Fyrir mér eru það verulega mikil tíðindi ef öll þessi mikla vinna sem ráðist var í skili þeirri megin niðurstöðu að sjálft kerfið sé að skila sínum tilgangi og sé gott fyrir þjóðina til lengri tíma.“ Átta til tíu milljarðar í rannsóknir og eftirlit Bjarni benti á að lítið hafi verið hreyft við skattlagningu á fyrirtæki í sjávarútvegi síðasta áratug og ítrekaði að það væri ákveðinn tilgangur með veiðigjöldunum. Hann tók sérstaklega fram að ríkið veitti átta til tíu milljörðum í rannsóknir og eftirlit með greininni á ári hverju. „Ég er ekki að leita eftir því að auka álögur á greinina sérstaklega og ég skil vel þessi hagrænu gögn. Ég held hins vegar að ef menn horfa með einhverri sanngirni til þess sem hefur verið gert undanfarin áratug, þá höfum við verið að ýta frá okkur vondum hugmyndum um breytingar. Við höfum náð framförum í ákveðnum breytingum á veiðigjaldinu. Slagurinn stendur enn þá um önnur grundvallaratriði.“ Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Menn hafa enga sérstaka skyldu til að taka alla verðmætasköpun sem verður til í greininni og fjárfesta henni alltaf nauðsynlega bara inn í sama rekstur. Þetta er auðvitað bara einhver bull nálgun. Það verður að horfa á þetta sem alvöru rekstur.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á opnum fundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sem fór fram í dag. Yfirskrift fundarins var: „Veiðigjald - skattur í nútíð, skerðing í framtíð“. Ýmsir aðilar komu fram til að ræða mögulega aukin veiðigjöld á sjávarútveginn, þar á meðal Bjarni, Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sem mættust í pallborði. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, stýrði fundinum og pallborði. Vilja frið og grið frá pólitíkinni Á fundinum óskaði sjávarútvegurinn eftir frið frá pólitíkinni og að fallið yrði frá fyrirhugaðri hækkun veiðigjalda í frumvarpi matvælaráðherra til laga um sjávarútveg. Frumvarpið hefur verið lagt til í samráðsgátt en er þó ekki orðið að stjórnarfrumvarpi enn sem komið er. Í frumvarpinu eins og það lítur út núna er lagt til að veiðigjald á uppsjávarfiski hækki úr 33 prósentum í 45 prósent og samhliða því fellt niður tíu prósenta álag á uppsjávarfisk. „Þetta hvílir á vinnu Auðlindarinnar okkar sem að Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegsráðherra setti af stað í upphafi kjörtímabilsins í mjög breiðri samvinnu greinarinnar og ýmissa hagsmunaaðila. Með mjög breiðri pólitískri samstöðu sömuleiðis og var ætlað að leiða fram tækifæri sem við vorum spennt fyrir bæði fyrir sjávarútveginn og þar með talið fiskeldi í landinu,“ sagði Bjarni spurður um frumvarpið. „Þetta slær mig ekki vel“ Heiðrún benti á að í frumvarpinu er lagt til breyting þar sem veiðigjald yrði ekki frádráttarbært frá tekjuskatti. „Þetta þýðir að virkur tekjuskattur fari úr 58 prósentum upp í jafnvel yfir 70 prósent í botnfiskveiðum og yfir 80 prósent í uppsjávarveiðum. Er Sjálfstæðisflokkurinn hlynntur þessum tillögum?“ Bjarni svaraði þessu neitandi og sagði: „Þetta slær mig ekki vel og þetta slær mig ekki sem sannfærandi tillaga ef ég ætla að segja alveg eins og er.“ Ekki rætt innan ríkisstjórnarinnar Heiðrún spurði hvort að breytingar er varða veiðigjöld í frumvarpinu umdeilda væru sameiginleg sýn ríkisstjórnarinnar. Bjarni sagði að frumvarpið hafi í raun aldrei verið rætt innan ríkisstjórnarinnar. „Það er í samráðsgátt einmitt til að kalla fram sjónarmið þannig að hægt sé að undirbyggja betur umræðu um frumvarpið í endanlegum búningi. Þú nefndir það að ekki hafi verið farið í samanburðarrannsókn við sjávarútveg í öðrum löndum. Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi matvælaráðherra.Vísir/Vilhelm Nálgunin í stjórnarsáttmálanum var sú að draga betur fram en oft hefur tekist í almennri umræðu um sjávarútvegsins hver staða íslensk sjávarútvegs sé í samanburði þjóðanna. Niðurstaðan var sú að þetta hafi verið gert með fullnægjandi hætti í skýrslunni frá fyrra kjörtímabili og að það hefði ekki haft mikið upp á sig að draga það aftur fram að nýju.“ Bjarni tók sérstaklega fram að hugmyndin með veiðigjaldinu hafi verið að skapa betri sátt og tryggja að ríkið myndi fá til baka í ríkiskassann það sem væri verið að leggja fram í eftirlit og rannsóknir. Langt frá því að baráttan snúist bara um veiðigjöld Bjarni ítrekaði að hækkun á veiðigjöldum væri ekki orðið að stjórnarfrumvarpi og að tíminn þyrfti að leiða í ljós hvaða atriði úr frumvarpinu myndu skila sér til atkvæðagreiðslu á Alþingi. „Þú spyrð, er ekki kominn tími til þess að gefa sjávarútveginum einhvern grið eða einhvern frið? Baráttan hefur ekki bara snúist um veiðigjaldið. Langt frá því. Þessi barátta sem hefur staðið núna í tvo áratugi hefur snúist um alla helstu grundvallarþætti greinarinnar. Fyrir mér eru það verulega mikil tíðindi ef öll þessi mikla vinna sem ráðist var í skili þeirri megin niðurstöðu að sjálft kerfið sé að skila sínum tilgangi og sé gott fyrir þjóðina til lengri tíma.“ Átta til tíu milljarðar í rannsóknir og eftirlit Bjarni benti á að lítið hafi verið hreyft við skattlagningu á fyrirtæki í sjávarútvegi síðasta áratug og ítrekaði að það væri ákveðinn tilgangur með veiðigjöldunum. Hann tók sérstaklega fram að ríkið veitti átta til tíu milljörðum í rannsóknir og eftirlit með greininni á ári hverju. „Ég er ekki að leita eftir því að auka álögur á greinina sérstaklega og ég skil vel þessi hagrænu gögn. Ég held hins vegar að ef menn horfa með einhverri sanngirni til þess sem hefur verið gert undanfarin áratug, þá höfum við verið að ýta frá okkur vondum hugmyndum um breytingar. Við höfum náð framförum í ákveðnum breytingum á veiðigjaldinu. Slagurinn stendur enn þá um önnur grundvallaratriði.“
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira