Framboð Höllu Hrundar kostaði rúmar 27 milljónir króna Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2024 10:54 Halla Hrund Logadóttir faðmar Höllu Tómasdóttir eftir kappræður á Stöð 2 í vor. Sú fyrrnefnda mældist um tíma með forskot í skoðanakönnunum en sú síðarnefnda stóð uppi sem sigurvegari á kjördag. Vísir /Vilhelm Forsetaframboð Höllu Hrundar Logadóttur kostaði 27,4 milljónir króna en það skilaði rúmlega 82 þúsund króna afgangi. Halla Hrund lagði framboðinu til hátt í tvær milljónir króna af eigin fé. Langmestu útgjöldin vegna framboðs Höllur Hrundar voru vegna augýsinga og kynningarkostnaðar, ríflega 14,8 milljónir króna, að því er kemur fram í uppgjöri sem var skilað til ríkisendurskoðunar. Fundir og ferðakostnaður nam rúmum 4,6 milljónum króna en annar kostnaður 7,1 milljón. Rekstur kosningaskrifstofu kostaði framboðið tæpar 750.000 krónur. Meirihluta tekna sinn fékk framboðið frá 391 einstaklingi, alls 17,7 milljónir króna. Einstaklingar mega mest gefa forsetaframbjóðanda 400.000 krónur. Lögaðilar styrktu framboðið um rúma sex og hálfa milljón króna. Á meðal þeirra fyrirtækja sem styrktu Höllu Hrund voru Ölgerð Egils Skallagrímssonar, félag í eigu Helga Magnússonar og tvö félög fjárfestisins Sigurðar Gísla Pálmasonar sem gáfu hámarksupphæðina 400.000 krónur hvort. Auk þeirra 1,9 milljóna króna sem Halla Hrund lagði framboðinu til úr eigin vasa gaf félagið Álfheimur ehf., sem hún og Kristján Freyr Kristjánsson eiginmaður henna eiga saman, framboðinu 400.000 krónur. Halla Hrund varð þriðja í forsetakosningunum með 15,6 prósent atkvæða. Hún hafði á tímabili mælst með mestan stuðning frambjóðenda í skoðanakönnunum. Halla Hrund varði hátt í einni og hálfri milljóna króna meira í sitt framboð en Halla Tómasdóttir sem stóð á endanum uppi sem sigurvegari kosninganna. Báðar Höllurnar eyddu mun minna í sín framboð en Katrín Jakobsdóttir sem endaði í öðru sæti í kosningunum. Hennar kosningabarátta kostaði um 57 milljónir króna. Forsetakosningar 2024 Ríkisendurskoðun Tengdar fréttir Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36 Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Langmestu útgjöldin vegna framboðs Höllur Hrundar voru vegna augýsinga og kynningarkostnaðar, ríflega 14,8 milljónir króna, að því er kemur fram í uppgjöri sem var skilað til ríkisendurskoðunar. Fundir og ferðakostnaður nam rúmum 4,6 milljónum króna en annar kostnaður 7,1 milljón. Rekstur kosningaskrifstofu kostaði framboðið tæpar 750.000 krónur. Meirihluta tekna sinn fékk framboðið frá 391 einstaklingi, alls 17,7 milljónir króna. Einstaklingar mega mest gefa forsetaframbjóðanda 400.000 krónur. Lögaðilar styrktu framboðið um rúma sex og hálfa milljón króna. Á meðal þeirra fyrirtækja sem styrktu Höllu Hrund voru Ölgerð Egils Skallagrímssonar, félag í eigu Helga Magnússonar og tvö félög fjárfestisins Sigurðar Gísla Pálmasonar sem gáfu hámarksupphæðina 400.000 krónur hvort. Auk þeirra 1,9 milljóna króna sem Halla Hrund lagði framboðinu til úr eigin vasa gaf félagið Álfheimur ehf., sem hún og Kristján Freyr Kristjánsson eiginmaður henna eiga saman, framboðinu 400.000 krónur. Halla Hrund varð þriðja í forsetakosningunum með 15,6 prósent atkvæða. Hún hafði á tímabili mælst með mestan stuðning frambjóðenda í skoðanakönnunum. Halla Hrund varði hátt í einni og hálfri milljóna króna meira í sitt framboð en Halla Tómasdóttir sem stóð á endanum uppi sem sigurvegari kosninganna. Báðar Höllurnar eyddu mun minna í sín framboð en Katrín Jakobsdóttir sem endaði í öðru sæti í kosningunum. Hennar kosningabarátta kostaði um 57 milljónir króna.
Forsetakosningar 2024 Ríkisendurskoðun Tengdar fréttir Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36 Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36
Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. 6. september 2024 10:07