Brasilíumenn í basli í undankeppni HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2024 10:01 Vinicius Jr. er langt frá því að sýna það sama með brasilíska landsliðinu og hann gerir venjulega með Real Madrid. Getty/Lucas Figueiredo Brasilía og Argentína töpuðu leikjum sínum í undankeppni HM 2026 í fótbolta í nótt en það er óhætt að segja að staða liðanna sé gjörólík. Argentína er enn í toppsætinu þrátt fyrir 2-1 tap á móti Kólumbíu en Kólumbíumenn eru núna tveimur stigum á eftir heimsmeisturunum. Kólumbía hefur enn ekki tapað í undankeppninni (4 sigrar og 4 jafntefli). James Rodriguez tryggði Kólumbíu sigurinn með marki úr vítaspyrnu en argentínska liðið lék án Lionel Messi sem er meiddur. Þetta var í fyrsta sinn síðan 2019 sem Kólumbía nær að vinna Argentínu. Yerson Mosquera kom Kólumbíu í 1-0 á 25. mínútu en Nico Gonzalez jafnaði á 48. mínútu eftir varnarmistök. James skoraði síðan úr vítaspyrnu á 60. mínútu og það reyndist vera sigurmarkið í leiknum. James Rodriguez fagnar hér sigurmarki sínu á móti Argentínumönnum í nótt.Getty/Eurasia Sport Images Brasilía tapaði á sama tíma 1-0 á útivelli á móti Paragvæ. Diego Gómez skoraði eina mark leiksins á 20. mínútu. Brasilíska liðið er með ekkert sjálfstraust þessa dagana og náði ekki einu sinni skoti á mark í fyrri hálfleiknum. Þetta var enn einn leikurinn þar sem Vinicius Jr var ekki nálægt því að sýna það sama og hann gerir með Real Madrid. Þetta var líka fjórða tap Brasilíumanna í síðustu fimm leikjum þeirra í undankeppninni og þeir eru nú með fleiri töp (4) en sigra (3) í fyrstu átta leikjum hennar. Það þýðir að brasilíska liðið er í fimmta sætið með tíu stig alveg eins og Venesúela sem er í sjötta sætinu. Sex efstu þjóðirnar fara beint á HM en sjöunda sætið fer í umspil á milli álfanna. Paragvæ er stigi á eftir Brasilíu og Venesúela eftir þennan sigur. Brasilíumenn hafa verið með á öllum heimsmeistarakeppnum sögunnar og oftast hafa þeir tryggt sér sætið með sannfærandi hætti. Nú er aftur á móti mikil pressa á liðinu í næsta glugga í október þar sem liðið mætir Síle á útivelli og Perú á heimavelli. Þetta er tvær neðstu þjóðirnar í suður-ameríska undanriðlinum en kannski sýnd veiði en ekki gefin. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Argentína er enn í toppsætinu þrátt fyrir 2-1 tap á móti Kólumbíu en Kólumbíumenn eru núna tveimur stigum á eftir heimsmeisturunum. Kólumbía hefur enn ekki tapað í undankeppninni (4 sigrar og 4 jafntefli). James Rodriguez tryggði Kólumbíu sigurinn með marki úr vítaspyrnu en argentínska liðið lék án Lionel Messi sem er meiddur. Þetta var í fyrsta sinn síðan 2019 sem Kólumbía nær að vinna Argentínu. Yerson Mosquera kom Kólumbíu í 1-0 á 25. mínútu en Nico Gonzalez jafnaði á 48. mínútu eftir varnarmistök. James skoraði síðan úr vítaspyrnu á 60. mínútu og það reyndist vera sigurmarkið í leiknum. James Rodriguez fagnar hér sigurmarki sínu á móti Argentínumönnum í nótt.Getty/Eurasia Sport Images Brasilía tapaði á sama tíma 1-0 á útivelli á móti Paragvæ. Diego Gómez skoraði eina mark leiksins á 20. mínútu. Brasilíska liðið er með ekkert sjálfstraust þessa dagana og náði ekki einu sinni skoti á mark í fyrri hálfleiknum. Þetta var enn einn leikurinn þar sem Vinicius Jr var ekki nálægt því að sýna það sama og hann gerir með Real Madrid. Þetta var líka fjórða tap Brasilíumanna í síðustu fimm leikjum þeirra í undankeppninni og þeir eru nú með fleiri töp (4) en sigra (3) í fyrstu átta leikjum hennar. Það þýðir að brasilíska liðið er í fimmta sætið með tíu stig alveg eins og Venesúela sem er í sjötta sætinu. Sex efstu þjóðirnar fara beint á HM en sjöunda sætið fer í umspil á milli álfanna. Paragvæ er stigi á eftir Brasilíu og Venesúela eftir þennan sigur. Brasilíumenn hafa verið með á öllum heimsmeistarakeppnum sögunnar og oftast hafa þeir tryggt sér sætið með sannfærandi hætti. Nú er aftur á móti mikil pressa á liðinu í næsta glugga í október þar sem liðið mætir Síle á útivelli og Perú á heimavelli. Þetta er tvær neðstu þjóðirnar í suður-ameríska undanriðlinum en kannski sýnd veiði en ekki gefin.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira