Orri Freyr hafði betur gegn Viktori Gísla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. september 2024 20:29 Orri Freyr fór einkar vel með færin sín í kvöld. Sporting Sporting frá Portúgal lagði Wisla Plock frá Póllandi í 1. umferð Meistaradeildar karla í handbolta. Orri Freyr Þorkelsson spilar með Sporting á meðan markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson gekk í raðir Wisla í sumar. Leikurinn fór fram á heimavelli Sporting og voru heimamenn með yfirhöndina framan af, staðan í hálfleik var 17-14 Sporting í vil. 𝐇𝐚𝐥𝐟-𝐓𝐢𝐦𝐞𝐒𝐩𝐨𝐫𝐭𝐢𝐧𝐠 𝐂𝐏 🆚 𝐎𝐫𝐥𝐞𝐧 𝐖𝐢𝐬𝐥𝐚 𝐏𝐥𝐨𝐜𝐤 17:14𝐏𝐚𝐫𝐢𝐬 𝐒𝐚𝐢𝐧𝐭-𝐆𝐞𝐫𝐦𝐚𝐢𝐧 𝐇𝐚𝐧𝐝𝐛𝐚𝐥𝐥 🆚 𝐇𝐂 𝐄𝐮𝐫𝐨𝐟𝐚𝐫𝐦 𝐏𝐞𝐥𝐢𝐬𝐭𝐞𝐫 18:13#ehfcl #clm #handball pic.twitter.com/aYmkvuioF5— EHF Champions League (@ehfcl) September 11, 2024 Í síðari hálfleik juku heimamenn forystuna og unnu á endanum sannfærandi sigur. Þegar flautað var til leiksloka var munurinn kominn fimm mörk, lokatölur 34-28. Orri Freyr skoraði þrjú mörk og var með 100 prósent nýtingu úr horninu. Samkvæmt vef Meistaradeildarinnar varði Viktor Gísli fjögur skot í marki Wisla. Það var þó ekki eini leikurinn sem fór fram í Portúgal í kvöld þar sem Þorsteinn Leó Gunnarsson og félagar í Porto unnu stórsigur á Vitoria, lokatölur 42-22. Porto hefur því unnið fyrstu tvo leiki sína á leiktíðinni. Í Svíþjóð tryggði Íslendingalið Kristianstad sér sæti í 8-liða úrslitum sænsku bikarkeppni kvenna með öruggum níu marka sigri á Eskilstuna, lokatölur 34-25. Kristianstad vann fyrri leik liðanna með 11 marka mun og einvígið því með 20 marka mun. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði fimm mörk fyrir Kristianstad og Berta Rut Harðardóttir gerði eitt mark. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Tengdar fréttir Íslendingalið Kolstad mátti þola tap gegn stórliði Barcelona Íslendingarnir í Kolstad og liðsfélagar þeirra áttu fínan leik gegn ógnarsterku liði Barcelona í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Á endanum máttu þeir þó játa sig sigraða, lokatölur í Noregi 30-35. 11. september 2024 18:50 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Leikurinn fór fram á heimavelli Sporting og voru heimamenn með yfirhöndina framan af, staðan í hálfleik var 17-14 Sporting í vil. 𝐇𝐚𝐥𝐟-𝐓𝐢𝐦𝐞𝐒𝐩𝐨𝐫𝐭𝐢𝐧𝐠 𝐂𝐏 🆚 𝐎𝐫𝐥𝐞𝐧 𝐖𝐢𝐬𝐥𝐚 𝐏𝐥𝐨𝐜𝐤 17:14𝐏𝐚𝐫𝐢𝐬 𝐒𝐚𝐢𝐧𝐭-𝐆𝐞𝐫𝐦𝐚𝐢𝐧 𝐇𝐚𝐧𝐝𝐛𝐚𝐥𝐥 🆚 𝐇𝐂 𝐄𝐮𝐫𝐨𝐟𝐚𝐫𝐦 𝐏𝐞𝐥𝐢𝐬𝐭𝐞𝐫 18:13#ehfcl #clm #handball pic.twitter.com/aYmkvuioF5— EHF Champions League (@ehfcl) September 11, 2024 Í síðari hálfleik juku heimamenn forystuna og unnu á endanum sannfærandi sigur. Þegar flautað var til leiksloka var munurinn kominn fimm mörk, lokatölur 34-28. Orri Freyr skoraði þrjú mörk og var með 100 prósent nýtingu úr horninu. Samkvæmt vef Meistaradeildarinnar varði Viktor Gísli fjögur skot í marki Wisla. Það var þó ekki eini leikurinn sem fór fram í Portúgal í kvöld þar sem Þorsteinn Leó Gunnarsson og félagar í Porto unnu stórsigur á Vitoria, lokatölur 42-22. Porto hefur því unnið fyrstu tvo leiki sína á leiktíðinni. Í Svíþjóð tryggði Íslendingalið Kristianstad sér sæti í 8-liða úrslitum sænsku bikarkeppni kvenna með öruggum níu marka sigri á Eskilstuna, lokatölur 34-25. Kristianstad vann fyrri leik liðanna með 11 marka mun og einvígið því með 20 marka mun. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði fimm mörk fyrir Kristianstad og Berta Rut Harðardóttir gerði eitt mark.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Tengdar fréttir Íslendingalið Kolstad mátti þola tap gegn stórliði Barcelona Íslendingarnir í Kolstad og liðsfélagar þeirra áttu fínan leik gegn ógnarsterku liði Barcelona í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Á endanum máttu þeir þó játa sig sigraða, lokatölur í Noregi 30-35. 11. september 2024 18:50 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Íslendingalið Kolstad mátti þola tap gegn stórliði Barcelona Íslendingarnir í Kolstad og liðsfélagar þeirra áttu fínan leik gegn ógnarsterku liði Barcelona í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Á endanum máttu þeir þó játa sig sigraða, lokatölur í Noregi 30-35. 11. september 2024 18:50