Ríkisendurskoðun

Fréttamynd

„Það er sam­keppni um starfs­fólk“

Forstjóri Landspítalans fagnar svartri skýrslu Ríkisendurskoðenda. Mönnunarvandi hafi viðgengist á spítalanum allt of lengi. Það þurfi að hætta að tækla vandamálin með krísustjórnun og ráðast á rót vandans. 

Innlent
Fréttamynd

Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við

Búast má við því að allt fari í skrúfuna ef ekki verður bætt úr mönnunarvanda Landspítalans að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Dökk mynd er dregin upp í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar og þar kemur meðal annars fram að hátt í fjögur hundruð sjúkraliða vanti til starfa.

Innlent
Fréttamynd

„Eftir höfðinu dansa limirnir“

Ítarleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum segir að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála hér á landi. Ríkisendurskoðandi kallar eftir því að ráðist sé að rót vandans í stað þess að festast í krísustjórnun. 

Innlent
Fréttamynd

Heil­brigðis­þjónusta á kross­götum?

Á Íslandi sjáum við sífellt skýrari merki um að heilbrigðisþjónusta sé að færast frá samfélagslegri ábyrgð yfir í markaðsvædda viðskiptavöru. Einkaaðilar, einkum sérfræðilæknar utan spítala, fá nú greiðslur frá ríkissjóði í gegnum Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) samkvæmt fjölda heimsókna eða aðgerða. Það þýðir í reynd að þjónustan er fjármögnuð af almannafé – en veitt og stýrt með arðsemi að leiðarljósi.

Skoðun
Fréttamynd

Veik stofnun skaði fjár­hag ríkis­sjóðs

Stórbæta þarf samningsgerð og eftirlit Sjúkratrygginga vegna kaupa á heilbrigðisþjónustu samkvæmt nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar. Bent er á að kostnaður stofnunarinnar jókst um ríflega þriðjung milli ára eftir nýjan samning við sérgreinalækna. Ríkisendurskoðandi segir þetta hafa neikvæð áhrif á fjárhag ríkissjóðs og samfélagið í heild.

Innlent
Fréttamynd

Sjúkra­tryggingar fagna skýrslu Ríkis­endur­skoðunar

Sjúkratryggingar fagna ábendingum Ríkisendurskoðunar og segjast í meginatriðum vera sammála áherslum og ábendingum sem fram koma í nýrri stjórnsýsluúttekt þar sem gerðar eru athugasemdir við samningsferli Sjúkratrygginga við sjálfstætt starfandi sérgreinalækna og fleira.

Innlent
Fréttamynd

Fé­lag at­vinnu­rek­enda svarar Ríkis­endur­skoðun

Félag atvinnurekenda vísar alfarið á bug að félagið hafi ekki leitast við að rökstyðja mál sitt eða afla skýringa þegar félagið gagnrýndi hæfi Ríkisendurskoðunar til að fjalla um Íslandspóst ohf. Ríkisendurskoðandi sagði í yfirlýsingu í morgun að það væri alvarlegt að saka embættið um að villa um fyrir Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Vill að Ríkis­endur­skoðun rann­saki styrkjamálið

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún kanni og leggi mat á stjórnsýslulega framkvæmd og úrvinnslu ráðuneytisins vegna verklags í tengslum við greiðslu framlaga til stjórnmálasamtaka eftir að ljóst varð um ágalla á framkvæmd greiðslna.

Innlent
Fréttamynd

Fer fram á stjórnsýsluúttekt á að­draganda lokunarinnar

Þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt til við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþngis að hún fari fram á stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Það sé með öllu óásættanlegt að flugbrautinni hafi verið lokað.

Innlent
Fréttamynd

Tvö hundruð milljónir í bar­áttuna um Bessa­staði

Frambjóðendurnir tólf sem kepptust um embætti forseta eyddu samtals tæpum 194 milljónum króna í framboð sín. Framboð Katrínar Jakobsdóttur var það langdýrasta en kostnaðurinn við það nam tæpum þrjátíu prósentum af heildarútgjöldum framboðanna.

Innlent
Fréttamynd

Kom út í plús eftir fram­boðið

Kostnaður við framboð Jón Gnarrs til forseta nam 10.645.424 krónum en heildartekjur framboðsins voru 10.664.091 krónur og stóð framboðið því undir sér. Félagið Jón Gnarr sem var stofnað í apríl til að halda utan um framboðið kom því út í 18.667 króna plús.

Innlent
Fréttamynd

Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu

Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar.

Innlent
Fréttamynd

Átta milljónir úr eigin vasa

Ástþór Magnússon fjármagnaði framboð sitt til forseta Íslands að langstærstum hluta úr eigin vasa. Framboðið kostaði 8,9 milljónir króna og greiddi Ástþór 7,8 milljónir úr eigin vasa.

Innlent
Fréttamynd

Þénuðu hvorki né eyddu meiru en 550 þúsund

Eiríkur Ingi Jóhannsson og Viktor Traustason, sem báðir gáfu kost á sér til embættis forseta Íslands, eyddu hvorki né þénuðu meiru en 550 þúsund krónum í tengslum við framboð sín. Þeir hafa báðir skilað inn yfirlýsingu þess efnis til Ríkisendurskoðunar.

Innlent